29.11.2011 | 09:50
Vaðlaheiðargöngin algerlega óþörf ...
... þetta landsbyggðarpakk á auðvitað bara að kveikja á tólgarkertunum og hlýja sér við hlið húsdýranna, í stað þess að vera að þvælast á milli staða svona yfir há vetrartímann.
Það er líka alger óþarfi að sækja sér heilbrigðisþjónustu þó svo maður lendi í hjartaáfalli eða heilablóðfalli, a.m.k. svona rétt á meðan lokað er yfir Vaðlaheiðina hálfu og heilu sólarhringana.
Leiðinlegt ferðaveður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var rétt í þessu að lesa Facebook færslu þar sem einn aðili er fastur í Víkurskarði:
"situr fastur í Víkurskarðinu með aldraðan föður sinn sem fékk botnlangakast og þungaða konuna sem er komin að því að fæða... getur ekki einu sinni hringt í Guðfríði Lilju..."
Það væri fínt að senda alþingisliðið yfir Víkurskarðið núna. Kannski sér það eitthvað meira en bankasjukk og tónlistarhús.
Sumarliði Einar Daðason, 29.11.2011 kl. 09:58
Ég held að allir eða allflestir styðji Vaðlaheiðagöng en fólk vill ekki láta ljúka að sér segið sannleikan 60% af kostnaðinum verður innheimtur með vegtoll og afgangurinn úr ríkisjóði því það er nær sannleikanum það gengur ekki að innheimta of hátt gjald þá er það að vinna á móti því sem göngin eiga að gera
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 29.11.2011 kl. 10:36
Mín persónulega skoðun er sú að ríkissjóður eigi að fjármagna göngin alfarið.
Ef þjóðvegur 1 færi í sundur við Mýrdalsjökul, t.d. vegna hlaups eða eldgoss, þá er Víkurskarðið það eina sem tengir stóran hluta suðurlands og alls austurlands við höfuðborgarsvæðið (að undanskildum fáeinum vegslóðum sem þola ekki þungaflutninga). Það eru engir strandflutningar um Ísland.
Sumarliði Einar Daðason, 29.11.2011 kl. 10:48
Sumarliði: Þetta er vissulega 'dauðans' alvara fyrir þá sem búa í Þingeyjasýslum, sérstaklega nú þegar búið er að leggja niður stóran hluta heilbrigðisþjónustunnar á svæðinu og markmiðið er (ef því er ekki lokið) að ekkert verði eftir annað en heimilislæknar.
BJÖRK , 29.11.2011 kl. 11:31
Jón: Ég er alveg sammála þér að vissulega þarf að liggja fyrir hvað þetta kostar í raun. Aftur á móti hefur orðræða sumra þingmanna í þessu máli verið algerlega úti á þekju þar sem þeir bera saman epli og appelsínur án þess að blikna. Vonandi munu menn sammælast um að vinna að þessum vegabótum vel og fagmannlega frá upphafi til enda.
BJÖRK , 29.11.2011 kl. 11:33
Sumarliði: Staða ríkissjóðs er slík að ríkið hefur enga möguleika á að fara í þessar samgöngubætur næstu 10-20 árin ... það er mitt mat að við sem búum hér höfum ekki efni á að bíða svo lengi og því fullkomlega ásættanlegt, að mínu mati, að borga þetta veggjald og fá samgöngubótina!
BJÖRK , 29.11.2011 kl. 11:38
Ég tek undir það með þér Björk.
Auðvita á að fara í þessa framkvæmd strax. Það er búið að reikna þetta fram og til baka í meira en áratug. Ekkert gerist út af stjórnvöldum sem dæla peningum úr ríkissjóði í alls konar óþarfa sem kemur hagsmunum almennings í landinu meira eða minna ekkert við.
Ef ríkið treystir sér ekki í framkvæmdina á eigin spýtur þá á ríkið að sjálfsögðu að styðja við framkvæmdina með öðrum hætti eins og núverandi tillaga býður uppá.
Sumarliði Einar Daðason, 29.11.2011 kl. 12:40
Við skulum ekkert fara að ræða alla vitleysuna sem ríkið eyðir peningum í ...
Það sem mér finnst kannski sorglegast í þessu máli að það eru tvær samgöngubætur sem eru ekki síður mikilvægar sem eru nú komnar alveg út af borðinu næstu árin/áratugina, þar sem þær verða ekki fjármagnaðar með vegatollum eins og Vaðlaheiðargöng. Þetta eru Norðfjarðargöng og göng á Vestfjörðum sem tengja vestur og norðursvæði vestfjarða.
BJÖRK , 29.11.2011 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.