Í tilefni þess að við búum á sökkvandi skeri velti ég því hér með upp hversu mikið hagræði fælist í því að leggja niður þetta gamla ylhýra og taka upp ensku!
Áður en þú afskrifar alveg hugmyndina vil ég byðja þig að skoða eftirfarandi möguleika til sparnaðar:
- Hætta mætti allri íslenskukennslu og gerð námsefnis á íslensku, en slíkt er til í gríðarlegu magni nú þegar á ensku. Námsgagnastofnun mætti nánast leggja af og stóran hluta skólastarfs!
- Íslenskudeild HÍ mætti leggja niður.
- Innlimun okkar í ESB, USA eða Kanada verður MUN fljótlegra og skilvirkara.
- Útrás okkar og yfirtaka á viðskiptaheiminum mun vekja mun minni athygli og ganga smurt fyrir sig (eða er ég ef til vill aðeins of sein með útrásarhugmyndina?)
- Markaðssetning erlendis verður mun auðveldari og við ættum að ná að selja allar íslenskar auðlindir á 'no time' !
Að lokum bendi ég á að miklum sparnaði mætti ná með því að leggja niður spítalana (margir 'rándýrir' sjúklingar myndu hrökkva uppaf og spara okkur formúgu!) og ekki síður að leggja niður landsbyggðina og hætta að viðhalda samgöngum.
Einnig datt mér í hug að senda mætti alla atvinnulausa beint til Noregs en fattaði að sú vinna er auðvitað í fullum gangi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.