FEGRUNARÁTAK MÓTMÆLENDA MISTÓKST

Þrátt fyrir einlægan ásetning mótmælenda til að fegra umhverfi Alþingingishússins með litríkum tjöldum var ljótleikinn inni fyrir svo skelfilegur að ekki sá högg á vatni.

Mótmælendur munu ekki gefast upp að svo stöddu heldur verður bætt við regnbogalitum tjöldum og ef til vill einu bláu til að gleðja Ragnheiði Ríkharðsdóttur sérstaklega svo hennar fegurðarskyn verði ekki sært djúpu sári. Ef vel tekst til mun Ragnheiður ef til vill skoða kröfur mótmælenda í stað þess að rífa kjaft.... 


mbl.is Tjöldin ekki til prýði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Björk; jafnan !

Hér fyrr meir; hugði ég Ragnheiði Ríkharðsdóttur stærri í sniðum vera, en lengi skal manninn reyna, sem á henni sannast, bezt.

En munum; hún er einungis, ein þeirra 63a, sem okkur er brýnt að losna við, ásamt drjúgum hópi annarra, í íslenzku Pestar bæla flórunni !

Með beztu kveðjum; sem fyrri - og áður /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 20:27

2 Smámynd: BJÖRK

Þakka innlitið nú sem áður Óskar Helgi.

Við vinnum þetta einn þingmann í einu og einn dag í senn.

Kveðja að norðan!

BJÖRK , 14.11.2011 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband