6.12.2011 | 18:31
Gillz þarf loksins að 'feisa' eigin gjörðir
Egill Einarsson hefur nú í nokkur ár byggt upp öflugt vörumerki á því að vera með karlrembu og annan almennan dónaskap og lítilsvirðingu gagnvart kvennfólki. Nú kemur það honum í koll og get ég ekki fundið mikla samúð með honum í þeirri erfiðu stöðu.
Ég lét taka mitt nafn úr símaskránni á sínum tíma, ekki eingöngu vegna þess að málfluttningur Gillz ætti að mínu mati ekki erindi í einu heildar símanúmeraskrá landsins, heldur það að ég vildi helst ekki leggja mitt nafn við slíka skrá. Símaskráin þarf að taka ábyrgð á sínum gerðum líkt og Gillz þarf að taka á sínum.
Gillz þarf að reka sín mál með eigin orð og gjörðir á bakinu og hans fortíð mun hafa gífurlega mikil áhrif á viðhorf almennings gagnvart honum og hans málstað.
Verði honum að góðu!
Símaskráin fjarlægð úr verslunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann hefur á undanförnum árum, sáð fræjum klámhugsana með ofbeldisívafi, og loks nú er sáningin að bera ávöxt og hann eitraðan. Fyrsti maðurinn til að smakka bita er Egill sjálfur og verði honum að góðu. Og ég skil ekki hvað fólk er að skammast hvert út í annað fyrir að hafa skoðun á þessu. Ég veit ekki betur en heilu fyrirtækin séu að taka óbeina afstöðu með því að henda drengnum út og skúra vel á eftir.
Hvað varðar rannsóknina, þá hlýtur nú leigubístjórinn að verða yfirheyrður sem vitni og spurður út í hvort kærandinn hafi beðið ítrekað um að vera keyrð á Players en ekki heim til Egils. Og spurður nákvæmlega út í samskipti þeirra þriggja á leiðinni. Og fleiri vitni sjálfsag., en bílstjórinn er óneitanlega í sérflokki.
Össi. (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 19:11
Já, kæran sjálf mun að sjálfsögðu fara eðlilegan farveg í dómskerfinu. En ég get ekki betur séð en að hans fortíð sé vissulega að koma honum í koll.
BJÖRK , 6.12.2011 kl. 19:21
Ég vildi ekki fá símaskrá með jafn ljótri forsíðu inná mitt heimili, auk þess sem þetta Gilznegger dæmi allt (og vöðvadýrkunin) pirraði mig. Þannig að ég á ekki símaskrána og var aldrei skráð í hana til að byrja með. Auðvitað pirraði mig líka þetta ógeðslega sem hann skrifaði um einhverja femínista en það var samt í rauninni aukaatriði. En þetta símaskráarfólk var alveg svo ægilega hrifið af honum og vildi algjörlega troða honum uppá framtíðina og menninguna, svo ég held að þetta sé ekkert bara honum að kenna. Svo var fullt af öðru fólki að taka þátt í steypunni og dansaði af hjartans lyst í kringum vöðvakálfinn sinn, það ætti að fara aðeins í saumana á því hvað þau vildu svona mikið selja okkur og hvort að það sé þess virði að fara lengra í þá áttina.
halkatla, 6.12.2011 kl. 20:43
Nú er ég alveg búinn að tapa virðingunni fyrir Vísi, sjá nýjustu tækifærisfréttina þeirra í dag:
http://www.visir.is/kynjafraedi-opnadi-augu-karlrembu---vill-kynjafraedi-i-alla-skola/article/2011111209380
Virkar dálítið erfið í fæðingu þessi frétt ekki satt?
Alveg hreint ótrúleg ritstýring - stundum er betra að þegja.
Jonsi (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 21:37
Að sumu leiti verður líka að segjast að þarna hafi, ekki bara orðið stórslys í boði 365 miðla, heldur einhver einkennileg múgæsing unglingsdrengja sem smitaðist ótrúlega langt útí samfélagið.
BJÖRK , 6.12.2011 kl. 21:39
Jonsi: Sé ekki alveg pointið, hvað finnst þér 'erfitt' við fréttina? Hún er unnin úr þessum pistli.
BJÖRK , 6.12.2011 kl. 21:50
Alveg er þetta týpískt femínistahjal sem virðist allt ætla að drepa. Maður er alveg búinn að fá uppí háls af þessu endalaust femínistavæli alls staðar alltaf. Það er í góðu lagi að hafa og reyna að fá fram jafnrétti, en öllu má nú ofgera. En það er alltaf svo mikið væl um þetta alltaf að maður er bara alveg kominn með ógeð af svona væli.
Oki smá púst, en það er bara einsog það sé búið að sakfella manninn bara án dóms og laga og nokkurra sannana. Er ekki allt í lagi með fólk hlýtur maður að spyrja sig?? Er fólk ekki saklaust uns sekt sannast?? Tek nú fram að Gillz er nú ekki beint í uppáhaldi hjá mér eða neinum sem ég þekki. En eigum við ekki bara og bíða og sjá hvað kemur útúr þessu áðuren svona sleggjudómar eru settir fram. Það gæti alveg eins verið að einhver sé að reyna að eyðileggja mannorð hans, og eru án efa margir sem vildu gera það.
Nauðgun er að mínu einn sá ógeðfelldasti glæpur sem hægt er að gera manneskju, eeeen það er ekki síður ógeðfellt að saka saklausan mann eða konu um slíkan verknað.
Gunnar (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 23:06
Gunnar: Ég minnist ekki einu orði á nauðgun, sekt eða sakleysi!
Ég er að vekja athygli á því að Egill þarf núna að takast á við erfiðar aðstæður með sitt eigið sjáfsskapaða vörumerki á bakinu. Sumir myndu kalla það karma ;)
Ég læt dómstólum eftir að dæma í málinu!
BJÖRK , 6.12.2011 kl. 23:41
Já oki, þá hef ég lesið eh meira útúr þessu en átti að vera og biðst forláts :)
Gunnar (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 14:01
BJÖRK , 7.12.2011 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.