Rétt skal vera rétt og hlutir settir í samhengi, háttvirtur velferðarráðherra. Konur á landsbyggðinni þurfa að fara allt að 700 km til að fá viðunandi þjónustu vegna fæðinga!

Konur á landsbyggðinni eru að mörgu leiti álíkar kynsystrum sínum á höfuðborgarsvæðinu. Þær fara til vinnu, sinna áhugamálum, borga reikningana eftir bestu getu, eignast maka, stundum í kjölfar þess að eignast maka þó það verði ekki útfært hér frekar, verða konur óléttar og fæða börn um níu mánuðum síðar!

Þegar konur verða óléttar á höfuðborgarsvæðinu sækja þær þjónustu til mæðraverndar og mæta síðan uppá fæðingardeild þegar fæðing er farin í gang og hríðarnar eru farnar að verða passlega harðar. 

Þegar konur verða óléttar á landsbyggðinni er málið ekki svona einfalt:

Ef kona er búsett í dreyfbýli þarf hún að mæta í næsta stóra þéttbýli fyrir hverja einustu mæðraskoðun og flytja svo búferlum nokkrum vikum (oftast um þrem vikum) fyrir áætlaðan fæðingardag til eins af stærstu þéttbýliskjörnunum, en oftast verða Reykjavík eða Akureyri fyrir valinu af tveimur megin ástæðum.

A) þar eru konurnar líklegastar til að eiga nána ættingja til að búa hjá (þetta er mjög mikilvægt því fæstir eiga auka pening fyrir 3-5 vikum á hóteli rétt fyrir barnsburð)

B) ef eitthvað bjátar eru Akureyri og Reykjavík einu tveir staðirnir sem bjóða uppá alla nauðsynlega neyðarþjónustu á staðnum (hér gæti verið að ég sé að lofa uppí ermina á mér hvað Akureyri varðar)

Tökum dæmi um áhættumeðgöngu og móðirin er búsett á Seyðisfirði:

Næsta sjúkrahús með fæðingardeild er á Norðfirði í 97km. fjarlægð þar sem fara þarf yfir tvo hættulega fjallvegi sem lokast gjarna í vondum veðrum og ein einbreið göng sem einnig lokast stundum á vetrum. Eins og sjá má á vef deildarinnar eru hraustar konur boðnar velkomnar en ef eitthvað kemur uppá þarf að hafa samband við fæðingalækna sem eru á Akureyri. 

Kona í áhættumeðgöngu er því hvorki velkomin eða æskileg á þessari deild og hefur því einungis um það að velja að fara tímanlega til Akureyrar (288km.) eða Reykjavíkur (679km.) þar sem hún skal bera allan kostnað af uppihaldi sjálf.

Svo veltir fólk því fyrir sér af hverju konur flýja landsbyggðina ...

 

 


mbl.is 250 km á næstu fæðingardeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband