Skjaldborg heimilanna saknað síðan fyrir kosningar

Heimilin í landinu auglýsa eftir svokallaðrði skjaldborg, sem þeim var lofað fyrir síðustu alþingiskosningar. Þrátt fyrir síenduteknar yfirlísingar forsætisráðherra um velgengni ríkisstjórnarinnar við að standa vörð um heimilin í landinu eru nú um helmingur heimila sem berjast í bökkum. Tugir prósenta eru í vanskilum með ósvífin innheimtufyrirtæki í leik hrægamma að innheimta ólögleg og/eða stökkbreytt lán.

Hagsmunasamtök Heimilanna eru að standa sig gríðarlega vel. Ég hvet alla sem ekki eru þegar félagar í samtökunum að skrá sig hið snarasta.


mbl.is Harka hlaupin í innheimtuaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Held að þú hafir misskilið eitthvað við skjaldborgina. Skjaldborgin átti aldrei að verja heimilin, enda er um að ræða skjaldborg um heimilin, þ.a.s. gegn heimilunum. Um það snérist orðræða samfylkingarmanna um "að slá skjaldborg um heimilin" og því má seigja að ríkisstjórnin sé að gera nákvæmlega það sem þau sögðust ætla að gera.

Það er þitt að skilja það sem þau setja fram, þau lýstu yfir stríði gegn heimilunum 2009 og fólk fagnaði, eins sorglegt og það kann að hljóma

Brynjar Þór Guðmundsson, 2.11.2011 kl. 19:53

2 Smámynd: BJÖRK

Ég myndi hlægja að orðaleiknum ef þetta væri ekki eins grátlegt og raun ber vitni ...

BJÖRK , 2.11.2011 kl. 20:09

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Af hálfu flokkana stóð aldrei til að slá neina skjaldborg um heimili landsins. Það var ljóst fljótlega eftir kosningar 2009. Hins vegar var slegin skotheld skjaldborg um fjármálafyrirtækin. Þess vegna dugar almenningi ekkert annað en bylting vilji hann fá leiðréttingu sinna mála. Svo er nú það.

Arinbjörn Kúld, 2.11.2011 kl. 20:20

4 Smámynd: BJÖRK

Lifi byltingin!

BJÖRK , 2.11.2011 kl. 20:26

5 identicon

Af hverju hefur enginn kært fjármálastofnanirnar enn fyrir vörslusviptingar og af hverju afhendir fólk þeim bíllyklana? Og hvernig stendur á því, að lögreglan aðstoðar fjármálafyrirtækin við vörslusviptingarnar? Það skyldi þó ekki vera vegna þess, að íslenskir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn hafi í gegn um árin þegið mútur (styrk í kosningasjóði)? Þetta er svo rotið þjóðfélag að það hálfa væri nóg. Réttlæti í þessum málum mun ekki fást nema málunum verði vísað til Evrópudómstólsins. Ég er löngu fluttur úr landi og mun aldrei setjast að á Íslandi framar. Íslendingar hefðu betur verið áfram undir Dönum. Það er lítið gagn í því, að guma af því að eiga eigin þjóðfána en geta ekki keypt salt í grautinn.

Stebbi (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 20:26

6 Smámynd: BJÖRK

Stebbi: Það sama er málið með kvótakerfið, þegar fjórflokkurinn er í stjórnarandsstöðu vill hann afnema núverandi kerfi, en síðan þegar hann situr í stjórn er allt í einu ekkert hægt að gera ...

BJÖRK , 2.11.2011 kl. 20:49

7 identicon

Ef maður gerir samning um kaup á bíl, fær lánaða peninga og lofar að borga til baka.  Hver á þá réttinn þegar maður hættir að borga? Hver er vondi kallinn? Er það lánafyrirtækið sem lánaði fyrir bílnum og vill fá verðmætin til baka eða sá sem keyrir um á bíl í eigu lánafyrirtækis án þess að greiða af samkvæmt samkomulagi?

Það hafa komið nokkur svona mál í fjölmiðla og umfjöllunin er nánast alltaf einhliða orðræða frá lántaka um hvað lánveitandinn er ömurlega ósanngjarn.  Þó hafa komið upp tilvik sem lántaki kjaftar svo óvart af sér og kemur þá oft í ljós að framferði hans var á engan hátt til fyrirmyndar.  Viðkomandi hafði þá hætt að borga af bílnum, ekið um á honum í marga mánuði eða jafnvel ár, ekki borgað tryggingar og sektir og það svo lent á lánafyrirtækinu.  Lánafyrirtækin eru bundin trúnaði um sína viðskiptavini og geta ekki borið fyrir sig sannleikann í málinu. 

Það er svo allt annað mál hvort lánin hafi hækkað óeðlilega mikið og þá þarf lántaki að sýna fram á það.  En það ber að benda á að nú þegar er búið að endurreikna öll gengistengd lán og skala þau niður miðað við lægstu vexti seðlabanka íslands.

Njáll (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband