Fjögur kjörtímabil - 16 ár

Ég vil byrja á að taka sérstaklega fram að þetta er ekki ádeila á störf Ólafs Ragnars heldur vangavelta um þann gríðarlega skort á lýðræði sem við búum við.

Íslenskir ráðamenn eiga oft á tíðum erfitt með að sleppa hendinni af því valdi sem þeim er trúað fyrir. Í því samhengi er nærtækast að nefna Davíð Oddsson, Steingrím J. og Jóhönnu, en hvert þeirra telur tugi ára á þingi og fjölda ára í ráðherrastól. 

Þegar kosningar eru, hvort sem það er til forseta eða Alþingis hefur það mikið að segja að fólk þekki til viðkomandi frambjóðanda. Því má teljast nokkuð ljóst að sá sem fyrir er og hefur verið fastagestur í stofum landsmanna á sjónvarpsskjánum hafi nokkuð forskot umfram aðra.

Þegar forsetakosningar eru annarsvegar er virðingin fyrir embættinu einnig að Þvælast fyrir okkur. Við álítum mótframboð á móti sitjandi forseta eiginlega vera bara dónaskapur, þetta er jú forsetinn okkar! Slík samstaða um sitjandi forseta er væntanlega af hinu góða en kemur sannarlega í veg fyrir endurnýjun og þar með eðlilegt lýðræði. 

Þegar stjórnlagaþingráð vann að sínum tillögum (sem virðast núna vera komnar í einhverja skúffuna) vonaðist ég til að sjá þar umtalsverðar lýðræðisumbætur, í formi tíðari skipta embættismanna og kjörinna fulltrúa auk meira vægi undirskriftasafnanna og möguleika á að koma frumvarpi á þing. Mín vonbrigði urðu alger, því miður. 

Undirskriftir hafa í dag álíka mikið vægi og hver önnur skoðannakönnun, ég mun samt skrifa undir þessa (og geri ráð fyrir að gallar hennar verði lagaðir áður en henni verður skilað til forseta) þar sem enginn ætti að vera svona lengi í einu embætti!

Ólafur Ragnar Grímsson, 16 ár er nóg, embættið þarf nýtt blóð!


mbl.is Persónuvernd ekki borist kvörtun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband