Færsluflokkur: Bloggar

Stöndum með almenningi!

Reykjavík 25. apríl 2012

Til þingmanna

Við undirrituð skorum á ykkur að sýna Grikkjum samkennd og setja saman þingsályktunartillögu um að Alþingi Íslendinga lýsi yfir stuðningi við grísku þjóðina sem líður fyrir aðför fjármálaaflanna.

Það er löngu orðið tímabært að þjóðþingin í Evrópu bregðist við neyðarhrópum grísks almennings; neyð þjóðar sem stafar af aðgerðum fjármálakerfisins. Ykkur til upplýsingar viljum við vísa í tvær góðar heimildir um aðdragandann og ástandið í Grikklandi:

1) Grein tónskáldsins Mikis Theodorakis “The Truth about Greece” þar sem hann rekur það sem máli skiptir til að skilja stöðu Grikkja í dag.

2) Heimildamynd blaðakonunnar Alexandra Pascalidou, Vad är det för fel på grekerna? (Hvaða vandamál hrjáir Grikki?) um síversnandi aðstæður almennings sem eru tilkomnar fyrir þær aðgerðir sem gripið hefur verið til af grískum stjórnvöldum að kröfu fjármálaaflanna.

Þögn þjóðþinga Evrópu sem hafa daufheyrst við neyðarhrópum grísks almennings er skammarleg. Þess vegna viljum við höfða til samkenndar ykkar þingmanna um að bregðast við kalli hans og leggja fram og samþykkja þingsályktunartillögu þar sem Alþingi Íslendinga fordæmir aðgerðir fjármálaaflanna gegn Grikkjum.

Undirskriftir:

Anna Ólafsdóttir Björnsson, tölvunarfræðingur

Árni Þór Þorgeirsson

Ásthildur Sveinsdóttir, þýðandi

Björk Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi

Elín Oddgeirsdóttir

Elinborg Kristín Kristjánsdóttir, háskólanemi

Fanney Kristbjarnardóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur

Guðrún Skúladóttir, sjúkraliði

Gunnar Skúli Ármannsson, læknir

Helga Garðarsdóttir, ferðamálafræðingur

Helga Þórðardóttir, kennari

Héðinn Björnsson, jarðeðlisfræðingur

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur

Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi

Jón Þórisson

Rakel Sigurgeirsdóttir, íslenskukennari

Valdís Steinarsdóttir, skyndihjálparleiðbeinandi


Desperate times call for desperate measures! (hagræðingartillögur fyrir landið)

Í tilefni þess að við búum á sökkvandi skeri velti ég því hér með upp hversu mikið hagræði fælist í því að leggja niður þetta gamla ylhýra og taka upp ensku!

Áður en þú afskrifar alveg hugmyndina vil ég byðja þig að skoða eftirfarandi möguleika til sparnaðar:

 

  1. Hætta mætti allri íslenskukennslu og gerð námsefnis á íslensku, en slíkt er til í gríðarlegu magni nú þegar á ensku. Námsgagnastofnun mætti nánast leggja af og stóran hluta skólastarfs!
  2. Íslenskudeild HÍ mætti leggja niður.
  3. Innlimun okkar í ESB, USA eða Kanada verður MUN fljótlegra og skilvirkara.
  4. Útrás okkar og yfirtaka á viðskiptaheiminum mun vekja mun minni athygli og ganga smurt fyrir sig (eða er ég ef til vill aðeins of sein með útrásarhugmyndina?)
  5. Markaðssetning erlendis verður mun auðveldari og við ættum að ná að selja allar íslenskar auðlindir á 'no time' !
Að lokum bendi ég á að miklum sparnaði mætti ná með því að leggja niður spítalana (margir 'rándýrir' sjúklingar myndu hrökkva uppaf og spara okkur formúgu!) og ekki síður að leggja niður landsbyggðina og hætta að viðhalda samgöngum.
 
Einnig datt mér í hug að senda mætti alla atvinnulausa beint til Noregs en fattaði að sú vinna er auðvitað í fullum gangi!
 
 

 


AKUREYRI NÝJA HÖFUÐBORGIN

Eftir spjall við góða vinkonu á Facebook, hefur mér orðið ljóst að eina vitið er að taka þessar þungu byrgðar af Reykjavík og fjarlægja flugvöllinn. Reykjavík er búið að þurfa að burðast með allar (utan tvær eða þrjár) ríkisstofnanir innan sinna borgarmarka, flestar frá upphafi þeirra. Þeir Reykvíkingar sem eru í miðbænum þurfa að heyra í flugvélum oft á dag, og allt þetta fína byggingarland notað undir rassinn á einhverjum utanbæjarplebbum sem nenna ekki að keyra 8-9 klst. til að hitta lækni.

Það er sannarlega kominn tími til að létta á borginni, þakka henni fyrir allt liðna og snúa sér annað!

Akureyri hefur lengi verið titluð höfuðstaður norðurlands og því ekki úr vegi að gera hana að nýrri höfuðborg Íslands. Að þessu sinni held ég að við ættum að læra af reynslunni, þannig að þrátt fyrir að Alþingi, ráðuneytin og nýja hátæknisjúkrahúsið yrðu staðsett á Akureyri, gætu aðrir mikilvægir hlutar stjórnsýslunnar verið annarsstaðar. Matís gæti verið á Ísafirði, Seðlabankinn á Egilsstöðum, Íslandsstofa á Höfn í Hornafirði, LÍN á Selfossi, Byggðastofnun í Reykjavík o.s.fv.

Opinber þjónusta er rekin fyrir ríkisfé og vegna mikils ferðakostnaðar yrði þess skammt að bíða að flug yrði niðurgreitt að því marki að almenningur hefði raunverulegt val um að ferðast eftir þörfum og vilja. 

Og blessuð Reykjavík getur fengið notið sín sem ferðamannaborg, án frekari truflana. FootinMouth

 


mbl.is Afsalar sér hlutverki höfuðborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjögur kjörtímabil - 16 ár

Ég vil byrja á að taka sérstaklega fram að þetta er ekki ádeila á störf Ólafs Ragnars heldur vangavelta um þann gríðarlega skort á lýðræði sem við búum við.

Íslenskir ráðamenn eiga oft á tíðum erfitt með að sleppa hendinni af því valdi sem þeim er trúað fyrir. Í því samhengi er nærtækast að nefna Davíð Oddsson, Steingrím J. og Jóhönnu, en hvert þeirra telur tugi ára á þingi og fjölda ára í ráðherrastól. 

Þegar kosningar eru, hvort sem það er til forseta eða Alþingis hefur það mikið að segja að fólk þekki til viðkomandi frambjóðanda. Því má teljast nokkuð ljóst að sá sem fyrir er og hefur verið fastagestur í stofum landsmanna á sjónvarpsskjánum hafi nokkuð forskot umfram aðra.

Þegar forsetakosningar eru annarsvegar er virðingin fyrir embættinu einnig að Þvælast fyrir okkur. Við álítum mótframboð á móti sitjandi forseta eiginlega vera bara dónaskapur, þetta er jú forsetinn okkar! Slík samstaða um sitjandi forseta er væntanlega af hinu góða en kemur sannarlega í veg fyrir endurnýjun og þar með eðlilegt lýðræði. 

Þegar stjórnlagaþingráð vann að sínum tillögum (sem virðast núna vera komnar í einhverja skúffuna) vonaðist ég til að sjá þar umtalsverðar lýðræðisumbætur, í formi tíðari skipta embættismanna og kjörinna fulltrúa auk meira vægi undirskriftasafnanna og möguleika á að koma frumvarpi á þing. Mín vonbrigði urðu alger, því miður. 

Undirskriftir hafa í dag álíka mikið vægi og hver önnur skoðannakönnun, ég mun samt skrifa undir þessa (og geri ráð fyrir að gallar hennar verði lagaðir áður en henni verður skilað til forseta) þar sem enginn ætti að vera svona lengi í einu embætti!

Ólafur Ragnar Grímsson, 16 ár er nóg, embættið þarf nýtt blóð!


mbl.is Persónuvernd ekki borist kvörtun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má draga kæru gegn Geir til baka en ekki 9menninganna?

Þegar mál 9menninganna svokölluðu stóð sem hæst voru skilaboðin sem komu frá Alþingi þau að Alþingi mætti ekki skipta sér frekar af málinu þar sem það væri í dómskerfinu og aðskilnaður dómsvalsd og löggjavalds lokaði alfarið á frekari afskipti. Annars voru allir 'svaka sorry' og hefðu svo gjarna viljað aðhafast eitthvað.

Nú er ekki um að ræða almenning að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum og tiltekt í kerfinu, heldur toppurinn ákærður. Þá allt í einu virðist það ekki vera neitt mál að leggja fram frumvarp um að leggja niður kæru.

NÚ ER EKKERT MÁL AÐ LÖGGJAFAVALDIÐ SKIPI DÓMSVALDINU FYRIR VERKUM!?!

Ögmundur Jónasson virðist telja þetta eðlilega málsmeðferð á þessari stundu, og hyggst styðja frumvarpið. Ég verð að viðurkenna að í mínum huga vakna áleitnar spurningar um ástæður þess og vona ég að hann upplýsi þjóðina um þær sem fyrst því í augnablikinu sé ég enga aðra ástæðu er að hann eigi einhverra persónulegra hagsmuna að gæta


mbl.is „Valdbeiting af verstu gerð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukið atvinnuleysi í blessuðum bullandi hagvextinum!

Atvinnuleysi er að aukast. Í raun má halda því fram að raunverulegt atvinnuleysi hafi aldrei minnkað, heldur hafi verið falið fram að þessu.

Hið opinbera, a.m.k. hér á Akureyri hefur gert sitt besta til að passa að atvinnuleysistölur sýni ekki niðurskurð bæjarfélagsins með því að segja fólki ekki upp heldur 'minnka starfshlutfall'. Það er nefnilega þannig að tveir í 50% vinnu eru ekki samtals einn atvinnulaus. Nei, sá sem er í hlutastarfi, þrátt fyrir að vilja og þurfa fulla vinnu, er skráður vinnandi.

Áhugavert væri að skoða hlutfall hlutastarfa hjá hinu opinbera og þróun frá hruni ...

Stóra spurningin er auðvitað, er hagvöxturinn blessaður þá ALLUR að skila sér beint í ríkissjóð?!


mbl.is 7,3% atvinnuleysi í desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græn hugsun nýrrar kynslóðar

Ég rakst á þessa færslu rétt í þessu og fannst hún ákaflega góð og deili henni því með ykkur, við þurfum að hugsa hlutina í samhengi og læra hvort af öðru:

 

Checking out at the supermarket recently, the young cashier suggested I should bring my own bags because plastic bags weren’t good for the environment. I apologized and explained, “We didn’t have this green thing back in my earlier days“.

The clerk responded, “That’s our problem today. Your generation did not care enough to save our environment for future generations“.

She was right about one thing–our generation didn’t have the green thing in “Our” day. So what did we have back then? After some reflection and soul-searching on “Our” day, here’s what I remembered we did have….

Back then, we returned milk bottles, pop bottles and beer bottles to the store. The store sent them back to the plant to be washed and sterilized and refilled, so it could use the same bottles repeatedly. So they really were recycled. But we didn’t have the green thing back in our day.

We walked up stairs, because we didn’t have an escalator in every store and office building. We walked to the grocery store and didn’t climb into a 300-horsepower machine every time we had to go two blocks. But she was right. We didn’t have the green thing in our day.

Back then, we washed the baby’s nappies because we didn’t have the throw-away kind. We dried clothes on a line, not in an energy gobbling machine burning up 240 volts — wind and solar power really did dry our clothes back in our early days. Kids got hand-me-down clothes from their brothers or sisters, not always brand-new clothing. But that young lady is right. We didn’t have the green thing back in our day.

Back then, we had one TV, or radio, in the house — not a TV in every room. And the TV had a small screen the size of a handkerchief (remember them?), not a screen the size of Wales. In the kitchen, we blended & stirred by hand because we didn’t have electric machines to do everything for us. When we packaged a fragile item to send in the mail, we used wadded up old newspapers to cushion it, not Styrofoam or plastic bubble wrap.

Back then, we didn’t fire up an engine and burn petrol just to cut the lawn. We used a push mower that ran on human power. We exercised by working so we didn’t need to go to a health club to run on treadmills that operate on electricity. But she’s right. We didn’t have the green thing back then.

We drank from a water fountain when we were thirsty instead of using a cup or a plastic bottle every time we had a drink of water. We refilled writing pens with ink instead of buying a new pen, and we replaced the razor blades in a razor instead of throwing away the whole razor just because the blade got dull. But we didn’t have the green thing back then.

Back then, people took the bus, and kids rode their bikes to school or walked instead of turning their mums into a 24-hour taxi service. We had one electrical outlet in a room, not an entire bank of sockets to power a dozen appliances. And we didn’t need a computerized gadget to receive a signal beamed from satellites 2,000 miles out in space in order to find the nearest pizza joint.

But isn’t it sad the current generation laments how wasteful we old folks were just because we didn’t have the green thing back then?

Please post this on your Facebook profile so another selfish old person who needs a lesson in conservation from a smarty-pants young person can add to this.

 

Fengið að láni hér


Hagvöxturinn til bjargar

Enn virðiast allir þjóðhöfðingjar heims einblína alfarið á hagvöx sem tæki til að koma landinu/landshlutanum/heimsálfunni/heiminum uppúr kreppunni. Sú staðreynd að stöðugur hagvöxtur og ofur trú á hann kom okkur í þessa stöðu er gleymt og grafið.

 

"Insanity: Doing the same thing over and over again and expecting different results." Albert Einstein


mbl.is Hagvöxtur í öndvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig viðrar hjá þér?

Frá miðnætti telst mér til að á www.mbl.is séu 12 fréttir um veðrið eða aðstæður tengdar veðrinu. Heildarfjöldi innlendra frétta eru 24. Mér telst því til að 50% frétta þennan sólarhringinn (hingað til) séu veðurtengdar.

Ég hef alltaf dáðst að áhuga landans á veðri augnabliksins, veðri gærdagsins, veðri vetrarins, haustsins, sumarsins o.s.fv. Í mínum huga er ljúft til þess að hugsa á tímum þegar veðrið hefur sífellt minni áhrif á daglegt líf okkar að við erum enn með hjartað að hluta til í gamla góða bændasamfélaginu þar sem dagurinn stýrðist að stórum hluta af veðri og árstíðum.

Manni hlýnar um hjartaræturnar Heart


mbl.is Ennþá flughált víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

'Kvennastörf' fara verst út úr samdrætti - fyrsta og eina áhersla ríkisstjórnarinnar er að skapa 'karlastörf'

Reynsla hvaðanæfa að úr heiminum kennir okkur að í samdrætti og kreppu eru það kvennastörfin sem eru skorin niður og konur sem lenda í tekjuskerðingu. Hér á landi varð byggingageirinn fyrsta heila atvinnugreinin sem fékk átakanlegan skell við hrun. Atvinnuleysi meðal byggingaverkamanna og iðnaðarmanna var gífurlegt.

Síðan þá, núna í hátt í þrjú ár, hefur ríkisstjórnin keppst við að skapa þessum mönnum atvinnu á meðan ríkið sker niður með uppsögnum í flestri ef ekki allri opinberri þjónustu, þar sem konur starfa í miklum meirihluta, án þess að sérstakt átak sé gert til að skapa þeim ný störf. 

Um leið og það hlýtur að vera mikið hagræði fyrir ríkið að geta greitt laun (atvinnuleysisbætur) beint út án þess að fylgjast með þvi að gólf séu skúruð og sjúklingar fái umönnun, sé ég ekki að neinn sparnaður náist með þessum niðurskurði.

Þrátt fyrir að nú sé verulega erfitt að fá iðnaðarmenn til vinnu, a.m.k. á bifreiðaverkstæði ef marka má fréttir, er áherslan ENN á að skapa störf í greinum þar sem karlmenn eru í miklum meirihluta.

Aukið atvinnuleysi kvenna leiðir til lægri launa þeirra sem fá/halda vinnu og aukins launabils milli kynja eins og þegar má sjá.


mbl.is Laun kvenna lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband