Færsluflokkur: Bloggar
8.11.2011 | 15:44
Velferðarstjórnin horfið einbeittum augum í hina áttina ...
... meðan fátækir verða sífelt fátækari, svengri, veikari og heimilislausari. En þetta eru væntalega allt aumingjar í þeirra augum, sem tekur því ekki að púkka uppá. Ríkisstjórnin bíður þess væntanlega að 'aumingjarnir' gangi í sjóinn eða flytji úr landi, enda mun það stuðla að efnahagsbata ríkissjóðs ...
... manni verkjar í hjartað ...
Ákall um hjálp fyrir jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2011 | 15:36
Spörkum í þá meðan þeir eru liggjandi
Það hefur orðið áberandi í kreppunni að þeir sem eiga peninga og eru með iðnaðarmenn og annað fólk í vinnu, misnota í síauknu mæli neyð almennings til að keyra niður laun og borga jafnvel undir töxtum, svart og sykurlaust. Allt fyrir nokkrar auka krónur í hagnað.
Össur virðist hugnast þessi aðferð vel og talar um að það "hafi aldrei verið betri tími til að semja en nú, samningatæknilega séð"
Ég get ekki séð betur en að 'Íslenski hugsunarhátturinn' tröllríði enn öllu.
Aldrei betra að semja við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
7.11.2011 | 22:50
Er búin að kaupa NEYÐARKONU og sendi þakkarkveðju til sjálfboðaliða hjálparsveitanna
Á föstudaginn síðastliðinn náði ég loksins að kaupa neyðarkonu Hjálparsveitanna þar sem ég var stödd í Staðarskála á leið í menninguna. Í ár er neyðarkallinn sem sagt skíðakona og sómir hún sér vel með lyklunum mínum.
Mér varð hugsað til Hjálparsveitanna rétt í þessu þegar ég fór út á svalir til að bjarga nokkrum lauslegum munum þannig að þeir færu ekki á flakk og yllu tjóni. Ég mátti ekki seinni vera, en stólar og borð voru þegar komnir um koll.
Nokkrar sveitir hafa þegar kallað út sitt fólk til að aðstoða þar sem þörf er á vegna veðurofsa og fleiri verða væntanlega kallaðir út í nótt ef marka má rokið hér á Akureyri. Þetta er gríðarlega mikilvægt starf sem ég er ákaflega þakklát fyrir og sendi hér með persónulega þakkarkveðju til allra sjálfboðaliða hjálparsveitanna sem eru í útkalli eða í viðbragðsstöðu fyrir útkall í kvöld.
Reiknað með 20-25 m/s | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2011 | 16:04
Bæði þyrlur og varðskip landhelgisgæslunnar til staðar á landinu ...
.... sjúkkit!
"... já sjómennskan er ekkert grín ...' söng Villi Vill um árið.
Þrátt fyrir gerbreyttar aðstæður á sjó er þetta enn hættu starf. Dauðaslys eru sem betur fer orðin fáheyrð, en slys og veikindi koma reglulega uppá og þá þarf að bregðast hratt og örugglega við.
Það er meira lánið að hægt var að ná í slasaðan skipverja við Vestmannaeyjar á sama tíma og flutningaskipið ALMA þurfti aðstoð við Höfn í Hornarfirði.
Ef þetta hefði gerst í júlí, hefði björgun verið möguleg?
Gæslan sækir slasaðan mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2011 | 01:23
Sveitarfélög skera þjónustu - en ríkisstjórnin horfir sakleysislega í hina áttina og vill færa fleiri verkefni til sveitarfélaga
Upphafið að niðurskurði er á sviði tómstunda ... en vandi margra sveitarfélaga er slíkur að þar verður ekki staðar numið.
Eftir hrun hefur kostnaður vegna velferðarmála aukist um 62% þrátt fyrir mikið aðhald. Fjöldi atvinnulausra dettur nú af atvinnuleysisbótum í hverjum mánuði sem eykur neyð sveitarfélaga.
Forsætisráðherra hefur biðlað til sveitarfélaga að taka að sér frekari og viðameiri verkefni, og talað um að tryggja verði fjármagn. Maður veltir því fyrir sér hvort það verði eitthvað í takt við skjaldborgina um heimilin ...
Ekki til peningur til að opna skíðasvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
3.11.2011 | 19:58
Skíðað í blíðunni á Akureyri
Styttist í skíðavertíðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2011 | 13:57
Hreyfingin kemur með lausnir
Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðikerfi hefur undið uppá sig með alvarlegum afleiðingum ... hér er tillaga að því hvernig má vinda ofan af því.
Sérstaklega áhugavert að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar eru mjög uppteknir af því að úthrópa að allir séu að gagnrýna en enginn komi með lausnir. Bendi einnig á tillögur Hagsmunasamtaka Heimilanna um úrræði fyrir heimilin í landinu.
Hreyfingin leggur fram fiskveiðifrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2011 | 08:44
Ofurskattar og skattleysismörk
Ef skattleysismörk einstaklinga væru alltaf beintengd við grunnframfærslukostnað miðað vð fjölskyldustærð væri ég tilbúin til að sætta mig við kerfið að öðru leiti.
Í dag eru skattleysismörk einstaklings rétt um 130 þús. en ættu að vera rétt undir 250 þús., en lágmarks framfærslukostnaður einstaklings til skamms tíma var reiknuð 211 þús í byrjun árs.
Það hefur aftur á móti reynst fjórflokknum auðveldast að seilast í vasa fátæklinganna, enda borga þeir ekkert í kosningasjóðina. Sjálfstæðisflokkur hefur þó lagt fram tillögur til leiðréttingar skattkerfisins, þeir vilja afnema hátekjuskattinn, enda ekki meira leggjandi á vesalings hátekjufólkið ...
Manni verkjar í hjartað ...
Skattar keyrðir úr hófi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.11.2011 | 18:24
Stórt skref í átt að réttlæti
Skráning hvítvoðunga í trúfélög er ekki hætt með þessu frumvarpi þar sem, ef ég skil það rétt, eru hvítvoðungar skráðir sjálfkrafa í trúfélag/lífsskoðunarfélaga ef um er að ræða að foreldrar í sambúð/hjónabandi séu í sama félagi eða einn aðili með fullt forræði.
Ástæða þess að skrá ungabörn í trúfélög er mér hulin, enda þau fædd trúlaus!
Ef þau áskapa sér trú væri þeim síðan í sjálfsvald sett að skrá sig í hvaða trúfélag sem er við 18 ára aldur.
Þetta frumvarp er vissulega skref í rétta átt, en af hverju að skrá þau við fæðingu? Ekki borga þau sóknargjöld fyrr en við 18 ára aldur.
Ótilgreind staða við fæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.11.2011 | 13:48
Ríkisstjórnin sem þurrkaði upp millistéttina á Íslandi
Eftir nýlegar fréttir um að 80% já áttatíu prósent einstæðra foreldra er í vandræðum með að láta enda ná saman er þessi ræða forsætisráðherra sem blaut tuska í andlitið.
Núverandi ríkisstjórn hefur unnið að því dag og nótt að þurrka upp millistéttina sem hefur gengið ótrúlega fljótt og 'vel' fyrir sig.
Eru útrýmingarbúðir fyrir öryrkja næst á dagskrá?
En sem betur fer munu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar mætt á alþjóðlegar ráðstefnur og sagt öðrum hvað ALLIR hafði það dásamlegt í himnaríki!
Misskipting á ekki að þrífast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)