Fyrirspurn til ráðherra um innheimtu kostnaðar vegna heilbrigisþjónustu ekki svarað

Skilaboð til sjúklinga við neyðarmóttöku FSA (tekið í október 2011)

Undanfarnar vikur hef ég með öflugum stuðningi nokkurra frábærra aðila verið að skoða hvernig innheimtu skulda vegna heilbrigðisþjónustu er háttað hér á landi.

Upphafið var umræða nokkurra aðila um sjúklinga sem ekki treystu sér til að fara til læknis, sjálfum sér mögulega til mikils skaða, vegna þess kostnaðar sem fylgdi. 

Eftir að afla upplýsinga úr ýmsum áttum kom í ljós að samkvæmt 76. gr. stjórnarskrár er öllum sem þess þurfa tryggður réttur til aðstoðar vegna sjúkleika.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að þessi réttur er tryggður ÓHÁÐ efnahag a.m.k. hjá opinberri heilbrigðisþjónustu. Á íslensku þýðir þetta að krafa eins og sett er fram hér á myndinni sem tekin var í neyðarmóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í síðasta mánuði er í besta falli villandi. Ef einhverjum væri neitað um þjónustu (sem ég er ekki að halda fram) væri það lögbrot.

Ennfremur kom í ljós eins og staðfest hefur verið síðan í fréttum RÚV, er að skuldir vegna heilbrigðisþjónustu fylgja sömu reglum um innheimtu og aðrar skuldir með viðeigandi vöxtum og innheimtukostnaði. Þetta er ólíkt öðrum siðmenntuðum löndum sem við teljum okkur stundum vera hafin yfir þegar kemur að velferðarmálum og heilbrigðisþjónustu, svo sem BNA en þar eru sér lög um innheimtu slíkra skulda, sem kemur í veg fyrir hækkun þeirra umfram þjónustu veitta. 

Sem fyrsta skref í baráttunni við þetta mikla óréttlæti tókum við höndum saman við Hreyfinguna til að afla gagna.  Í kjölfarið lagði Birgitta Jónsdóttir fram eftirfarandi fyrirspurn til ráðherra heilbrigðismála:

    1.     Með hvaða hætti er beinn kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu innheimtur? 
    2.     Er í einhverjum tilfellum farið fram á fyrirframgreiðslu af hálfu sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu? Sé svo, hefur sjúklingum þá í einhverjum tilfellum verið neitað um heilbrigðisþjónustu ef ekki er greitt fyrir fram og ef svo er, í hvaða tilfellum? 
    3.     Er sjúklingum í einhverjum tilfellum neitað um heilbrigðisþjónustu vegna útistandandi skuldar við heilbrigðisþjónustuaðila? 
    4.     Hversu margar kröfur vegna skuldar sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu voru sendar í lögfræðiinnheimtu af þjónustuaðila árin 2005–2010, sundurliðað eftir árum? Hver var heildarfjárhæð þeirra krafna, sundurliðað eftir árum? 
    5.     Í hversu mörgum tilfellum hefur a) verið gert fjárnám, b) verið krafist gjaldþrotaskipta vegna útistandandi skuldar sjúklings við heilbrigðisþjónustuaðila árin 2005–2010, sundurliðað eftir árum? 
    6.     Hvað eru skuldir langveikra og örorkulífeyrisþega við heilbrigðisstofnanir hátt hlutfall af útistandandi skuldum sjúklinga og skuldum sjúklinga í lögfræðiinnheimtu þjónustuaðila? 
    7.     Hvaða reglur gilda um innheimtu skulda sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu hins opinbera annars vegar og einkageirans hins vegar? 
    8.     Hver er stefna stjórnvalda varðandi innheimtuaðgerðir og kostnað sjúklinga vegna skulda við heilbrigðisþjónustuaðila? 

Spurningarnar voru lagðar fram þann 2. nóvember 2011. Ráðherra hefur 10 daga til að svara fyrirspurninni samkvæmt stjórnsýslulögum. Þrátt fyrir það hefur svar ekki borist í dag 16. nóvember 2011.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég held að það sé mikil bjartsýni hjá þér að búast við svari Því miður, en það mátti reyna: 

 Manstu eftir konunni sem þurfti borga svo mikið fyrir öldrunarvist af því að hún átti   sparifé, ég hef ekki heyrt hvort hún fékk svar, en það var ekki þegar ég síðast vissi?

Eyjólfur G Svavarsson, 17.11.2011 kl. 14:40

2 Smámynd: BJÖRK

Eyjólfur: Ráðherra ber lögbundin skylda til að svara erindum þingmanna, þannig að JÁ ... ég geri ráð fyrir svari þar til annað kemur í ljós!

BJÖRK , 17.11.2011 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband