Seint koma sumir en eru sérstakir þó

"Mikið var að beljan bar" heyrðist reglulega í mínu ungdæmi þegar biðlundin var á þrotum og kemur mér aftur í hug nú, þegar þrjú ár eru frá hruni ef mér telst rétt til og ENN ER BEÐIÐ EFTIR ÁKÆRUM FRÁ EMBÆTTI SÉRSTAKS SAKSÓKNARA.

Mikið væri gaman að fá hans sýn á það hvort raunverulegir höfuðpaurar hrunsins muni nokkurntíma gjalda fyrir gjörðir sínar? 

Hvað veldur að biðin er svona löng eftir ákærum, og þá ákærum sem halda?


mbl.is Líklega fleiri í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Björk. Það er ekki gott að segja til um hvað tafði málin. Miklar flækjur í svikaneti heimbanka-ræningja-þjónanna taka lengri tíma í rannsókn, til að greiða úr netaflækjunum, heldur en smávægilegar netaflækjur í smákrimma-samfélaginu.

Allir sem einhvertíma hafa greitt úr raunverulegum og bókstaflegum netaflækjum, skilja hvað ég á við með þessari samlíkingu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.11.2011 kl. 20:36

2 Smámynd: BJÖRK

Takk fyrir innlitið Anna Sigríður.

Ég velti því fyrir mér af hverju þetta tekur svona langan tíma hér þegar forsvarsmenn banka í Bandaríkjunum voru dregnir í burtu í handjárnum samdægurs og réttað var yfir þeim innan skamms tíma.Hvað veldur þessum svakalega mun?

BJÖRK , 30.11.2011 kl. 21:05

3 identicon

Björk

 Getur verið að  Bandaríkjamenn séu einfaldlega betri í því að setja á svið leiksýningar?

Get ekki betur séð en að topparnir í BNA hafi sloppið, og sumir hverjir ennþá í ríkisstjórn Obama, með puttana í bankamálum..

bofs bloggari hefur verið duglegur að fylgjast með, mæli með blogginu hans.

magus (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband