AKUREYRI NÝJA HÖFUÐBORGIN

Eftir spjall við góða vinkonu á Facebook, hefur mér orðið ljóst að eina vitið er að taka þessar þungu byrgðar af Reykjavík og fjarlægja flugvöllinn. Reykjavík er búið að þurfa að burðast með allar (utan tvær eða þrjár) ríkisstofnanir innan sinna borgarmarka, flestar frá upphafi þeirra. Þeir Reykvíkingar sem eru í miðbænum þurfa að heyra í flugvélum oft á dag, og allt þetta fína byggingarland notað undir rassinn á einhverjum utanbæjarplebbum sem nenna ekki að keyra 8-9 klst. til að hitta lækni.

Það er sannarlega kominn tími til að létta á borginni, þakka henni fyrir allt liðna og snúa sér annað!

Akureyri hefur lengi verið titluð höfuðstaður norðurlands og því ekki úr vegi að gera hana að nýrri höfuðborg Íslands. Að þessu sinni held ég að við ættum að læra af reynslunni, þannig að þrátt fyrir að Alþingi, ráðuneytin og nýja hátæknisjúkrahúsið yrðu staðsett á Akureyri, gætu aðrir mikilvægir hlutar stjórnsýslunnar verið annarsstaðar. Matís gæti verið á Ísafirði, Seðlabankinn á Egilsstöðum, Íslandsstofa á Höfn í Hornafirði, LÍN á Selfossi, Byggðastofnun í Reykjavík o.s.fv.

Opinber þjónusta er rekin fyrir ríkisfé og vegna mikils ferðakostnaðar yrði þess skammt að bíða að flug yrði niðurgreitt að því marki að almenningur hefði raunverulegt val um að ferðast eftir þörfum og vilja. 

Og blessuð Reykjavík getur fengið notið sín sem ferðamannaborg, án frekari truflana. FootinMouth

 


mbl.is Afsalar sér hlutverki höfuðborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega, við á landsbyggðinni eigum nefnilega ekki að borga okkar skerf í ríkiskassann ef okkur er ekki gert kleift að sækja nauðsynlega þjónustu sem rekin er fyrir almannafé.

eyrún (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 11:54

2 Smámynd: BJÖRK

Það er ekkert náttúrulögmál að Reykjavík sé Höfuðborgin!

BJÖRK , 25.1.2012 kl. 11:58

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það tekur bara hálftíma að keyra frá Kef til RVK.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 15:38

4 Smámynd: BJÖRK

Sleggjan og Hvellurinn: Ég hef aldrei verið hálftíma út miðbæ RVK (þar sem öll þjónustan er) til Keflavíkur, það tekur mig 45-60 mín, bara akstur.

BJÖRK , 25.1.2012 kl. 16:02

5 Smámynd: BJÖRK

Samkvæmt leiðarvísi já.is er stytsta leið 52.3 km frá Seðlabankanum út á Keflavíkurflugvöll og tíminn 40 mín ef hámarkshraða er haldið stöðugt alla leið. Þannig að ef þú lendir einhverntíma á ljósum eða í þungri umferð ertu komin hátt í klukkutíma!

BJÖRK , 25.1.2012 kl. 16:10

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú segir að landbyggðin þarf að keyra 8-9tíma til að hitta lækni. Það er ekki rétt.

Það er þessi extra 30-45mín (eftir því hvert þú ert að fara) sem bætist við. 

Rétt skal vera rétt.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 16:50

7 Smámynd: BJÖRK

þegar ég vísaði í 8-9 tíma, átti ég við þá sem fljúga í stað þess að keyra og var þarna sérstaklega að vísa í aksturstíma frá Austurlandi til Reykjavíkur.

Þú verður einnig að athuga það að með því að lenda í RVK er möguleiki að vera bíllaus en ef lent er í Kef kostar það annaðhvort bílaleigubíl eða rútu sem er bæði mikill aukakostnaður og mikill auka tími.

BJÖRK , 25.1.2012 kl. 17:00

8 Smámynd: BJÖRK

Þetta átti að sjálfsögðu að vera þá sem velja að keyra í stað þess að fljúga.

BJÖRK , 25.1.2012 kl. 17:08

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þeir sem kjósa að keyra þá tekur það 8-9 tíma þótt að RVK flugvöllur verður á sínum stað.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 17:31

10 Smámynd: BJÖRK

Það eru kostir og gallar við að vera höfuðborg, því fylgir hellingur af störfum og ríkisfjármagni, en líka ákveðin óþægindi, þar sem aðgengið þarf að vera til fyrirmyndar fyrir alla landsmenn. Spurningin er auðvitað hvort borgarbúar líti á sig sem einskonar foreldri eða móðurborg fyrir landsbyggðina eða ekki ... og ef ekki, þá er næsta skref að sjálfsögðu að breyta því og losa borgarbúa við þessa birgði!

BJÖRK , 25.1.2012 kl. 17:38

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Reykjavik verður betri og fellegri höfuðborg þegar flugvöllurinn fer.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.1.2012 kl. 18:48

12 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Reykjavik verður betri og fellegri höfuðborg þegar flugvöllurinn fer.", Já og enn fallegri þegar HÎ og landspíalinn líka, hugasðu þér

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.1.2012 kl. 19:48

13 Smámynd: BJÖRK

Já Brynjar Þór, sammála þér. Mikið verður nú borgin falleg þegar Landspítalinn og allar þessar ljótu stofnanir verða einhversstaðar annarsstaðar.

BJÖRK , 25.1.2012 kl. 22:05

14 identicon

Láta hvert bæjarfélag eða sýslu halda 60-80% skattekkna til eigin uppbyggingar og sjálfsstjórnar og færa þjónustuna heim þá þarf Landsbyggðin sem er svo mikill baggi fyrir 101 ekki að sækja svona mikið til Rkv.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 22:49

15 Smámynd: BJÖRK

Takk fyrir þetta Gunnlaugur, hljómar ákaflega gáfulega. Á sama tíma myndi grunnþjónusta eflast og yfirbyggingin skreppa saman!

BJÖRK , 26.1.2012 kl. 00:20

16 identicon

Baugssleggjan er jafn iðin við að sannfæra okkur um að hún tilheyrir hinu skyni skroppna liði sem býr á 101 Reykjvík og heldur að það sé einhver elíta Íslands.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 20:29

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég kem frá landsbyggðinni kristján.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2012 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband