Til hamingju Palestína og til hamingju Ísland

Um leið og ég sendi mínar heitustu óskir til Palestínu um bjarta framtíð og betri daga hugsa ég til íslenskra ríkisstjórna sem er búnar að horfa uppá þennan hrylling síðan 1967 án þess að aðhafast neitt sem skiptir máli.

Við erum friðsöm þjóð og herlaus. Það er mín einlæg von að við verðum herlaust svæði um ókomna tíð. Við eigum rauðnverulega möguleika á að ganga í broddi fylkingar annarra þjóða með kyndil friðar og virðingu fyrir öðrum þjóðum og þjóðarbrotum. 

Við erum klárlega betri útávið ... 


mbl.is Samþykktu að viðurkenna fullveldi Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tek heilshugar undir þetta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.11.2011 kl. 19:31

2 Smámynd: BJÖRK

Takk fyrir Axel Jóhann. það væri vissulega til blessunar ef við fókusuðum betur á það sem við erum góð í

BJÖRK , 29.11.2011 kl. 19:59

3 Smámynd: BJÖRK

það er ekki margt sem þér er vel við Vilhjálmur!

Ofsatrúarfólk eða ofsagræðgisfólk er að sjálfsögðu skelfilegt, hvaðan sem það kemur og hver sem þeirra trú er. Fólkið í Palestínu átti sitt eigið land og var sjálfstæð þjóð þar til einhver dásemdar gáfumaðurinn ákvað að 'skapa' Ísrael á kostnað nágrannaþjóðanna. Án þess að taka neina afstöðu til Ísrael er alveg ljóst að það er virkilega kominn tími á að græða þau sár!

BJÖRK , 29.11.2011 kl. 20:11

4 identicon

Segist ekki Vilhjálmur hafa unnið þarna niðurfrá og kynst þessu fólki persónulega. Það er merkilegt að illa upplýst fólk tekur aldrei mark á þeim sem reynsluna hafa. Ég hef sjálfur búið elendis yfir tvo áratugi, en það er að sjálfsögðu ekkert að marka hvað ég segi, ef ég er sammála Vilhjálmi. Það passar ekki vinstra liðinu, sem múslimar kalla "nytsömu idiotin á vesturlöndum". Þið verðið að fara að athuga ykkar gang, áður en það verður of seint, það er bara svo einfalt! En gáfurnar eru ekki meiri en Guð gaf.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 20:36

5 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Tek undir það að það er rétt skref sem höfum tekið, fyrirkomulag það sem viðgengist hefur er óásættanlegt fyrir nokkra þjóð. Hinsvegar finnst mér ekki alveg rétt túlkað að við séum friðelskandi herlaus þjóð. Við erum aðilar að Atlandshafsbandalaginu sem í dag er ekkert annað en árásarbandalag og verkfæri fyrir stjórnvöld, sérstaklega Bandarísk og Bresk. Sem þessi ríki beita fyrir sig í útþenslustefnu sinni og ásælni í olíu og aðrar auðlindir. Sem dæmi má nefna innrásir þeirra á Írak, Afganistan og nú síðast Libyu. Og meðan við erum aðildarþjóð Nató hljótum við að teljast meðábyrg í þessum árásarhernaði.

Steinar Þorsteinsson, 29.11.2011 kl. 20:50

6 Smámynd: BJÖRK

V. Jóhannsson: Það hafa fleiri en Vilhjálmur ferðast og starfað á þessu svæði án þess að sýna þá fordóma sem hann ber hér á borð. Ég hef sjálf verið búsett árum saman í Bandaríkjunum og kannast ekki við þær lýsingar á Gyðingum sem hann ber fram.

Það að kalla þá heimska sem leitast við að sýna skilning og manngæsku segir væntalega meira um þig en aðra ...

BJÖRK , 29.11.2011 kl. 21:14

7 Smámynd: BJÖRK

Steinar: Við höfum verið án herskyldu, en vissulega er okkar þátttaka í NATÓ ljótur blettur á sögunni. Sama má segja um sérstakan stuðning Halldórs og Davíðs við stríðsrekstur í Afganistan.

Þrátt fyrir þetta tel ég okkur vera eina friðsömustu þjóð í heimi!

BJÖRK , 29.11.2011 kl. 21:26

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Björk, ég er innilega sammála þér og tek undir hvert orð sem þú skrifar í þessum pisli þínum. Þetta er eitt það jákvæðasta sem komið hefur frá Alþingi lengi, á sennilega eftir að lyfta áliti manna á Alþingismönnum örlítið upp á við. Það vekur furðu mína að Sjálfstæðisþingmenn eins og þeir leggja sig þora ekki að greiða athvæði með þessari tilögu. Vonandi verður þetta til þess að við íslendingar stöndum betur með fólkinu í Palestínu, það á það svo sannarlega skilið.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.11.2011 kl. 21:37

9 identicon

Ég saði aldrei "heimskt" ég sagði " ílla upplýst" sem íslendingar eru að stórum hluta og er höfuðvandamálið, því miður.

Fjölmiðlar á Íslandi eru með ólíkindum lélegir fréttamiðlar og íslendingar oft eins og álfar út úr hól, þegar eitthvað erlent er í umræðunni og þá sérstaklega pólutískt. En það vantar ekki þvælinginn á það á erlenda grund og svo kemur það jafn "illa upplýst " til baka.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 22:06

10 Smámynd: BJÖRK

Takk fyrir innlitið og góðar kveðjur Sigmar.

Þetta lyfti svo sannarlega upp Alþingi þó svo að í skamma stund væri. Maður er þó hugsi yfir þögn Sjálfstæðisflokks í málinu.

BJÖRK , 29.11.2011 kl. 22:10

11 Smámynd: BJÖRK

V. Jóhannsson: Ég vek athygli þína á því að hér koma allir fram undir fullu nafni nema þú!

Fólk er oft á tíðum illa upplýst og hérlendis eiga fjölmiðlar stóran þátt í því með einhliða og oftar en ekki leiðandi umfjöllun. Nú á tímum hefur almenningur svar við hvítþvotti fjölmiðla með samskiptasíðum og bloggi. Mikilvægt er að umræða á þessum miðlum sé bæði málefnalegt og eins rétt og mögulegt er að bjóða uppá, án skætings.

Þegar ég sagði þig hafa talað um heimsku var ég að benda á "illa upplýst" í tengslum við "En gáfurnar eru ekki meiri en Guð gaf." Setti þar saman tvo og tvo og þóttist greina fjóra.

BJÖRK , 29.11.2011 kl. 22:30

12 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Björk..Ég benda þér á að svokallaðir Palestínumenn hafa svo lengi sem menn muna veriði í raun Landlausir ofstoppamenn af mörgum Ætthvíslum.Væriðu búsett þarna niðfrá í smá tíma þá kæmistu að því sem er í raun og eftir það mundirðu ekki hafa hátt um þá þjóðflokka sem búa fyrir botni Miðjarðarhafsins.Hvað þingmenn að reina fegra sig með því að blessa yfir þetta Fólk.Hafa þeir ekkert að gera fyrir þá sem kusu þá.Svo á að dæla 450milljónum í eithvert friðarverkefni..Látum þessar þjóðir útkljá sín mál sjálf,notum þessa peninga fyrir þá sem þurfa þess með hér heima.

Vilhjálmur Stefánsson, 29.11.2011 kl. 23:56

13 identicon

Til hamingju Palestína og til hamingju Ísland

Rétt hjá þér Björk, það var mikið að þessi ríkisstjórn gerði eitthvað af viti, annars skil ég ekki þennan Sjálfstæðisflokk hér er studdi við stofnun og sjálfstæði Ísraels 1948, og styður nú við Ísrael gegn viðurkenningu á fullveldi Palestínu.

Það var greinilega í góðu lagi að stofna Ísraelsríki á kostnað Palestínumanna,  og síðan finnst þeim það í góðu lagi að Ísraelsmenn hafi þessi yfirráð yfir Palestínumönnum á öllum herteknu svæðunum, en það að veita Palestínumönnum sjálfstæði finnst þessum Sjálfstæðismönnum hér of mikið. 

Þessi Sjálfstæðisflokkur hér á landi er í raun og veru ekki Sjálfstæðisflokkur að neinu viti      

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 00:29

14 Smámynd: BJÖRK

Vilhjálmur: Ég var ekki búin að sjá neitt um 450 milljónir eða í hvað slíkar fjárhæðir ættu að fara og myndi gjarna vilja kynna mér það betur.

Eins tel ég mikilvægt að ástandið þarna niðurfrá, eins og þú kallar það sé upplýst á eðlilegan og hlutlausan hátt. Ef þú telur þig hafa aðra sögu að segja en fram hefur komið í umfjölluninni hvet ég þig eindregið til að koma henni á framfæri sem víðast skriflega og helst einnig í sjónvarpi.

BJÖRK , 30.11.2011 kl. 00:35

15 identicon

Vilhjálmur Stefánsso

"Væriðu búsett þarna niðfrá í smá tíma þá kæmistu að því sem er í raun og eftir það mundirðu ekki hafa hátt um þá þjóðflokka sem búa fyrir botni Miðjarðarhafsins"

Ég hef búið í Palestínu. og Palesínufólk upp til hópa eru mjög gestrisnir og almennilegt fólk, maður fer hvergi um svangur og í næstum öllum tilfellum er hellt uppá kaffi og með því.  Það eina sem ég sá var fólk sem vill lifa í friði frá áreiti settlara og hermanna sem á hrottalegasta hátt áreita börning þeirra og gamalmenni! Eina fólkið sem hrækti á mig, grýtti mig og í einu tilfelli reyndi að keyra mig niður voru Ísraelsmenn, mér finnst það segja nokkuð um hvernig ástandið er!

Agnes (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 06:05

16 Smámynd: BJÖRK

Agnes: Kærar þakkir fyrir að koma með þína hlið í málinu!

BJÖRK , 30.11.2011 kl. 08:05

17 identicon

http://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/entry/1207788/

Lestu Jón Magnússon og þá skilur þú, hvers vegna ég kem ekki fram undir fullu nafni. Veit um konu, sem "vinstra treskið" ætlaði að "trakasera" vegna skoðanna á blogginu, sem ekki hentaði þeim.( um múslima ).

Þeir fundu út hvar hún átti heima og tilkynntu það á bloggini, því það átti að gera atlögu að hennar heimili, en á síðasta augnabliki áttuðu þeir sig á því að konan sem þeir ætluðu að "trakasera" var handiköppuð ung stúlka með sama nafn. Já, við getum talað um siðleysi og mannvonsku þar sem vinstra treskið er annars vegar. Nei. aldrei undir fullu nafni.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 08:34

18 Smámynd: BJÖRK

Mannvonskan er víða og osfstæki er alltaf slæmt V. Jóhannesson. Ég vildi sérstaklega benda þér á að mér var gert af moggablogginu að fjarlægja fyrstu færslu Vilhjálms þar sem hún:

Ein athugasemdanna við færsluna "Til hamingju Palestína og til hamingju Ísland", http://eldlinan.blog.is/blog/eldlinan/entry/1208202/, á síðu þinni brýtur að okkar mati í bága við skilmála blog.is en þar stendur meðal annars:

"Notanda er óheimilt að miðla háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, sbr. 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940."
Þeir eru sem sagt sammála mér um að þetta hafi verið ómálefnalegt og ganga skrefinu lengra og telja það ólöglegt!

BJÖRK , 30.11.2011 kl. 10:54

19 Smámynd: Umrenningur

Norðmenn eru í hugum margra Íslendinga afturhaldssamir ofurkrissar. Þessi alhæfing er að sumu leiti rétt, Norðmenn voru þekktir fyrir allskyns kreddur en það er að breytast mjög hratt eftir að þeir ásamt nágrönnum okkar Færeyingum eru að komast inn í nútímann. Það er ekki svo langt síðan Íslendingar upp til hópa voru í svipaðri stöðu og sumir ónefndir virðast reyndar fastir í fortíðinni.

Hér er umfjöllun um löngu tímabæra afgreiðslu Alþingis í ABCNyheter í Noregi, ég mæli með að fólk lesi kommentin undir fréttinni.  http://www.abcnyheter.no/nyheter/2011/11/30/islands-folkevalgte-anerkjenner-palestina  

Umrenningur, 30.11.2011 kl. 19:03

20 Smámynd: BJÖRK

Takk fyrir þetta Umrenningur, gaman að sjá jákvæðar viðtökur almennings!

BJÖRK , 30.11.2011 kl. 20:04

21 identicon

Líf fólks á þessum landsvæðum hefur verið eyðilagt með trúarbrögðum Abrahams; Gyðingdóm,kristni og íslam. þarna mun aldrei verða friðurm, né möguleika á réttlæti svo lengi sem þessi trúarbrögð eru virt.

Það er staðreynd

DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband