7.12.2011 | 12:46
'Kvennastörf' fara verst út úr samdrætti - fyrsta og eina áhersla ríkisstjórnarinnar er að skapa 'karlastörf'
Reynsla hvaðanæfa að úr heiminum kennir okkur að í samdrætti og kreppu eru það kvennastörfin sem eru skorin niður og konur sem lenda í tekjuskerðingu. Hér á landi varð byggingageirinn fyrsta heila atvinnugreinin sem fékk átakanlegan skell við hrun. Atvinnuleysi meðal byggingaverkamanna og iðnaðarmanna var gífurlegt.
Síðan þá, núna í hátt í þrjú ár, hefur ríkisstjórnin keppst við að skapa þessum mönnum atvinnu á meðan ríkið sker niður með uppsögnum í flestri ef ekki allri opinberri þjónustu, þar sem konur starfa í miklum meirihluta, án þess að sérstakt átak sé gert til að skapa þeim ný störf.
Um leið og það hlýtur að vera mikið hagræði fyrir ríkið að geta greitt laun (atvinnuleysisbætur) beint út án þess að fylgjast með þvi að gólf séu skúruð og sjúklingar fái umönnun, sé ég ekki að neinn sparnaður náist með þessum niðurskurði.
Þrátt fyrir að nú sé verulega erfitt að fá iðnaðarmenn til vinnu, a.m.k. á bifreiðaverkstæði ef marka má fréttir, er áherslan ENN á að skapa störf í greinum þar sem karlmenn eru í miklum meirihluta.
Aukið atvinnuleysi kvenna leiðir til lægri launa þeirra sem fá/halda vinnu og aukins launabils milli kynja eins og þegar má sjá.
Laun kvenna lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hugsa að við náum ekki neinum framförum á meðan við höfum eitthvað sem kallast Kvennastörf/Karlastörf...
DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 14:32
Ég er alveg sammála þér DoctorE. En í dag er staðan samt sem áður sú!
BJÖRK , 7.12.2011 kl. 16:21
Síðast þegar ég gerði athugun voru karlar á atvinnuleysiskrá rúmlega 30% fleiri konur og höfðu verið í miklum meirihluta atvinnulausra allt frá hruni. Þetta var síðastliðið haust.
Þegar ég kíkti á fjölda opinberra starfsmanna fyrir og eftir hrun kom í ljós að engin fækkun hafði orðið ef miðað er við tölur frá síðasta hausti einnig. Eins og þú kannski veist þá eru konur 70% opðinberra starfsamanna og ef ríki eða sveitarfélög ætla sér að segja upp opinberum starfsmönnum þá er viðkvæðið alltaf að það sé afturför í jafnréttisbaráttunni.
Þá gerði Morgunblaðið útttekt á atvinnuleysi kynjanna í lok apríl á þessu ári. Skv. þeirri úttekt hafði konum sem höfðu atvinnu fjölgað frá fyrsta ársfjórðungi 2008 m.v. fyrsta ársfjórðung þessa árs en körlum aftur á móti fækkað um 12.000.
Að ofansögðu, hvernig færðu út að konur komi verr út úr kreppunni en karlar?
Sigurður (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 16:30
Sæll Sigurður og takk fyrir bæði innlitið og upplýsingarnar. Það sem ég er að vísa í er annarsvegar fréttir eins og ég er að linka við hér þar sem laun kvenna eru að lækka meira en laun karla og hins vegar í fjölmargar almennar rannsóknarniðurstöður svo sem þessa hér sem fjallar um hvernig samdráttur og kreppa hafa meiri neikvæð áhrif á konur en karla.
BJÖRK , 7.12.2011 kl. 22:27
Já sjáðu til, þetta hef ég aldrei skilið. Nú hafa femínistar verið að koma fram allt frá hruni og benda á að það verði að koma konum sérstaklega til hjálpar vegna þess að erlendar rannsóknir sýni að hugsanlega einhverntíman muni konur koma verr út úr þeirri kreppu sem við erum að upplifa. Algjörlega er litið framhjá því að konur hafa, atvinnulega séð, bara ekkert komið illa út úr kreppunni hér.
Hvað launalækkanir varðar vil ég segja að ég er nokkuð viss um að nánast allir, ef ekki allir hinna 12.000 karla sem misst hafa vinnuna í kjölfar hrunsins hefðu glaðir tekið á sig launalækkun fremur en starfsmissi - hefði þeim staðið það til boða.
Verandi svona áhugasöm um jafnréttisvinkilinn á kreppunni, finnst þér ekki bara hið eðlilegasta mál að stuðlað sé að fjölgun þess sem þú kallar karlastörf? Jafnvel að stjórnvöld mættu bara vera duglegri við það?
Sigurður (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.