Göngum í Noreg

þar sem ljóst er að ekki eingöngu er Noregur yfirfullur af auðlindum heldur hafa ráðamenn þar í landi tryggt HAGSMUNI ALMENNINGS, umfram sína persónulegu, þegar kemur að nýtingu þeirra, tel ég ljóst að hagsmunum okkar Íslendinga sé best varið sem fylki í Noregi.

Viðræður ætti að hefja sem fyrst!


mbl.is Fundu gull í Norður-Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þeir vilja okkur ekki því að við erum ó öguð og spillt!

Sigurður Haraldsson, 21.11.2011 kl. 00:09

2 Smámynd: BJÖRK

Þeir gætu vissulega kennt okkur margt. Spurningin er auðvitað hvort þeir hafi neinn áhuga á okkur eins og þú bendir á. Væri ekki gott að skoða málið?

BJÖRK , 21.11.2011 kl. 00:17

3 identicon

Er þér samála Björk enda segir sagan að við séum að lang stærstum hluta upprunalega Norskir ríkisborgarar og þess vegna rennur sama blóð í æðum okkar. Oft er gott að leita uppruna síns þegar á bjátar. Eftir hrunið hef ég séð það í hendi mér og sagt ýmsum þá skoðun mína að það voru stór mistök að hætta að vera undir Danmörku, allt Hitler að kenna, án þess að ég ætli beint að kenna honum um hrunið og bankreppuna sem aldrei hefði orðið raun bar vitni, værum við Danir í dag. En held að Noregur sé ekkert síðri valkostur og ekki er það nú verra að landslagið þar fallegra og fjölbreyttara en flatar Danalendurnar. Færeyingar hafa það t.d. miklu betra undir Dönum heldur en ef þeir væru að basla sjálfstæðir svona fámenn þjóð, það er allveg opinber og borðleggjandi staðreynd. Noregur tæki okkur 300 þús hræðunum fegins og fagnandi hendi með okkar stóra land og stóra hafsvæði. Eftir slíka sameiningu yrðum við fyrstu dagana eina skuldsetta borgin í Noregi en þeir fyndu heldur ekki fyrir því að borga okkar skuldir niður á einum degi á föstudegi fyrir hádeigi, enda yrði það að vera "partur af programmet". Gengi Norsku krónunnar myndi ekki einusinni veikjast um mælanlega stærð við slíka smáaura útgreiðslu sem næmi uppgjöri á ríkisskuldunum okkar. Norðmenn yrðu t.d. fljótir framkvæma allvöru olíuleit og finna olíuna i landgrunninu okkar sem gerði "OKKUR NORÐMENN" enn ríkari og skapaði okkur nýju Norðmönnunum mikla vinnu í kringum þjónustu við olíuiðnaðinn. Þá væri grá-upplagt að leggja lífeyrisjóðina okkar inn í Norska olíusjóðinn og vera í staðin NORSKIR þátttakendur í þeim digra og trygga sjóði. Einnig eru norðmenn c.a. 5 x stærri en við í sjávarútvegi og þar eigum við sko margt sameignlegt með þeim og tölum sama tungumálið og þeir er kemur að okkar stærstu atvinnugrein. Ættum frekar að einbeita okkur að því gerasta aftur Norskir rískiborgarar í stað þess að setja markið á að framselja sjálfstæði okkar til gjaldþrota og ráðþrota og Evrópu með ónýta Evru sem er komin að fótum fram efnahagslega. Í Noregi yrðum við stalli eins og lítil borg, í Evrópusambandinu yrðum við á stalli eins og pínulítið sveitaþorp.

Flest öll evrópuríkin eru yfiskuldsett og algjörir lúserar með báðar buxurnar á hælunum eins og við erum í dag. Að auki erum við með skítinn upp á bak (fyrirgefið orðalagið), eftir að hafa yfirtekið og hagrætt evrópu-tilskipunum eftir spilltum pólítískum vindum. Má þar sérstaklega nefna tilskipunina um bankastarfsemi sem er svo væg að erlendir bankar líta á hanna sem fokhelt hús byggt á sandi sem ekki heldur vatni né vindum. En hjá okkur var þessi tilskipun kletturinn í bankakerfinu, því það hentaði svo vel þeim sem ætluðu sér leynt og ljóst að ræna bönkunum, með dyggri aðstoð spilltra stjórnmálamanna. Norðmenn erum með skothelt bankakerfi og mjög öruggann innistæðutrygginasjóð, búnir að ganga í gegnum sínar bankakreppur. En við vildum alls ekki þiggja þeirra ráð til að forðast slíka gjörninga sem okkar hrun var.

Heitir það annars ekki að fara úr öskunni í eldinn að slá sér í slíkann félagskab sem Evrópusamstarfið er orðið?. Þá er nú meira vit og betra að vera í hópnum með góðu gæjunum sem eiga nægan pening og eru flottir á því sbr vini okkar Norðmennn.

HALLO NORGE

Stefán Jónasson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 05:02

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Auðvitað er ég samála ykkur við ættum að ganga í Noreg og þá kæmi herskilda og um leið myndi þeir sem færu í herinn læra aga allavega er það svo að Norðmenn eru með her og fram hjá því verður ekki horft.

Sigurður Haraldsson, 21.11.2011 kl. 11:38

5 Smámynd: BJÖRK

Getið þið upplýst mig um eitt. Er HERSKYLDA í Noregi? eða er það valkvæm þátttaka?

BJÖRK , 21.11.2011 kl. 13:45

6 Smámynd: Umrenningur

Svar til Bjarkar kl 13:45.

Það er herskylda í Noregi að nafninu til. Það er að t.d á þessu ári 2011 voru kallaðir 10.000 ungir menn til herþjálfunar en eingöngu 27% mættu þar sem auðvelt er að segja sig frá herþjálfun með því að undirrita yfirlýsingu um að þú sért friðarsinni. Herþjálfun þessari er skift í tvo meginþætt, fyrri þátturinn sem allir ganga í gegn um er fyrir heimavarnarliðið (á meira skylt við björgunarsveitir á Íslandi en her) þetta tímabil er 6 mánuðir sem má skifta í fjóra hluta frá 18 ára aldri til 27 ára. Seinni hlutinn af 18 mánaða herskildu er hinn eiginlega herþjálfun (12 mánuðir) en ekki er kallað í menn sem hafa náð 28 ára aldri. Það er rétt að taka fram að þessi skylda snýst um herþjálfun en ekki hinn eiginlega her, til að komast í herinn þarf að vera búið að ljúka báðum stigum fyrir 28 ára aldur ásamt öðrum skilyrðum eins og heilsufar o.þ.h. Stór hluti af þeim u.þ.b 2700 sem mæta í herþjálfun eru í raun menn sem lokið hafa iðnnámi og skrá sig í herinn til að klára verkþjálfun, þetta á við t.d smiði, rafvirkja, vélvirkja og pípara þar sem herinn býður upp á úrvals aðstöðu til verknáms.

Umrenningur, 23.11.2011 kl. 21:47

7 Smámynd: Umrenningur

Að því gefnu að Íslendingar ætli að gefast upp á að vera fullvalda ríki eftir tæp 70 farsæl ár, þar sem þjóðin reif sig upp úr að vera eitt fátækasta ríki evrópu í að vera eitt það ríkasta er ég sammála því að ræða við Norðmenn um hvort við getum orðið 21. fylkið í Noregi. Það er lítil hætta á að við tínumst í fjöldanum (eins og esb) þar sem aðeins 4 fylki yrðu fjölmennari, Oslo, Akershus, Hordaland og Rogaland. En 16 fámennari en litla Ísland. Að ónefndum öllum öðrum rökum eins og skyldleika, menningu, tungu o.f.l. Það er mun fleira sem við eigum sameiginlegt með Noregi heldur en hinum 27 hreppum esb eins og t.d Ítalíu og Grikklandi.

Umrenningur, 23.11.2011 kl. 22:12

8 Smámynd: BJÖRK

Bestu þakkir fyrir greinargóðar upplýsingar kæri Umrenningur!

Stóra spurningin varðandi aðild er þá væntanlega hvort við viljum gefa eftir herlausa statusinn okkar

BJÖRK , 24.11.2011 kl. 00:02

9 identicon

Góður vinur minn bjó mörg ár í Noregi með sína 6 manna fjölskyldu. Hann kom alfarin heim árið 2003 og sér mikið eftir því að hafa flutt heim. Ég var aðeins að spyrja hann útúr helstu kostunum við Noreg. Fékk þessa punkta frá honum:

1) Hann greiddi 28% skatt og fékk uppá krónu og rúmlega það allan skattinn endurgreiddan i formi barnabóta og vaxtabóta og ýmissa styrkja mv. fjölskyldustærð.

2) Hærri laun hjá öllum og meiri launajöfnuður milli starfsstétta.

3)Betra skólakerfi, tveir kennarar í bekk, aðalkennari og aðstoðarkennari, svipuð bekkjarstærð og hjá okkur. Allar bækur fríar. Þó-nokkuð um að börnin færu í ferðalög á vegum skólanns og þá greiddu foreldar bara fæðiskostnaðinn eins og þeir gerðu hvort sem er þegar börnin voru heima.

4) Mun betra heilbrigðiskerfi þar sem allt var frítt.

5) Það er herskylda í Noregi og er Umrenningur búinn gera þeirri spurningu mjög vel skil. Ég hef sjálfur verið i námi erlendis og starfa erlendis og því búinn að kynnast mörgum sem hafa lokið herskyldu á hinum ýmsu stigum, allt upp í að vera með háar foringjagráður. Mín reynsla af því fólki er að herskyldan er mannbætandi og þeir sem eru búnir með meira en grunnþjálfum eru áberandi góðir námsmenn sem og starfsmenn, með góðan sjálfsaga og skipulagðir. Held að okkar kúltúr hefði gott af slíku en að sjálfsögðu ekki spennandi ef börnin okkar gætu þurft að fara í stríð, reyndar eru líkurnar á því sáralitlar. Það drepast ábyggilega 100 sinnum fleiri norðmenn í bílslysum en stríði á okkar tímum, en þessi tala sett fram án ábyrgðar.

Held að Íslenskir stjórnmálmenn séu meira spenntir fyrir Brussel en Noregi því þar er miklu meiri möguleiki á hálauna störfum þegar þeirra tími er kominn í pólitíkinni. Hingað til hefur utanríkisþjónustan og sendiherrastöður oft verið endastöðin, en þar er farið að þrengja að, enda vitað mál að við höfum ekkert að gera með eigin sendiráð erlendis við þessi litla þjóð. Hægt að gera samning við önnur norðurlönd að þau stimpli okkar vegabréf í sínum sendiráðum fyrir margafallt minni pening. Þannig að stjórmálaelítuna kitlar það leynd og ljóst mikið að komast að kjötkötlunum í Brussel. NOREGUR ER HINSVEGAR LAND TÆKIFÆRANNA FYRIR OKKUR ÍSLENDINGAÞ. AÐ NORÐMÖNNUM ERUM VIÐ KOMIN OG AÐ NORÐMÖNNUM MUNUM VIÐ VONANDI AFTUR VERÐA, ÞVÍ VIÐ ERUM OF FÁMENN OG HEIMSK TIL AÐ VERA SJÁLFSTÆÐ ÞJÓÐ OG VIÐ MUNUM EINFALDLEGA HAFA ÞAÐ BETRA GERAST AFTUR NORÐMENN.

Stefán Jónasson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband