1.11.2011 | 16:29
Framtíðargjaldmiðill Samfylkingarinnar
Maður hefur vissulega heyrt að gott sé að fjárfesta þegar verðið er lágt, en enginn myndi samt kaupa rotinn mat eða ónýta vöru vís vitandi ... eða jú annars ...
Hriktir í stoðum evrunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mín bara mætt á moggablogg
Það er ekki laust við að maður sé komin með ákveðnar efasemdir um öll þessi evrópumál. En líklega mun evran og esb lifa þetta af allt saman og líta nýjan dag og hver verðum við þá?
Þegar ég var á Spáni um daginn þá voru heimamenn vitlausir í þessar fáu evrur sem ég átti og vildu ekki sjá krónurnar mínar LOL :-)
Meðal okkar ferðalanga var evran, esb, ísland og krónan mikið rædd of það án öfga.
Ég er mikið hugsi þessa daganna um þessi mál.
Kveðja
Arinbjörn Kúld, 1.11.2011 kl. 16:45
Sammála þér Björk, maður kaupir ekki vöru sem er komin FRAM YFIR síðasta söludag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 17:09
Já Ari, einhverstaðar verða vondir að vera ;)
Evran stendur ákaflega illa og óvíst um framtíð hennar á þessari stundu.
Varkárt fólk myndi velja að sitja hjá þar til ljóst er hvar EB og Evran enda þegar allt kreppuástand verður búið, en miðað við spár gæti það orðið nokkuð langur tími.
Að þeim tíma loknum stendur eftir spurningin hvort okkar hagsmunum er betur varið innan eða utan svona risa bákns ...
BJÖRK , 1.11.2011 kl. 17:23
Mín meining er að við munum standa betur, en ef til vill er ég óforbetranlegur sjálfstlæðissinni og vill sjálf fá að ákveða um minn hag, en ekki treysta á eitthvað batterí sem vill taka ábyrgðina. Þess vegna sagði ég mig til dæmis úr þjóðkirkjunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 17:32
Ég tek undir með þér Ásthildur, það að verða peð í EU er ekki alveg að kitla mig neitt sérstaklega þessa dagana. Maður veltir því samt fyrir sér í framhaldinu hvort við viljum þá úr EFTA?
BJÖRK , 1.11.2011 kl. 19:15
Já það held ég en spurningin er um EES?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 19:36
I augnablikinu hef eg eiginlega meiri ahyggjur af hvad skedur her a landi ef evran og evropusambandid hrinur,tvi tott vid seum ekki i Evropusambandinu,ta langar mig ekki ad upplifa ta kreppu sem ta kemur,tvi lang mesti hluti vidskifta okkar er ju vid EU
Þorsteinn J Þorsteinsson, 1.11.2011 kl. 21:12
Efta? eru ekki bar 3 lønd ordin eftir eda eru taug 4,allavegana er ekki eu i efta svo mikid er vist
Þorsteinn J Þorsteinsson, 1.11.2011 kl. 21:13
mikið rétt Þorsteinn, við erum tengd Evrópu sterkum böndum ...
Okkar sérstaða hefur samt sem áður verið árum saman það að vera á milli Ameríku og Evrópu, það verður áhugavert að sjá hvernig sú staða þróast eftir kreppuna og mögulegt fall ...
BJÖRK , 1.11.2011 kl. 23:20
Heil og sæl Björk; líka sem og, aðrir gestir, þínir !
Þorsteinn J Þorsteinsson !
Hvaða Helvítis uppgjafar tónn; er þetta í þér, drengur ?
Manstu; árin fyrir Djöflana, Davíð og Jón Baldvin ? Tiltölulega dreifður mark aður fyrir Sjávarafurðir okkar; hjá öðrum Norður- Ameríku þjóðum - í gömlu Sovétríkjunum (meira; að segja) - og Austur í Asíu, + skreiðin í Afríku.
Evrópu druslan; er sem betur fer, ekkert upphaf - eða endir alls, ágæti dreng ur.
Reyndu; að koma aðeins, niður á jörðina.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 23:54
Takk fyrir innlitið Óskar, mikið rétt, við getum verslað hvar sem er. EN ef Evrópa 'fellur' þá erum við að horfa framá heimskreppu.
BJÖRK , 2.11.2011 kl. 08:20
Já það er samt ósköp lítið sem við getum gert við því. En málið er að við erum sjálfum okkur nóg um svo margt, við eigum nóg að bíta og brenna. Þannig að kreppa myndi fara betri höndum um okkur en marga aðra. Við yrðum auðvitað að minnka við okkur lúxus. En það þurfum við að gera samt sem áður á þessum hörðu tímum. Ég hef til dæmis enga trú á því að við björguðum Evrópusambandinu þó við gengjum inn þar. Það eina sem gerðist væri að við myndum dragast niður með risanum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2011 kl. 10:49
það er ansi flókið að minnka við sig lúxus þegar helmingur þjóðarinnar á erfitt með að láta enda ná saman ...
BJÖRK , 2.11.2011 kl. 14:43
Já ég veit það, ég var ekki að meina það þannig. 'Eg var að reyna að segja að ef heimskreppa skellur á og hungursneið, þá erum við á þessu litla skeri á margan hátt sjálfum okkur nóg. Það á í raun og veru enginn að þurfa að svelta í okkar fámenna þjóðfélagi, það eru hagstjórnarmistök og áhresla á gróða bankanna sem gerir fólk vart matvinnungar hér. Það er óþolandi ástand. Að fólki skuli meinað að bjarga sér. Til dæmis má auka fiskveiðar að stórum hluta með að gefa krókaveiði frjálsa það er nóg af fiski í sjónum, og þangað gætu margir farið til að vinna í fiski. Fyrir utan önnur tækifæri ef allt væri ekki í heljarklóm stjórvalda. Ég man þegar ég var ung og var að koma þaki yfir höfuð vann ég í frystihúsi og gat farið heim með fiskafganga, sem ég gerði oft, og þá var alltaf nóg að borða, þó við ættum ekki fyrir skuldum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2011 kl. 15:21
Ekki matvinnuna á þetta að vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2011 kl. 15:21
Vinnunga
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2011 kl. 15:22
Við erum í dag svo háð innflutningi, og þá er ég ekki að tala um lúxux vörur heldur grunnþarfir eins og olíu fyrir fiskiflotann eða vinnuvélar í landbúnaði. við förum ekki langt einangruð.
BJÖRK , 2.11.2011 kl. 16:40
Þar er ég ekki alveg sammála þér Björk mín. Að vísu er erfitt með olíu á flotan. En þá má segja að við verðum að rafvæða skipin, það er hægt, en við höfum ekki gert neitt út á það vegna þess að það er þægilegra að kaupa oliu. Það má meir að segja láta vélar ganga á lýsi ef út í það er farið. Vinnuvélar það má segja að á margan hátt er þar um bruðl að ræða, því hver bóndi kaupir sín tæki og jafnvel kastar gömu vélinni, þegar málið er að hér á Íslandi eru margir snillingar sem geta smíðað hvaða stykki sem er til að halda gömlu vélunum gangandi.
Ef þú minnist á áburð tilbúin þá er hægt að segja í gamla daga og ennþá bera menn skít á túnin sín og að tilbúin áburður skapar ákveðin vandamál í túnum, til dæmis meira kal og minnkun lífríkis svo sem ánamaðks.
Nei ef til kreppu kemur er enginn þjóð jafn vel sett og við. Og gömlu aðferðirnar eru ennþá til staðar, því ungar konur hafa nú í ríkum mæli tekið upp aðferðir ömmu og langömmu í sápugerð, tauvinnu og slíku. Í þjóðinni býr auður ef við erum að tala um alvöru kreppu, þar sem máli skiptir að lifa af.
Í reynd erum við þjóð sem erum minnst háð innfluttningi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2011 kl. 17:23
Ég svona svo sannarlega að við þurfum aldrei að komast að því hvor okkar hefur rétt fyrir sér :)
BJÖRK , 2.11.2011 kl. 19:35
Nei svo sannarlega það vona ég líka Björk mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2011 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.