Ámátlegt mjálm eða upphafið af því að ASÍ sinni hlutverki sínu?

Frá 'hruni' hefur ASÍ vart látið í sér heyra. Það sem frá þeim hefur komið (í mín eyru a.m.k.) hefur verið til varnar verðtryggingarinnar, eins einkennilega og það hljómar.

Að sama skapi má færa rök fyrir því að verkalýðsfélög almennt og kerfið sem þar hefur verið byggt upp til að viðhalda þeim sé löngu hætt að virka til þess að tryggja laun almennings og kjör. 

Ef til vill eru Hagsmunasamtök Heimilanna vísir að því sem koma skal í stað núverandi doða ...


mbl.is ASÍ segir stjórnina ráðast á réttindi launafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hermann

A.S.Í eru til verndar þeirra stæðstu og ríkustu, eru þegar byrjaðir í herferð gegn ríkistjórninni til að hagsmunaðar aðilar geti fengið sína aðila að borði.

En annars, ég bara spyr eins og alger fáviti; hvernig er hægt að vera atvinnulaus í 3 og hálf ár án þess að fá vinnu ?

Það hlýtur að liggja eitthvað annað að baki.

Hermann, 23.11.2011 kl. 18:44

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Hermann:  Þegar við höfum ríkisstjórn sem stendur í vegi fyrir allri nýrri atvinnuuppbyggingu og skattleggur þá sem fyrir er til helvítis þá er fátt um ný atvinnutækifæri.  Atvinnuleysinu er þess vegna viðhaldið.

Björk:  Því miður treysti ég engu sem frá Gylfa A. kemur en það verður þó að segjast að þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem jafn föst skot koma frá ASÍ gagnvart ríkisstjórninni og fyrst Gylfi er farinn að skjóta svona föstum skotum á Jóhönnu þá á þessi ríkisstjórn ekki marga vini eftir.   Við skulum samt ekki gleyma því að það var sami Gylfi sem ber aðalsökin á því að ekki var hróflað við verðtryggingunni haustið 2008.   Skjólstæðingar Gylfa sem ættu að vera félagsmennirnir í stéttarfélögum á almennum markaði stæðu mun betur fjárhagslega í dag ef hann hefði hugsað um hag þeirra þegar hann hafði til þess gullið tækifæri sem formaður sérstakrar nefndar sem Jóhanna þáverandi félagsmálaráðherra skipaði.   Gylfi var bara örfáa daga að komast að niðurstöðu sem hugnaðist honum sem "varðhundi" lífeyrissjóðanna númer eitt.

Ég get engan vegin skilið hvaða lífeyrisþegar er verið að vernda með því að viðhalda verðtryggingunni í núverandi mynd.   Megin hluti þjóðarinnar mun ekki fá nema brot af því til baka sem menn hafa greitt í formi iðgjalda og þeir sem að auki hafa fengið íbúðarlán hjá sínum sjóðum munu ekki fá í formi lífeyris þá vexti og verðbætur sem menn hafa greitt.  Leiðrétting og þak á verðtryggingu myndi þar litlu breyta hvort sem er.

Jón Óskarsson, 23.11.2011 kl. 22:27

3 Smámynd: BJÖRK

Hermann: Um leið og ég tek undir orð Jóns hér að ofan um skort á störfum, vil ég benda á nokkra aðra þætti sem hafa áhrif á atvinnuleysi og atvinnuleysistölur. 

1. Atvinnuleysistölur fara lækkandi, að stórum hluta vegna þess að um 5 manns á dag flytja úr landi.

2. Þegar fólk hefur verið atvinnulaust í 6-9 mánuði, fjárhagurinn er kominn í RÚST og fólk búið að fá tugi eða hundruðir neitanna, eru ansi margir sem missa móðinn og stór hluti þeirra öðlast aldrei aftur kjark til að fara aftur útá vinnumarkaðinn. 

3. Þeir sem hafa verið lengi utan vinnumarkaðar eru síður ráðnir af einmitt þeirri ástæðu að þeir hafa verið utan vinnumarkaðar. 

Jón: Lífeyrissjóðakerfið þarf að endurskoða frá grunni eins og aðra þætti íslenska hagkerfisins!

BJÖRK , 23.11.2011 kl. 23:37

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Mikið rétt Björk.   Tölur um atvinnuleysi eru líka ekki alls kostar réttar þegar bara er talað um þann fjölda sem fær atvinnuleysisbætur.  Fjölmargar ástæður eru fyrir því að fólk án atvinnu er ekki að fá bætur og þess vegna eru tölur um atvinnuþátttöku og fækkun starfa í landinu mikið betri mælikvarði á ástand mála.

Jón Óskarsson, 24.11.2011 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband