Hvernig viðrar hjá þér?

Frá miðnætti telst mér til að á www.mbl.is séu 12 fréttir um veðrið eða aðstæður tengdar veðrinu. Heildarfjöldi innlendra frétta eru 24. Mér telst því til að 50% frétta þennan sólarhringinn (hingað til) séu veðurtengdar.

Ég hef alltaf dáðst að áhuga landans á veðri augnabliksins, veðri gærdagsins, veðri vetrarins, haustsins, sumarsins o.s.fv. Í mínum huga er ljúft til þess að hugsa á tímum þegar veðrið hefur sífellt minni áhrif á daglegt líf okkar að við erum enn með hjartað að hluta til í gamla góða bændasamfélaginu þar sem dagurinn stýrðist að stórum hluta af veðri og árstíðum.

Manni hlýnar um hjartaræturnar Heart


mbl.is Ennþá flughált víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er klassíska gamla íslenska lúðatrendirð.

Þegar hugmyndarflugið er ekkert, eða þegar vitað er upp á sig skömmina, er brugðið á það ráð að röfla um veðrið út í hið óedanlega,, Mogginn hefur alltaf staðið sig vel í því.

Þannig má segja að styrkur Moggans, ekki síst eftir að Davíð tók við, séu veðurfréttir, minningargreinar og síðan söguskoðunarpsitlar ritsjórans sem skotið er inn á milli.

hilmar jónsson, 8.1.2012 kl. 19:27

2 Smámynd: BJÖRK

Varla getur gúrkutíðin verið svona skelfileg með fimm ný framboð í gangi! :)

BJÖRK , 8.1.2012 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband