Færsluflokkur: Bloggar

Skjaldborg heimilanna saknað síðan fyrir kosningar

Heimilin í landinu auglýsa eftir svokallaðrði skjaldborg, sem þeim var lofað fyrir síðustu alþingiskosningar. Þrátt fyrir síenduteknar yfirlísingar forsætisráðherra um velgengni ríkisstjórnarinnar við að standa vörð um heimilin í landinu eru nú um helmingur heimila sem berjast í bökkum. Tugir prósenta eru í vanskilum með ósvífin innheimtufyrirtæki í leik hrægamma að innheimta ólögleg og/eða stökkbreytt lán.

Hagsmunasamtök Heimilanna eru að standa sig gríðarlega vel. Ég hvet alla sem ekki eru þegar félagar í samtökunum að skrá sig hið snarasta.


mbl.is Harka hlaupin í innheimtuaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðargjaldmiðill Samfylkingarinnar

Maður hefur vissulega heyrt að gott sé að fjárfesta þegar verðið er lágt, en enginn myndi samt kaupa rotinn mat eða ónýta vöru vís vitandi ... eða jú annars ...
mbl.is Hriktir í stoðum evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðsamir mótmælendur þvælast fyrir lögreglu

Eins og í fyrri færslu bendi ég á þrýsting lögreglu, blaðamanna og hins opinbera til að gera friðsama mótmælendur ofbeldisfulla.

Hvernig væri að venda sínu kvæði í kross og fara að hlusta?


mbl.is Saka lögregluna um offors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandi stjórnvalda gagnvart friðsömum mótmælum

Mótmæli eru að verða daglegt brauð á Íslandi, enda ástæður nægar til að safnast saman.

  • Fátækt
  • Rán bankanna á eigum almennings
  • Vanhæfi þeirra sem sitja á Alþingi
  • Sjávarútvegsstefna sem búið er að dæma sem mannréttindabrot
  • Auðlindastefna sem rírir eign þjóðarinnar
  • Og margt, margt fleira ...

það sem vekur hvað mesta athygli mína er að mótmælendur eru (nánast) alltaf friðsamir, mótmælin fara vel fram, enginn meiðist og ekkert er skemmt.

Fjölmiðlar sína þessu ákaflega lítinn áhuga enda enginn hasar til að auka lestur. Ef til vill er það eingöngu vegna þess að flokksgögnin vilja láta sem allir séu glaðir og allir hafi það fínt!

Stjórnvöld hafa að mestu látið sem þau sjái ekki mótmælin, með því að bregðast finnst þeim ef til vill sem þau væru að viðurkenna málstað mótmælenda með einhverjum hætti. En líklega bíða stjórnvöld þess þolinmóð að örfáir aðilar missi þolinmæðina og beiti ofbeldi svo afskrifa megi allar þessar þúsundir sem hafa mætt og mótmælt sem ofbeldismenn og ribbalda sem óþarfi er að taka mark á!


mbl.is Tjaldbúar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvennfélög innan félaga/flokka tímaskekkja

Um leið og ég óska Jarþrúði til hamingju með stöðuna og einnig hinum 27 konum sem taka þarna við sæti í stjórn eða varastjórn velti ég því fyrir mér hvort kvennfélög innan flokka séu í eðli sínu þannig að konur eru settar í þjónustuhlutverkið á meðan karlarnir ræða þjóðmálin?

Eru þær einhvernvegin öðruvísi félagar? 

Er þetta til þess fallið að ýta undir jafnrétti og jafnt vægi kvenna og karla í stjórnmálum?

Er til Landsamband sjálfstæðiskarla?


mbl.is Jarþrúður formaður sjálfstæðiskvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. svarar fyrir gjörðir sínar

Mikið vildi ég vera fluga á vegg þar sem Steingrímur J. tafsar við að útskýra af hverju helmingur þjóðarinnar er að berjast í bökkum á hans vakt. Læt samt flugnahaminn liggja og bíð kvöldfréttanna.

Mikið vona ég að grasrótin hafi bein í nefinu og láti kallinn róa!

 


mbl.is Tvö í framboð gegn Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilum fórnað fyrir bankana - takk ríkisstjórn!

þá er tölfræðin komin: Rétt um 80% heimila einstæðra foreldra eiga erfitt með að ná endum saman og MEIRA EN HELMINGUR ALLRA HEIMILA Í LANDINU!

Ég vil gjarna heyra viðbrögð forystumanna Samfylkingar og Vinstri Grænna, sem hafa verið upptekin við að segja okkur að allt sé í fína lagi. Það var einmitt mjög áberandi á nýafstöðnum Landsfundi Samfylkingar að allir voru sammála um frábæran árangur forsætisráðherra! (Hvað ætli hefði þurft til að grasrót Samfylkingar væri óánægð?)

Vinstri Grænir halda sinn landsfund nú í lok mánaðar ... ég hef ekki trú á að sú grasrót verði eins sátt. Ennfremur vona ég svo sannarlega að Steingrímur J. verði settur af sem formaður fyrir að bregðast þjóðinni.

Manni verkjar í hjartað ... 


mbl.is Mörg heimili í vandræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er almenningurinn í landinu?

Ekki er nóg með að konur séu óþarfa aukahlutir á hvítþvotta ráðstefnu ríkisstjórnarinnar og AGS heldur virðast fjölskyldur í heild vera tabú, að ekki sé minnst á fátæka og örykja.
mbl.is Hvar eru konurnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugaðir Íslendingar halda áfram að mótmæla

Við Hörpu eru þegar mættir nokkrir hugaðir Íslendingar sem láta ekki berja sig niður með ósanngirni, hótunum og 'talnamengun'.

Við höldum áfram að berjast fyrir því að réttar upplýsingar komist til skila, þar til almenningur stígur uppúr öskunni, þar til réttlæti er náð! 

Komdu og stattu með okkur núna í hádeginu!  


mbl.is Mótmælt við Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband