Málið leyst!

Þeir sem ferðuðust til Egyptalands fyrir tíu árum síðan voru í fluginu varir við sí endurteknar viðvaranir um matareitrun,  ofþornun, vasaþjófa og fleira sem mikilvægt var að þeir sem ekki þekktu til væru meðvitaðir um. Núna 10 árum síðar veit ég ekki til þess að slíkar viðvaranir séu hafðar eftir í flugvélum á leið til Íslands.

Nú verðum við að gera okkur grein fyrir því að Ísland er eyja (já veit það kemur á óvart) hingað má komast annað hvort með skipi, eða með flugvél. Bæði farþegaskip og flugvélar eru með mikið af sjónvörpum og sjónvarpsskjáum, oftar en ekki einn skjár á mann sem er í gangi allan tímann og notaðir eru til að koma öryggisskilaboðum varðandi flugið til skila. 

Vinna mætti nokkrar stuttar vídeóklippur með upplýsingum um hvernig nálgast má hálendið með öruggum hætti. Þetta ætti ekki að kosta meira en 5 milljónir, með handritsgerð, eðlilegu ríkis sukki og dreifingu til samgönguaðila og flugvalla.

Af hverju er alltaf verið að flækja hlutina?!?!


mbl.is Of margir sem ekki hlusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Málið leyst? Það þarf bara að rukka þann næsta sem þarf að bjarga fyrir öllum kostnaði við leit og björgun.

Eyjólfur Jónsson, 15.11.2011 kl. 19:16

2 Smámynd: BJÖRK

Eyjólfur: Vissulega er ástæðan fyrir umræðunni sú að um leið og mannslíf eru ómetanleg, er kostnaður við leit eins og þá sem var að Svíanum núna gríðarlega kostnaðarsamar.

Ég sé það ekki sem raunhæfan kost að krefjast sérstakrar tryggingar frá ferðaþjonustuaðilum, en þeir sem bjóða uppá afþreyingu eru vel flestir að berjast í bökkum nú án slíks viðbótarkostnaðar. Nóg er samt um álögur á ferðaþjónustu frá hruni. 

Það að krefja ferðamannin um að taka sérstaka tryggingu ef hann fer uppá hálendið er vandasamt í eftirfylgni og vekur einnig spurninguna hvort þetta verði eins og ameríska heilbrigðiskerfið þar sem fyrst eru fengnar upplýsingar um tryggingar og síðan tekin ákvörðun um meðferð. Ætlum við þá ekki að leita fyrr en ljóst er að viðkomandi er tryggður, hvar og hversu mikið hann getur borgað?

Það er einnig ljóst að enginn venjulegur einstaklingur stendur straum af kostnaði við svona leit, þannig að sú umræða er í raun óþörf.

Þá stendur eftir síðasta og það sem ég met gáfulegustu leiðina: Fræðsla!

Ég vísa síðan í bloggfærsluna hér að ofan varðandi framkvæmd.

BJÖRK , 15.11.2011 kl. 21:55

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Björk! Þetta finnst mér góð hugmynd, sem ekki er dýr. Og upplýsa mætti líka hversu margir hafi látist vegna vanbúnaðar og skipulagsleysis!

Eyjólfur G Svavarsson, 17.11.2011 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband