Rétt þegar úrræðin voru að verða trúverðug og líkleg til að veita bönkum smá aðhald á að hætta þeim

Það eru ekki nema örfáir dagar síðan ég hélt því fram í fullri alvöru að líklega vantaði ekki mjög mikið uppá aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrir skuldara. Möguleikarnir sem nú eru í boði innihalda:

  • Frystingar fyrir þá sem eru með skerta innkomu tímabundið
  • Greiðsluaðlögun fyrir þá sem eru með skerta innkomu til frambúðar
  • Niðurfellingar fyrir þá sem ná góðum samningum (þetta virðist reyndar aðallega virka fyrir þá sem eiga mjög miklar eignir ... )
  • Tveggja ára (að því er virðist fúnkerandi) gjaldþrot fyrir þá sem hafa ekki von um að standa við sínar skuldbindingar.
Það sem stefndur útaf núna eru í raun ALMENNU leiðréttingarnar og niðurfellignar auk afnáms verðtryggingar skulda. Mikilvægt er að þessar leiðréttingar verði fyrir heimili, fyrirtæki og sveitarfélög til styrkingar og eflingar fyrir allt samfélagið.

Leiðréttingar á skuldum heimilanna og þau úrræði sem heimilin geta nú þegar nýtt sér leggur ábyrgð á herðar bankanna. Þeir geta ekki lengur bara lánað og krafist veða heldur verða að bera hluta af ábyrgðinni, enda kominn tími til. 

Sú leiðrétting sem ég heyri ekki minnst á er að tryggja öllum grunn framfærslu, enda virðist öllum sama um þá sem lægst standa í launastiganum...

manni verkjar í hjartað ...


mbl.is Strik undir skuldaafskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála verkurinn er sár og hann minkar ekkert við núverandi stjórnkerfi.

Sigurður Haraldsson, 28.11.2011 kl. 17:58

2 Smámynd: BJÖRK

ég er ef til vill ákaflega einföld sál, en ég hélt að það að búa í skandinavísku velferðarkerfi þýddi að öllum væri tryggð lágmarks framfærsla ... ?

BJÖRK , 28.11.2011 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband