Spörkum í þá meðan þeir eru liggjandi

Það hefur orðið áberandi í kreppunni að þeir sem eiga peninga og eru með iðnaðarmenn og annað fólk í vinnu, misnota í síauknu mæli neyð almennings til að keyra niður laun og borga jafnvel undir töxtum, svart og sykurlaust. Allt fyrir nokkrar auka krónur í hagnað.

Össur virðist hugnast þessi aðferð vel og talar um að það "hafi aldrei verið betri tími til að semja en nú, samningatæknilega séð"

Ég get ekki séð betur en að 'Íslenski hugsunarhátturinn' tröllríði enn öllu.

 


mbl.is Aldrei betra að semja við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er tregur hann Össur...Hann er svo tre... hann Össur!!!!!

Jóhanna (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 15:49

2 identicon

Ef við Íslendingar erum svona miklir skíthælar eins og þú lýsir okkur, þá er ég sammála því að við eigum ekkert erindi að vera í alþjóðasamtökum annarra þjóða....eigum bara að vera heima hjá okkur með skötu í annarri og hákarl í hinni, og skammast okkar.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 15:54

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Helgi Rúnar er þetta það sem þú sérð ef Íslendingar fara ekki í ESB að hafa skötu í annarri hendinni og hákarl í hinni og skammast sín...?

Þeir ESB sinnar sem hugsa svona eiga bágt og eru ekki í raunveruleikanum, svona tal segir bara allt um það sem segja þarf þar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.11.2011 kl. 16:16

4 Smámynd: BJÖRK

Helgi Rúnar: Ég er þarna að vísa í útrásarvíkinga hugsunarháttinn ... enda á vasæll almenningurinn enga peninga og er bara tekinn í það ósmurt ef hann er með eitthvað múður ...

BJÖRK , 8.11.2011 kl. 16:21

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Flestir hafa það bara ágætlega. Það tekur mig hálftíma að keyra í vinnuna sem er í 101 og ég bý í Gravarvoginum.

Allt fullt af bílum sem eru yngri en 2000 árgerð.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.11.2011 kl. 17:50

6 identicon

"Nú er lag", segir stofnfjáreigandinn Össur, sem að auki hefur blóðmjólkað ríkiskúna sjálfum sér til útblásins sældarlífs. "Nú er lag", segir hruna-hjarðsveinn útrásarvíkinganna. Nú sér hann Bravó-Júróspena að sjúga úr ... nú skal dottið í það með útvöldum, Björgólfi Thor og Vilhjálmi Þorsteinssyni gjaldkera þeirra samfýósanna og líkast til fá þeir örvandi lyf frá Actavis og nýjasta sýndarveruleikinn frá CCP, nú eða þá CCCP frá Steingrími og Árna Þór.  Já áfram, er nú stefnt í blindfulla útrás stofnfjáreigendanna í bankasýslu ríkisisins, á kostnað okkar "venjulega fólksins". 

"Já áfram" æpir nú Össur og hugsar með sér "You ain´t seen nothing yet, því Jón Gullnös færir okkur í nefið líka og við hoppum þá og skríkjum"

"Sjáið þið ekki veisluna, sem okkur útrásarpólitíkusum er búin.  Árna mínum Matt skaffaði ég sendiherradjobb, enda hrunráðherra.  Sollu svilkonu kom ég í feitt djobb, enda hrunráðherra?"  Og svo kímir skeggjaði kaupahéðininn og bætir við:

"Hvað eruð þið venjulega pakkið alltaf að röfla um auðlindir til lands og sjávar, eitthvað þurfum við að láta sem gull á asna okkar hinna vel samtryggðu ríkisbíró-teknó-banka-krata í góldmönuðum, sökksuðum, rottusjilluðum og dotsjuðum sýndarveruleikanum." 

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 18:07

7 Smámynd: BJÖRK

Sleggjan og Hvellurinn: Um helmingur heimila er að berjast við að ná endum saman, 80% heimila einstæðra foreldra eru að berjast við að ná endum saman. þannig að nei, flestir hafa það skítt, aðrir ná að láta enda ná saman.

Við stöndum frammi fyrir því að í landinu búa nú tvær þjóðir, sú sem hefur og hin sem hefur ekki.

BJÖRK , 8.11.2011 kl. 19:57

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Flest heimili sem eru að berjast í bökkur eru ofurskuldsett. Verðtryggingin, gengisfallið og háir vextir eru að sliga heimilin í landinu.

Þess vegna er best að ganga í ESB. Þá fáum við laga vexti og verðtryggingin hverfur.

Það er gott að við erum sammála með það.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 09:22

9 Smámynd: Óskar Guðmundsson

S&H.... Rangt og rotið.

Verðtryggingin er ekki ólögleg þó að vissu sé hún siðlaus.

Þar með er heldur ekki sagt, þar sem í ESB hefur hver þjóð rétt á innra rgluverki svo lengi sem það er ekki í mótsögn við heildina, að verðtryggingin leggðist af. 

Annað. Lánin bjóðast okkur ekki daginn eftir að við skrifum undir heldur fremur þegar horfir í endann á upptöku evru eða eftir uþb 10 ár.

Óskar Guðmundsson, 9.11.2011 kl. 09:57

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við fáum evru 2-3ár eftir inngöngu.

En ef það væri ekki nema 10ár er það ekki fínt?

Að lífskjörin batna til langstíma.

Er ekki rétti tíminn að hætta þessar skammtímahugsun. Kenndi hrunið okkur ekki neitt?

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 10:16

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sem betur fer er Samfylkingin í frjálsu falli í skoðanakönnunum.  Sýnir bara hve íslendingar eru vel að sér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 12:08

12 Smámynd: BJÖRK

Evrópa er í sama frjálsa falli og Ísland þessa dagana, vandamálið er grundvöllur hagkerfisins, en innan þess er vaxtastefnan, verðbólga og gjaldmiðlar auk ofuráherslu á hagvöxt sem þeir virðast halda að komi úr lausu lofti.

Það verður engu bjargað með því að fara inní ESB meðan kerfið er hið sama!

BJÖRK , 9.11.2011 kl. 12:56

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Björk. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 13:59

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það er enginn að fara að bjarga neinu.

en við inngöngu á ESB fæst lægri vextir og engin verðtrygging.

það getur ekki verið slæmt.

og engin gjaldeyrishöft. það er ólöglegt að eiga t.d dollar heima hjá sér núna

er það draumalandið.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 19:50

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Reyndu að slá af þessari þráhyggju Sleggja og hvellur. Þú bullar bara eitthvað sem þér hefur verið sagt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 20:04

16 Smámynd: BJÖRK

S & H: Vaxtastig er mismunandi milli landa innan ESB, og verðtryggingunni þarf að aflétta hér á landi, óháð ESB.

Við erum þegar í tollabandalagi við ESB þannig að lítil breyting verður þar á OG gjaldreyrishöft verður hvort eð er að afnema hér fyrr en síðar ... óháð ESB.

Ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekki tekið endanlega afstöðu með eða á móti aðild!

BJÖRK , 9.11.2011 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband