Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fyrirspurn til ráđherra um innheimtu kostnađar vegna heilbrigisţjónustu ekki svarađ

Skilabođ til sjúklinga viđ neyđarmóttöku FSA (tekiđ í október 2011)

Undanfarnar vikur hef ég međ öflugum stuđningi nokkurra frábćrra ađila veriđ ađ skođa hvernig innheimtu skulda vegna heilbrigđisţjónustu er háttađ hér á landi.

Upphafiđ var umrćđa nokkurra ađila um sjúklinga sem ekki treystu sér til ađ fara til lćknis, sjálfum sér mögulega til mikils skađa, vegna ţess kostnađar sem fylgdi. 

Eftir ađ afla upplýsinga úr ýmsum áttum kom í ljós ađ samkvćmt 76. gr. stjórnarskrár er öllum sem ţess ţurfa tryggđur réttur til ađstođar vegna sjúkleika.

Mikilvćgt er ađ gera sér grein fyrir ađ ţessi réttur er tryggđur ÓHÁĐ efnahag a.m.k. hjá opinberri heilbrigđisţjónustu. Á íslensku ţýđir ţetta ađ krafa eins og sett er fram hér á myndinni sem tekin var í neyđarmóttöku Fjórđungssjúkrahússins á Akureyri í síđasta mánuđi er í besta falli villandi. Ef einhverjum vćri neitađ um ţjónustu (sem ég er ekki ađ halda fram) vćri ţađ lögbrot.

Ennfremur kom í ljós eins og stađfest hefur veriđ síđan í fréttum RÚV, er ađ skuldir vegna heilbrigđisţjónustu fylgja sömu reglum um innheimtu og ađrar skuldir međ viđeigandi vöxtum og innheimtukostnađi. Ţetta er ólíkt öđrum siđmenntuđum löndum sem viđ teljum okkur stundum vera hafin yfir ţegar kemur ađ velferđarmálum og heilbrigđisţjónustu, svo sem BNA en ţar eru sér lög um innheimtu slíkra skulda, sem kemur í veg fyrir hćkkun ţeirra umfram ţjónustu veitta. 

Sem fyrsta skref í baráttunni viđ ţetta mikla óréttlćti tókum viđ höndum saman viđ Hreyfinguna til ađ afla gagna.  Í kjölfariđ lagđi Birgitta Jónsdóttir fram eftirfarandi fyrirspurn til ráđherra heilbrigđismála:

    1.     Međ hvađa hćtti er beinn kostnađur sjúklinga viđ heilbrigđisţjónustu innheimtur? 
    2.     Er í einhverjum tilfellum fariđ fram á fyrirframgreiđslu af hálfu sjúklinga vegna heilbrigđisţjónustu? Sé svo, hefur sjúklingum ţá í einhverjum tilfellum veriđ neitađ um heilbrigđisţjónustu ef ekki er greitt fyrir fram og ef svo er, í hvađa tilfellum? 
    3.     Er sjúklingum í einhverjum tilfellum neitađ um heilbrigđisţjónustu vegna útistandandi skuldar viđ heilbrigđisţjónustuađila? 
    4.     Hversu margar kröfur vegna skuldar sjúklinga vegna heilbrigđisţjónustu voru sendar í lögfrćđiinnheimtu af ţjónustuađila árin 2005–2010, sundurliđađ eftir árum? Hver var heildarfjárhćđ ţeirra krafna, sundurliđađ eftir árum? 
    5.     Í hversu mörgum tilfellum hefur a) veriđ gert fjárnám, b) veriđ krafist gjaldţrotaskipta vegna útistandandi skuldar sjúklings viđ heilbrigđisţjónustuađila árin 2005–2010, sundurliđađ eftir árum? 
    6.     Hvađ eru skuldir langveikra og örorkulífeyrisţega viđ heilbrigđisstofnanir hátt hlutfall af útistandandi skuldum sjúklinga og skuldum sjúklinga í lögfrćđiinnheimtu ţjónustuađila? 
    7.     Hvađa reglur gilda um innheimtu skulda sjúklinga vegna heilbrigđisţjónustu hins opinbera annars vegar og einkageirans hins vegar? 
    8.     Hver er stefna stjórnvalda varđandi innheimtuađgerđir og kostnađ sjúklinga vegna skulda viđ heilbrigđisţjónustuađila? 

Spurningarnar voru lagđar fram ţann 2. nóvember 2011. Ráđherra hefur 10 daga til ađ svara fyrirspurninni samkvćmt stjórnsýslulögum. Ţrátt fyrir ţađ hefur svar ekki borist í dag 16. nóvember 2011.

 

 

 

 


Sveitarfélög brjóta lög og stjórnarskrá á hverjum degi – tími kominn á prófmál!

Blogg áđur birt á Bloggheimum í apríl 2011.  Ţá fannst engu sveitarfélagi, ÖBÍ eđa ASÍ ástćđa til ađ svara ţví en ég sendi ţađ sem erindi á síđari tvö auk Hagsmunasamtaka heimilanna sem hafa veriđ í samvinnu viđ mig síđan til ađ vinna málinu farveg.

 

sad041 Undanfarna mánuđi hef ég ásamt góđum hópi af fólki lagt mitt af mörkum fyrir Fjölskylduhjálp Íslands á Akureyri. Í gegnum ţađ starf hef ég fengiđ góđa innsýn í átakanlega fátćkt sumra ţeirra einstaklinga sem ţegiđ hafa mat hjá okkur. Ótrúlega margir segja sögur af ţví hvernig bćjarfélagiđ neitađi ţeim um ađstođ ţar sem ţeir hafi haft innkomu yfir ‘viđmiđunarmörkum / framfćrslugrunni’ bćjarfélagsins. 

 

Til upplýsingar má hér sjá framfćrslugrunn á mánuđi fyrir einstakling í nokkrum stćrri sveitarfélögum umhverfis landiđ:

Akureyrarbćr,     131.617 kr.
Ísafjarđarbćr,      129.791 kr.
Fljótsdalshérađ,   131.811 kr.
Árborg,                   125.021 kr.
Reykjavíkurborg býđur 125.525 kr. fyrir ţá sem ekki eru í eigin húsnćđi, en 149.000 kr. fyrir ţá sem sýnt geta fram á húsnćđiskostnađ s.s. leigusamning.

Íslendingar eiga stjórnarskrárvarinn rétt til ţess ađ vera forđađ frá örbirgđ:

Stjórnarskrá lýđveldisins Íslands, 1944 nr. 33 17. júní, 76. gr.

Öllum, sem ţess ţurfa, skal tryggđur í lögum réttur til ađstođar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgđar og sambćrilegra atvika. …

Ţetta er nánar útfćrt hér í reglum félagsmálaráđs Akureyrar um fjárhagsađstođ, 1. kafli, 1. gr. og ţar vísađ í lög um félagsţjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991:

Hverjum manni er skylt ađ framfćra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára.

Sveitarfélag skal tryggja ađ íbúar geti ţetta, enda sé ţađ ekki í verkahring annarra ađila svo sem almannatrygginga, atvinnuleysistrygginga, lífeyrissjóđa eđa sjúkrasjóđa stéttarfélaga. Skylt er ađ veita fjárhagsađstođ til framfćrslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séđ sér og sínum farborđa án ađstođar, sbr. IV. og VI. kafla laga um félagsţjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, međ síđari breytingum.

Nú ćtla ég ekki ađ tíunda einstaka útgjaldaliđi, en samkvćmt neysluviđmiđum velferđarráđuneytisins á skuldlaus einstaklingur í leiguíbúđ ađ geta komist af til skamms tíma á 211.753 kr. á mánuđi.

Ţarna sést ađ munurinn er um 80-85 ţúsund krónur á mánuđi eđa 61-68% undir ţví lágmarki sem ţarf til ađ einstaklingur geti lifađ af til skamms tíma. Reykjavíkurborg sker sig ţarna úr međ mun upp á “einungis” 62.753 kr. eđa 41% fyrir fólk í leiguhúsnćđi.

Ţađ er nokkuđ ljóst ađ bćjarfélög á Íslandi eru ekki ađ uppfylla stjórnarskrárvarinn rétt íbúa til nauđsynlegrar ađstođar og virđast ekki sýna mikla tilburđi í ţá átt. Tekiđ skal sérstaklega fram ađ ég er ađ tala um bćjarfélögin sem lögađila en ekki einstaka starfsmenn ţeirra enda er hér um ađ rćđa ákvarđanir kjörinna fulltrúa í bćjarstjórnum.

Ţegar stjórnarskrá er brotin ţá ber ađ leiđrétta ţađ!

Ég hvet einhvern ţeirra fjölmörgu sem fengiđ hafa neitun frá sínu sveitarfélagi um fjárhagsađstođ, ţrátt fyrir ađ vera undir og jafnvel langt undir skammtíma neysluviđmiđum, til ţess ađ stíga fram međ prófmál og krefjast stjórnarskrárvarins réttar síns.

Ennfremur skora ég á ASÍ, Hagsmunasamtök heimilanna og Öryrkjabandalag Íslands til ţess ađ standa ađ baki slíkri lögsókn. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband