Hvar er almenningurinn í landinu?

Ekki er nóg með að konur séu óþarfa aukahlutir á hvítþvotta ráðstefnu ríkisstjórnarinnar og AGS heldur virðast fjölskyldur í heild vera tabú, að ekki sé minnst á fátæka og örykja.
mbl.is Hvar eru konurnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru margir sem ekki eiga fyrir farinu til skrauthallarinnar. Aðrir eru svangir og slappir og nægilega niðurdregnir vegna sjúkdóma, atvinnuleysis og útskúfunar kvennaveldisis í ríkisstjórninni, til að koma sér ekki á staðinn.

Minni á að konur eru ekkert skárri mannskepnur en karlar, þegar þær eru komnar í fílabeinsturnana.

Mannskepnurnar verða allar grimmar við slíkar þæginda-aðstæður, virðist vera, en ekki bara karlar.

Réttlát gagnrýni almennings og heiðarlegir fjölmiðlar geta veitt aðhald, til að hindra að spillingin verði enn meiri en orðið er, og það má aldrei slaka á í gagnrýninni. Rýnum til gagns fyrir alla.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.10.2011 kl. 12:05

2 Smámynd: BJÖRK

Takk fyrir þetta Anna Sigríður. Vandinn er einmitt þessi að fátækt er orðin það mikil og útbreydd að fjölmargir þeirra sem eiga erindi í þessi mótmæli og vilja gjarna taka átt, eiga ekki krónu fyrir strætófari því þetta er langur mánuður og mánaðarmót nálgast óðum.

Fátækt er aðkallandi vandi sem hverfur ekki með því að láta sem hann sé ekki til!

BJÖRK , 27.10.2011 kl. 12:17

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Já hvar eru konurnar ? Maður er bara brjál.

Er búinn að grýta sjónvarpinu út um gluggann og er að bisa við sófasettið...

hilmar jónsson, 27.10.2011 kl. 12:17

4 Smámynd: BJÖRK

já það má alveg gera góðlátlegt grín, en konur eru ekkert betri en karlmenn, ekkert verri heldur, þær eru um helmingur landsmanna og eiga skilið að vera hluti af umræðunni. Við þurfum að opna umræðuna þannig að fjölskyldur, konur, börn og fátækt séu ekki bara óviðkomandi þegar efnahagsmál eru rædd.

Grunnurinn að hagkerfinu eru jú neytendur, fjölskyldur, konur og karlar!

BJÖRK , 27.10.2011 kl. 12:51

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Hjartanlega sammála.

hilmar jónsson, 27.10.2011 kl. 12:56

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góðar ábendingar!

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2011 kl. 12:26

7 Smámynd: BJÖRK

eftir fréttir dagsins virðist það staðfest að fátækir eru meirihluti Íslendinga ... jibbí!

BJÖRK , 28.10.2011 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband