Má draga kæru gegn Geir til baka en ekki 9menninganna?

Þegar mál 9menninganna svokölluðu stóð sem hæst voru skilaboðin sem komu frá Alþingi þau að Alþingi mætti ekki skipta sér frekar af málinu þar sem það væri í dómskerfinu og aðskilnaður dómsvalsd og löggjavalds lokaði alfarið á frekari afskipti. Annars voru allir 'svaka sorry' og hefðu svo gjarna viljað aðhafast eitthvað.

Nú er ekki um að ræða almenning að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum og tiltekt í kerfinu, heldur toppurinn ákærður. Þá allt í einu virðist það ekki vera neitt mál að leggja fram frumvarp um að leggja niður kæru.

NÚ ER EKKERT MÁL AÐ LÖGGJAFAVALDIÐ SKIPI DÓMSVALDINU FYRIR VERKUM!?!

Ögmundur Jónasson virðist telja þetta eðlilega málsmeðferð á þessari stundu, og hyggst styðja frumvarpið. Ég verð að viðurkenna að í mínum huga vakna áleitnar spurningar um ástæður þess og vona ég að hann upplýsi þjóðina um þær sem fyrst því í augnablikinu sé ég enga aðra ástæðu er að hann eigi einhverra persónulegra hagsmuna að gæta


mbl.is „Valdbeiting af verstu gerð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Án þess að ég geri kröfu um að teljast sérfræðingur í þessum efnum, blasir munurinn við.  Það voru ekki greidd atkvæði á Alþingi, um hvort að 9 menningarnir yrðu ákærðir.  Alþingi fór ekki með ákæruvaldið í því máli.  Hefði Alþingi greitt atkvæði um hvort ákæra ætti hvern og einn af 9 menningunum, horfði öðruvísi við.  Mál Geirs er ekki í hinu "almenna dómskerfi", heldur fyrir dómstól sem Alþingi "ræsir" sérstaklega með atkvæðagreiðslu sinni.

Þetta eru því á engan hátt sambærileg mál. 

G. Tómas Gunnarsson, 17.1.2012 kl. 16:32

2 Smámynd: BJÖRK

Takk fyrir þetta Tómas, þetta eru vissulega ekki 'nákvæmlega' eins mál.

Ákæran á hendur 9menningunum er samt sem áður runnin frá starfsmanni Alþingis, þó vissulega hafi þingheimur ekki greitt um það atkvæði. Því sé ég ekki betur en að um sambærileg mál sé að ræða.

Landsdóm verður að skilgreina sem hluta af dómsvaldinu og eftir að settur hefur verið í gang, heyrir væntanlega undir dómsmálaráðuneytið!

BJÖRK , 17.1.2012 kl. 16:49

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er reginmunur á hvort um starfsmann er að ræða eða hvort þingheimur tekur ákörðunina.  Alþingi "rannsakaði" málið og ákvað ákæru í máli Geirs.

Mál 9 menningana fór hina hefðbundnu ákæruleið.

G. Tómas Gunnarsson, 17.1.2012 kl. 17:06

4 identicon

það sem gerir þetta mál subbulegt er að nokkrir samspillingar þingmenn hafa þegar sest í sæti dómara götunnar með því að greiða athvæði með því að sumir yrðu ákærðir en aðrir ekki.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 19:45

5 Smámynd: Ómar Sigurðsson

Björk. Finnst þér þá að þeir þingmenn sem vildu að níumenningarnir yrðu ekki ákærðir ættu að vilja málið gegn Geir niður falla? Eru V.G. og Samspillingin heybrækur ef þeir greiða ekki atkvæði eins og þeir töluðu í máli níumenningana? Eða hugsaðir þú þetta bara á annan veginn?

Ómar Sigurðsson, 17.1.2012 kl. 21:02

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Við hreinlega krefjumst þess sem þjóð að málið gegn hinum 3 ráðherrunum verði tekið upp á ný, og hættum síðan þessu andskotans meðvirkni væli.

Nú er lag að taka til hendinni í pólitísku siðferði hér og setja ný viðmið. ( af nógu er að taka )

Ef við látum tækifærið okkur úr greipum renna nú, erum við í besta falli rolur og flón og í því versta andlegir vesalingar sem ekki er viðbjargandi.

hilmar jónsson, 17.1.2012 kl. 21:27

7 Smámynd: BJÖRK

Mér persónulega hefði fundist eðlilegt á sínum tíma að allir eða enginn hefði verið ákærðir. Samfylkingin klúðraði því.

Ég held að ef Alþingi samþykkir að taka málið upp aftur sé enginn endir á því ... þessir þingmenn sem nú sitja á þingi eru búnir að fá sitt tækifæri!

Ómar: ég var bara að benda á hvernig málþófið á Alþingi breytist hratt þegar 'þeirra' maður og félagi er undir fallöxinni en ekki einhverjir þreytandi mótmælendur! 

G Tómas: Sagt var að starfsmaðurinn hefði lagt fram kröfuna að beiðni þingforseta ef ég man rétt, enda starfmaðurinn á ábyrgð Alþingis og Alþingi í fullum rétti að stjórna sínu starfsfólki.

BJÖRK , 18.1.2012 kl. 00:22

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Allir eða enginn ? Bullshit. Það tekur ekki sökina frá Geir þótt hinir hafi ekki verið ákærðir ( enn sem komið er )

hilmar jónsson, 18.1.2012 kl. 00:36

9 Smámynd: BJÖRK

Hilmar: Ekki misskylja mig, í mínum huga bar Geir gríðarlega ábyrgð sem forsætisráðherra og ég er ekkert að draga úr mikilvægi þess að hann fari fyrir rétt. Ég er eingöngu að segja að hin 3 brugðust einnig í sínu starfi  og ég skil ekki af hverju nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar gátu samviskunnar vegna hvítþvegið þau. Það átti að rétta yfir þeim öllum!

BJÖRK , 18.1.2012 kl. 08:40

10 identicon

Þetta er bara leikrit; Geir var settur í gálgann af öllum hinum, svo áttu allir að verða hneykslaðir yfir að vesalings maðurinn væri einn tekinn fyrir... og honum því sleppt; Allir flokkar sleppa við að taka ábyrgð á gjörðum og vanhæfi/spillingu; Og við borgum.
Til hamingju ísland.

Auðvitað á að halda áfram með málið, einnig á að rétta yfir fleirum, Ingibjörgu, Jóhönnu, framsóknarruglið...

DoctorE (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 10:02

11 Smámynd: BJÖRK

Lögfróðir menn þ.a.m. verjandi Geirs eru sammála mér: http://eyjan.is/2012/01/18/verjandi-geirs-i-grein-haustid-2009-malid-er-ur-hondum-althingis-eftir-malshofdun/

BJÖRK , 18.1.2012 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband