Er búin að kaupa NEYÐARKONU og sendi þakkarkveðju til sjálfboðaliða hjálparsveitanna

Á föstudaginn síðastliðinn náði ég loksins að kaupa neyðarkonu Hjálparsveitanna þar sem ég var stödd í Staðarskála á leið í menninguna. Í ár er neyðarkallinn sem sagt skíðakona og sómir hún sér vel með lyklunum mínum.

Mér varð hugsað til Hjálparsveitanna rétt í þessu þegar ég fór út á svalir til að bjarga nokkrum lauslegum munum þannig að þeir færu ekki á flakk og yllu tjóni. Ég mátti ekki seinni vera, en stólar og borð voru þegar komnir um koll.

Nokkrar sveitir hafa þegar kallað út sitt fólk til að aðstoða þar sem þörf er á vegna veðurofsa og fleiri verða væntanlega kallaðir út í nótt ef marka má rokið hér á Akureyri. Þetta er gríðarlega mikilvægt starf sem ég er ákaflega þakklát fyrir og sendi hér með persónulega þakkarkveðju til allra sjálfboðaliða hjálparsveitanna sem eru í útkalli eða í viðbragðsstöðu fyrir útkall í kvöld.


mbl.is Reiknað með 20-25 m/s
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband