18.11.2011 | 08:58
Mannréttindi skorin niður hjá ríkinu
Þau málefni sem falla undir mannréttindi, svo sem, löggæsla, fræðslumál, velferðarmál og heilbrigðisþjónusta, eru mál sem virðast miðað við umræðu á Alþingi alltaf hafa kostað of mikið. Umræða um niðurskurð í einhverjum þessara málaflokka hefur fylgt umræðum um fjárlög svo lengi sem elstu menn muna.
Ég leyfi mér að halda því fram að allir þessir málaflokkar veita í dag lakari þjónustu í dag en a.m.k. fyrir hrun og velti í því jafnframt fyrir mér hvernig það standist lög að afturför sé í mannréttindum á Ísland?
Skilaði fíkniefnaleitarhundi vegna fjárskorts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þessi hundur passar fínt á öðrum stöðum enn í fátækri lögreglustöð út á landi. Af hverju ekki að hafa hundinn þar sem dópið er, eða alla vega nálægt?
Annars mæli ég með að fólk kynni sér þessi mál almennilega og horfi á raunveruleikann í fíkniefnamálum, og ekki hvernig það vildi að allt væri.... www.leap.cc
Óskar Arnórsson, 18.11.2011 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.