Fermingabörn látin betla fyrir hjálparstarf kikjunnar

Fyrir einhverjum tugum ára þegar ég var sjálf í barnaskóla, var það árlegur viðburður að börn skólans voru látin safna peningum fyrir hjálparstarf kirkjunnar. Þetta jafnvel gert 'spennandi' með því að láta bekki keppa um hver safnaði mestu.

Þá þegar fannst mér það ódýrt trix að láta börn í fronta söfnun kirkjunnar, og velti því fyrir mér í dag hvort þetta jaðri ekki við misnotkun á sakleysi barnanna eða a.m.k. misbeiting á áhrifum presta yfir fermingabörnum. 

Það er þekkt í löndum þar sem mikil fátækt er að foreldrar/fullorðnir sendi frekar börn sín út að betla, þar sem börnin vekja meiri samúð þeirra sem gefa. 

Ég sé ekki muninn ...


mbl.is Fermingarbörn söfnuðu sjö milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ámátlegt mjálm eða upphafið af því að ASÍ sinni hlutverki sínu?

Frá 'hruni' hefur ASÍ vart látið í sér heyra. Það sem frá þeim hefur komið (í mín eyru a.m.k.) hefur verið til varnar verðtryggingarinnar, eins einkennilega og það hljómar.

Að sama skapi má færa rök fyrir því að verkalýðsfélög almennt og kerfið sem þar hefur verið byggt upp til að viðhalda þeim sé löngu hætt að virka til þess að tryggja laun almennings og kjör. 

Ef til vill eru Hagsmunasamtök Heimilanna vísir að því sem koma skal í stað núverandi doða ...


mbl.is ASÍ segir stjórnina ráðast á réttindi launafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ATVINNUREKANDI SEM VILL BORGA MANNSÆMANDI LAUN!

Kallið á lögguna og hringið í sjúkrabílinn áður en ég fell í yfirlið ... ég fann atvinnurekanda sem leggur metnað í að greiða sínu starfsfólki mannsæmandi laun. Ekki bara það heldur leggur leikskólinn metnað í að fá og halda hæfu, metnaðarfullu starfsfólki og telur vera tengingu þarna á milli!

Ég tek ofan fyrir þér Guðrún Alda, fyrir þennan metnaðarfulla leikskóla og vinnustað sem leggur áherslu á að ALLIR njóti sín og sinna styrkleika, börn og starfsfólk!

Ennfremur bendi ég á samanburðinn við Helga hjá Góu sem skammaðist yfir aumingjunum sem nenntu ekki að vinna fyrir lágmarkslaunum, í stað þess að borga laun sem gæfi hans starfsfólki möguleika á að lifa mannsæmandi lífi.

Laun á Íslandi VERÐA að duga fyrir framfærslu!


mbl.is Samningurinn „ákveðin tímamót“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Göngum í Noreg

þar sem ljóst er að ekki eingöngu er Noregur yfirfullur af auðlindum heldur hafa ráðamenn þar í landi tryggt HAGSMUNI ALMENNINGS, umfram sína persónulegu, þegar kemur að nýtingu þeirra, tel ég ljóst að hagsmunum okkar Íslendinga sé best varið sem fylki í Noregi.

Viðræður ætti að hefja sem fyrst!


mbl.is Fundu gull í Norður-Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEKT ER FALLEG, KYNLÍF ER GOTT

Nokkuð hefur borið á því að nekt er álitin sjokkerandi og jafnvel gróf og móðgandi. Að ekki sé minnst á eðlilegt kynlíf sem er þaggað niður hið snarasta.

Annað er að segja af ofbeldi, hungri/svelti, stríði og nauðgunum sem eiga erindi inná öll heimili, athugasemdalaust, í hverjum fréttatíma, ýmist í myndrænu formi eða tali.

Þetta hefur haft þau áhrif að venjulegt fólk með venjulega líkama skammast sín við að horfa í spegil og þjáist af minnimáttarkend.

Vonandi fer þessi endemis vitleysa að snúast við ...


mbl.is Hló að hálfnöktum karlmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi skorin niður hjá ríkinu

Þau málefni sem falla undir mannréttindi, svo sem, löggæsla, fræðslumál, velferðarmál og heilbrigðisþjónusta, eru mál sem virðast miðað við umræðu á Alþingi alltaf hafa kostað of mikið. Umræða um niðurskurð í einhverjum þessara málaflokka hefur fylgt umræðum um fjárlög  svo lengi sem elstu menn muna.

Ég leyfi mér að halda því fram að allir þessir málaflokkar veita í dag lakari þjónustu í dag en a.m.k. fyrir hrun og velti í því jafnframt fyrir mér hvernig það standist lög að afturför sé í mannréttindum á Ísland?


mbl.is Skilaði fíkniefnaleitarhundi vegna fjárskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirspurn til ráðherra um innheimtu kostnaðar vegna heilbrigisþjónustu ekki svarað

Skilaboð til sjúklinga við neyðarmóttöku FSA (tekið í október 2011)

Undanfarnar vikur hef ég með öflugum stuðningi nokkurra frábærra aðila verið að skoða hvernig innheimtu skulda vegna heilbrigðisþjónustu er háttað hér á landi.

Upphafið var umræða nokkurra aðila um sjúklinga sem ekki treystu sér til að fara til læknis, sjálfum sér mögulega til mikils skaða, vegna þess kostnaðar sem fylgdi. 

Eftir að afla upplýsinga úr ýmsum áttum kom í ljós að samkvæmt 76. gr. stjórnarskrár er öllum sem þess þurfa tryggður réttur til aðstoðar vegna sjúkleika.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að þessi réttur er tryggður ÓHÁÐ efnahag a.m.k. hjá opinberri heilbrigðisþjónustu. Á íslensku þýðir þetta að krafa eins og sett er fram hér á myndinni sem tekin var í neyðarmóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í síðasta mánuði er í besta falli villandi. Ef einhverjum væri neitað um þjónustu (sem ég er ekki að halda fram) væri það lögbrot.

Ennfremur kom í ljós eins og staðfest hefur verið síðan í fréttum RÚV, er að skuldir vegna heilbrigðisþjónustu fylgja sömu reglum um innheimtu og aðrar skuldir með viðeigandi vöxtum og innheimtukostnaði. Þetta er ólíkt öðrum siðmenntuðum löndum sem við teljum okkur stundum vera hafin yfir þegar kemur að velferðarmálum og heilbrigðisþjónustu, svo sem BNA en þar eru sér lög um innheimtu slíkra skulda, sem kemur í veg fyrir hækkun þeirra umfram þjónustu veitta. 

Sem fyrsta skref í baráttunni við þetta mikla óréttlæti tókum við höndum saman við Hreyfinguna til að afla gagna.  Í kjölfarið lagði Birgitta Jónsdóttir fram eftirfarandi fyrirspurn til ráðherra heilbrigðismála:

    1.     Með hvaða hætti er beinn kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu innheimtur? 
    2.     Er í einhverjum tilfellum farið fram á fyrirframgreiðslu af hálfu sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu? Sé svo, hefur sjúklingum þá í einhverjum tilfellum verið neitað um heilbrigðisþjónustu ef ekki er greitt fyrir fram og ef svo er, í hvaða tilfellum? 
    3.     Er sjúklingum í einhverjum tilfellum neitað um heilbrigðisþjónustu vegna útistandandi skuldar við heilbrigðisþjónustuaðila? 
    4.     Hversu margar kröfur vegna skuldar sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu voru sendar í lögfræðiinnheimtu af þjónustuaðila árin 2005–2010, sundurliðað eftir árum? Hver var heildarfjárhæð þeirra krafna, sundurliðað eftir árum? 
    5.     Í hversu mörgum tilfellum hefur a) verið gert fjárnám, b) verið krafist gjaldþrotaskipta vegna útistandandi skuldar sjúklings við heilbrigðisþjónustuaðila árin 2005–2010, sundurliðað eftir árum? 
    6.     Hvað eru skuldir langveikra og örorkulífeyrisþega við heilbrigðisstofnanir hátt hlutfall af útistandandi skuldum sjúklinga og skuldum sjúklinga í lögfræðiinnheimtu þjónustuaðila? 
    7.     Hvaða reglur gilda um innheimtu skulda sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu hins opinbera annars vegar og einkageirans hins vegar? 
    8.     Hver er stefna stjórnvalda varðandi innheimtuaðgerðir og kostnað sjúklinga vegna skulda við heilbrigðisþjónustuaðila? 

Spurningarnar voru lagðar fram þann 2. nóvember 2011. Ráðherra hefur 10 daga til að svara fyrirspurninni samkvæmt stjórnsýslulögum. Þrátt fyrir það hefur svar ekki borist í dag 16. nóvember 2011.

 

 

 

 


Málið leyst!

Þeir sem ferðuðust til Egyptalands fyrir tíu árum síðan voru í fluginu varir við sí endurteknar viðvaranir um matareitrun,  ofþornun, vasaþjófa og fleira sem mikilvægt var að þeir sem ekki þekktu til væru meðvitaðir um. Núna 10 árum síðar veit ég ekki til þess að slíkar viðvaranir séu hafðar eftir í flugvélum á leið til Íslands.

Nú verðum við að gera okkur grein fyrir því að Ísland er eyja (já veit það kemur á óvart) hingað má komast annað hvort með skipi, eða með flugvél. Bæði farþegaskip og flugvélar eru með mikið af sjónvörpum og sjónvarpsskjáum, oftar en ekki einn skjár á mann sem er í gangi allan tímann og notaðir eru til að koma öryggisskilaboðum varðandi flugið til skila. 

Vinna mætti nokkrar stuttar vídeóklippur með upplýsingum um hvernig nálgast má hálendið með öruggum hætti. Þetta ætti ekki að kosta meira en 5 milljónir, með handritsgerð, eðlilegu ríkis sukki og dreifingu til samgönguaðila og flugvalla.

Af hverju er alltaf verið að flækja hlutina?!?!


mbl.is Of margir sem ekki hlusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir vegna heilbrigðisþjónustu fara í almenna lögfræðiinnheimtu

Ef einhver vissi það ekki, þá er er það brot á stjórnarskrá að neita fólki um heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ef þú borgar ekki við komu er þér sendur reikningur sem fellur undir sömu lög og önnur skuldainnheimta.

Á hverju ári eru langveikir og öryrkjar gerðir gjaldþrota vegna heilbrigðiskostnaðar!


mbl.is Kostnaðarsamar krabbameinsmeðferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FEGRUNARÁTAK MÓTMÆLENDA MISTÓKST

Þrátt fyrir einlægan ásetning mótmælenda til að fegra umhverfi Alþingingishússins með litríkum tjöldum var ljótleikinn inni fyrir svo skelfilegur að ekki sá högg á vatni.

Mótmælendur munu ekki gefast upp að svo stöddu heldur verður bætt við regnbogalitum tjöldum og ef til vill einu bláu til að gleðja Ragnheiði Ríkharðsdóttur sérstaklega svo hennar fegurðarskyn verði ekki sært djúpu sári. Ef vel tekst til mun Ragnheiður ef til vill skoða kröfur mótmælenda í stað þess að rífa kjaft.... 


mbl.is Tjöldin ekki til prýði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband