Stöndum með almenningi!

Reykjavík 25. apríl 2012

Til þingmanna

Við undirrituð skorum á ykkur að sýna Grikkjum samkennd og setja saman þingsályktunartillögu um að Alþingi Íslendinga lýsi yfir stuðningi við grísku þjóðina sem líður fyrir aðför fjármálaaflanna.

Það er löngu orðið tímabært að þjóðþingin í Evrópu bregðist við neyðarhrópum grísks almennings; neyð þjóðar sem stafar af aðgerðum fjármálakerfisins. Ykkur til upplýsingar viljum við vísa í tvær góðar heimildir um aðdragandann og ástandið í Grikklandi:

1) Grein tónskáldsins Mikis Theodorakis “The Truth about Greece” þar sem hann rekur það sem máli skiptir til að skilja stöðu Grikkja í dag.

2) Heimildamynd blaðakonunnar Alexandra Pascalidou, Vad är det för fel på grekerna? (Hvaða vandamál hrjáir Grikki?) um síversnandi aðstæður almennings sem eru tilkomnar fyrir þær aðgerðir sem gripið hefur verið til af grískum stjórnvöldum að kröfu fjármálaaflanna.

Þögn þjóðþinga Evrópu sem hafa daufheyrst við neyðarhrópum grísks almennings er skammarleg. Þess vegna viljum við höfða til samkenndar ykkar þingmanna um að bregðast við kalli hans og leggja fram og samþykkja þingsályktunartillögu þar sem Alþingi Íslendinga fordæmir aðgerðir fjármálaaflanna gegn Grikkjum.

Undirskriftir:

Anna Ólafsdóttir Björnsson, tölvunarfræðingur

Árni Þór Þorgeirsson

Ásthildur Sveinsdóttir, þýðandi

Björk Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi

Elín Oddgeirsdóttir

Elinborg Kristín Kristjánsdóttir, háskólanemi

Fanney Kristbjarnardóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur

Guðrún Skúladóttir, sjúkraliði

Gunnar Skúli Ármannsson, læknir

Helga Garðarsdóttir, ferðamálafræðingur

Helga Þórðardóttir, kennari

Héðinn Björnsson, jarðeðlisfræðingur

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi

Jón Þórisson

Rakel Sigurgeirsdóttir, íslenskukennari

Valdís Steinarsdóttir, skyndihjálparleiðbeinandi


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband