Ofurskattar og skattleysismörk

Ef skattleysismörk einstaklinga væru alltaf beintengd við grunnframfærslukostnað miðað vð fjölskyldustærð væri ég tilbúin til að sætta mig við kerfið að öðru leiti.

Í dag eru skattleysismörk einstaklings rétt um 130 þús. en ættu að vera rétt undir 250 þús., en lágmarks framfærslukostnaður einstaklings til skamms tíma var reiknuð 211 þús í byrjun árs. 

Það hefur aftur á móti reynst fjórflokknum auðveldast að seilast í vasa fátæklinganna, enda borga þeir ekkert í kosningasjóðina. Sjálfstæðisflokkur hefur þó lagt fram tillögur til leiðréttingar skattkerfisins, þeir vilja afnema hátekjuskattinn, enda ekki meira leggjandi á vesalings hátekjufólkið ... Shocking

Manni verkjar í hjartað ...


mbl.is Skattar keyrðir úr hófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svolítið fyndið, að þegar stuðningsmenn þessarar ríkisstjórnar þurfa að hvísla gagnrýni á píningaraðgerðir hennar, þá er oftast talað um fjórflokkurinn þetta eða hitt.

Hvernig væri nú að taka fyrir mestu skattpíningar seinni tíma hér á landi og fjalla um gerðir þessarar ríkisstjórnar í stað þess að koma með útursnúninga úr hugmyndum sjálfstæðismanna í efnahagsmálum þ.e ef þeim verður falin stjórnarmyndun.

Svo er þetta ekki einu sinni hálfsannleikur að Sjálfstæðismenn vilji bara lækka skatta á hæstu tekjur. Þvert á móti segir í þeirra hugmyndum að þeir munu taka til baka, fella út allar skattahækkanir þessarar skattpíningarstjórnar og það yrðu ekki litlar kjarabætur fyrir þá með lægstu tekjurnar ef skattar á vörur og þjónustu yrðu feldir niður að stórum hluta.

En það er ekki VG og Samfylkingin sem er að snúa uppá handleggi almennings - heldur "fjórflokkurinn" og þar verstir af vondum, Sjálfstæðismenn. Hvernig væri að segja hlutina eins og þeir eru!

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 10:37

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Á Íslandi er engin hátekjuskattur, hér er meðaltekjuskattur.. Ef framfærslukostnaður einstaklings er um 250 þ (sem ég held reyndar að sé verulega vanreiknað) þá má reikna með því að það kosti í það minnsta 5-600 þ að reka fimm manna fjölskyldu..

Til að ná því nettó, þá þurfa tekjurnar að vera í kringum milljón á mánuði á heimilið... Ef við segjum að hér séu tvær fyrirvinnur bæði á sæmilegum launum 4- 500 þ brúttó, þá borga báðir einstaklingar "hátekjuskatt" því að mörkin liggja að mig minnir í um 400þkrónum... Ég verð leiðréttur ef að tölurnar eru ekki alveg 100% en ég er mjög nærri lagi...

Hvernig er hægt að halda því fram að það eigi að vera aukaskattur á einstaklnga sem vinna  hörðum höndum við það að framfleyta sinni vísitölufjölskyldu og eru að koma sér þaki yfir höfuðið...?? 

Þessir skattar hafa bitnað mest á ungu fjölskyldufóki sem er að vinna fyrir sinni fyrstu íbúð, og það er skömm að því að "velferðarstjórnin" skuli skattleggja þennan hóp umfram aðra.

Alvöru hátekjuskattur á ekki að byrja fyrr en í fyrsta lagi við 800 þúsundin jafnvel ofar..

Eiður Ragnarsson, 3.11.2011 kl. 11:13

3 Smámynd: BJÖRK

Sveinn: Ef þú hefur skoðað bloggið mitt eitthvað má þér alveg vera ljóst að ég er ALLS EKKI sátt við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Mín helstu áhyggjuefni eru gríðarleg fátækt almennings og skuldsettning þjóðarinnar. Ég verð hér að viðurkenna að ég las ekki björgunarpakka Sjálfstæðisflokksins þar sem mér finnst þeir hafa með því að bera höfuð ábyrgð á hruninu ekki hafa rétt á því að vera að rífa sig. Í raun findist mér, persónulega, eðlilegt að leggja hann niður fyrir svik við þjóðina. Ég aftur á móti valdi að draga fram þetta atriði sem fjallað hafði verið um í fréttum um að leggja niður hátekjuskattinn, af því að það er alveg í takt við hugsunarhátt Flokksins eins og ég sé hann.

BJÖRK , 3.11.2011 kl. 12:43

4 Smámynd: BJÖRK

Eiður: Ég er algerlega sammála þér, hátekjuskattur sem hefst í launatölu sem ég teldi vera sæmilega meðal framfærslu en í raun ekkert mikið meira er fáránlegt.

Síðan þarf auðvitað að skoða launatölur því þær eru ekki í neinum takti við hvað það kostar að lifa!

BJÖRK , 3.11.2011 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband