2.12.2011 | 14:36
Öll stjórnar og nefndarseta á vegum ríkisins á að vera með sömu þóknun
Mikilvægt er að Árni Páll og aðrir alþingismenn komi sér saman um hver þóknunin eigi að vera fyrir nefndar og stjórnarsetu á vegum ríkisins, einnig mættu sveitarfélög taka sér það til fyrirmyndar. Má þá vissulega miða slíka þóknun við vinnuálag í viðkomandi nefnd eða stjórn þar sem vinnuframlag í slíkar nefndir/stjórnir geta hreinlega verið frá 1-2 fundum á ári uppí það að slaga hátt í hlutastarf.
Það er ekki lengur boðlegt að nefndir og stjórnir sem tengjast fólki, velferð eða mannréttindum séu oftar en ekki ólaunaðar þrátt fyrir gríðarlega mikið vinnuframlag, en ef málið snýst um eignir eða peninga má endalaust hækka þóknun umræðulaust!
Ég legg til að kjaranefnd ákvarði viðkomandi þóknun!
Hækkaði stjórnarlaun um 77% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég legg til að svona nefndarstörf séu ólaunuð enda oftar en ekki þessir aðilar á launum á meðan á nefndarfundum stendur
Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.12.2011 kl. 14:46
Hvað með ferðir Jón? á fólk líka að kosta þær sjálft?
Væri ekki eðlilega að ríkisstarfsmenn fengju ekki greitt en aðrir fengju greitt?
BJÖRK , 2.12.2011 kl. 16:29
Ég held nú að þetta sé ekki alveg svona einfalt Jón að hafa þetta allt ólaunað.
Eins og Björk bendir á getur þetta verið allt frá 1 -2 fundum yfir árið í fast að hlutastarfi og því hlýtur að þurfa að greiða eftir vinnuframlagi. Þar er svo annar vandi og það er að meta vinnuframlagið. Það þarf ekkert að vera í réttu hlutfalli við fjölda funda. Getur líka ráist af því hver alvarlega menn taka sína nefndarsetu hversu vel undirbúnir menn mæta á sína fundi.
Það sem þarna verið að gera var að meta mönum það til tekna að ólíkt mörgum öðrum stjórnarstörfum setur þessi stjórnarseta mönnum afar þröngar skorður með setur í öðrum stjórnum.
Svo lendum við alltaf líka í því að ef við viljum ekki borga fara hæfustu mennirnir annað. Við hefðum sennilega betur valið hæafari (= dýrari) menn í stjórnina hjá Fjármálaeftirlitiu fyrr. Það hefði ef til vill sparað marga milljarða.
Landfari, 2.12.2011 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.