13.11.2011 | 22:04
HVERSU LENGI ER HÆGT AÐ NÍÐAST Á ALMENNINGI ÁÐUR EN FÓLK GEFST UPP?
þegar fréttir berast af fjölda uppboða eins og þessi hér, velti ég því alltaf fyrir mér hvaða aðstæður liggja þar að baki.
- Hversu margir hafa misst vinnuna?
- Hversu margir heilsuna?
- Hversu margir vinna eins og brjálæðingar en áttu engan séns á að halda í við stökkbreytt verðtryggð lán?
- Hversu margir hafa flúið land og skilið skuldirnar eftir?
... að ekki sé minnst á stóru spurninguna ... HVERSU LENGI ER HÆGT AÐ NÍÐAST Á ALMENNINGI ÁÐUR EN FÓLK GEFST UPP?
315 fasteignir seldar á nauðungaruppboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svarið við stóru spurningunni þinni Björk er ENDALAUST.
Þetta er alla vega svarið sem ríkisstjórnin telur að sé það rétta
Camel, 13.11.2011 kl. 22:21
Það er allt útlit fyrir það Camel, en ég vona að á einhverjum tímapunkti muni fólk segja stop, hætta að kjósa Fjórflokkinn og SETJA HNEFAN Í BORÐIÐ!
BJÖRK , 13.11.2011 kl. 22:32
Heil og sæl Björk; líka sem og aðrir gestir, þínir !
Björk !
Sýslumenn landsins; þeir þeirra - sem iðkað hafa þjófnaðinn, fyrir hönd fjárplógsmanna svindlara kerfisins, teljast RÉTTDRÆPIR, sé mið tekið af þeim háttum, sem plagast, í öllum SIÐMENNTUÐUM löndum.
Svo einfalt; er það.
Það veitti ekki af, að fá hingað, nokkra liðsmanna Al- Kaída, og þeirra Haqqaní feðga, austan frá Pakistan, til þess að lúskra á þessum Helvítis borða skrýddu gerpum - sem þykjast jú; vera samlandar okkar, í ofanálag.
Burt; með allan Kristilegan kærleika og fyrirgefningar, gagnvart þessu liði - það á, með réttu, að mæta verðskulduðum örlögum sínum.
Punktur !!!
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 22:34
Og; Ríkisstjórnar afffiktin meðtalin, að sjálfsögðu !!!
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 22:34
Þetta eru aðallega tryggingafélög og sveitarfélög sem eru að bjóða upp eignir.Uppboðslögin íslensku eru ekki í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu og þannig hafa t.d. lögmenn sem rukka iðgjaldaskuld sjálfdæmi um kostnað og engin dómari kemur að þessu. Skv. lögunum eru sýslumenn senditíkur tryggingarfélaga og sveitarfélaga.
Einar Guðjónsson, 13.11.2011 kl. 22:50
Komið þið sæl; á ný !
Einar !
Þakka þér fyrir; þessa gagnlegu upplýsingu. En; því brýnna er, að lúskra á þessum viðrinum, áður en þeim tekst að koma fleirrum, nauðugum af landinu, eða þá, í GRÖFINA, ágæti drengur.
Með sömu kveðjum - sem þeim seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 22:53
Ég hef verið að skoða undanfarið hvernig tekið er á skuldum fólks við heilbrigðiskerfið undanfarið (sem verður efni í aðra bloggfærslu síðar) og svo virðist sem að verið sé að gera fólk gjaldþrota fyrir að vera veikt!
Þessi mál eru í gríðarlegum ólestri sem ríkisstjórnin hefur gersamlega brugðist í að takast á við, sjálf velferðarstjórnin ...
Hér verða engir eftir nema gamalmenni ef svona heldur áfram!
BJÖRK , 13.11.2011 kl. 23:02
Sæl; á ný, gott fólk !
HELFERÐARSTJÓRN; svo ég skjóti lítilsháttar leiðréttingu að, Björk.
Sömu kveðjur - sem seinustu, vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 23:21
Heil á ný; Björk - og aðrir gestir, þínir !
Ég sé; að það eru ekki margir, sem ÞORA að tjá sig hér, hjá þér - fremur en mér, um þetta alvarlega viðfangsefni.
Enda; Íslendingar Mél- Ráfur, að stærstum parti, þora ekki, að standa fyrir sinn Skjöld, svo sem, þegar á Hólminn er komið.
Fyrir utan; það heiðursfólk, sem búið er að brjóta niður, og tekur skiljnalega ekki þátt, í þessarri umræðu, angistar sinnar vegna.
En; verðugt rannsóknarefni er einnig; hversu mörg mannslíf : svokallaðir Bankar - Alþingi - Stjórnarráð og áðurnefndir Sýslumenn, hafa raunverulega, á sinni samvizku, Björk síðuhafi.
Með sömu kveðjum - sem áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 23:58
það eru saviskulausir þrjótar sem stjórna Landinu. þau eru ekki betri en Sýrlands Forseti að innræti.
Vilhjálmur Stefánsson, 14.11.2011 kl. 00:39
Takk fyrir þetta Óskar Helgi: Fátækt, fárhagserfiðleikar, atvinnuleysi og heilsubrestur eru orðin eins og blótsyrði sem enginn þorir að segja. Eins og nýju fötin keisarans...
Þeir sem skrimta þegja af því þeir vilja ekki viðurkenna vandann og hinir sem eru að sökkva eða sokknir, virðast flestir þegja af því þeir eru búnir að missa allan mátt!
... manni verkjar í hjartað ...
BJÖRK , 14.11.2011 kl. 00:49
Vilhjálmur: þetta er glæpalýður sem hefur gert eins og Berlusconi og aðlagað lögin smám saman markvisst að eigin hagsmunum ...
BJÖRK , 14.11.2011 kl. 00:51
Komið þið sæl; á ný !
Björk og Vilhjálmur !
Að minnsta kosti er alveg ljóst; að svona getur þetta ekki gengið, öllu lengur.
Fólk; á fullum launum, sem við greiðum þeim (þingsetar - ráðherrar/og ráð herfur - embættisstéttir, ýmsar), eru að koma öllu hér, til Andskotans, án þess að við þeim sé stuggað, er óviðunandi, með öllu.
Hvað þarf til; að á þessu liði verði tekið, af fullum þunga, gott fólk ?
Þess vegna; stakk ég upp á Al-Kaída og fleirrum, ekkert verri kostur - en hver annar, úr því, sem komið er.
Með; ekki lakjari kveðjum - en áður, og fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 01:05
Ég á mér þann draum Óskar Helgi að svo stór hluti almennings taki virkan þátt í mótmælum að breytingarnar verði vegna þunga fólksins ... og svo virðist sem ríkisstjórnin hafi hugsað sér að láta reyna á, hversu langt má ganga áður en það gerist ...
Ég hef trú á því að undir þrælslundinni blundi sannir víkingar sem láti ekki fara svona með sig. Nú þurfum við að VEKJA þá!
BJÖRK , 14.11.2011 kl. 01:14
Heil; á ný, gott fólk !
Björk !
Víkingar; voru villuráfandi ruslara lýður, að stærstum parti, á sinni tíð - og slíkum myndi ég ekki treysta, í okkar samtíma; þér, að segja.
Meðfædd heipt mín; ásamt inngróinni réttlætiskennd, stafar líkast til af því, að ég er Mongóli að uppruna, að hluta til, lengst aftur í ættum, og af því stafar mín skapgerð, ekki; hvað sízt.
Gerfi- Kristindómurinn vestræni, á stóran þátt í, hversu komið er lunderni alls þorra Ísleninga í dag, því miður.
Hinar; sömu kveðjur - sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 01:24
Íslendinga; átti að standa þar. Afsakið; ritvillur mögulegar.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 01:34
Kirkjan hefur vissulega barið allt sem heitir sjálfsbjargarviðleitni úr landanum núna í ríflega ÞÚSUND ár ... enda væri líklega gáfulegast að henda henni út með spillta lýðnum úr stjórnsýslu, bönkum og Alþingi!
BJÖRK , 14.11.2011 kl. 02:14
mikid er eg sammala ikkur
http://www.youtube.com/watch?v=Xbp6umQT58A
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 02:55
þessi nauðgunaruppboð fógeta eru alveg með eindæmum. Efnahagsleg rándýr eru búnir að éta upp efnahag venjulegs fólks og það er einmitt verið að bera út restina af gjaldeyri úr Landsbankanum.
Ránsaðgerðin er kölluð "niðurfelling skulda fyrirtækja" og er upp á litlar 360.000.000.000.- eða 1,3 milljónir á hvert landsbarn í landinu. Ég hef aldrei séð annað eins og þarna er verið að flytja peninginn út úr landinu endanlega. Sjálfsagt "allt löglegt".
Ég hef nákvæmlega enga trú á íslenskum almenningi nema að þeir eru frábærir þrælar og eru fínir í útflutning, þeir eru góðmenni mikil og gera ekki flugu mein. Ekki einu sinni þeim sem ræna þá, misnota og hæðast að þeim á alla enda og kanta....
Ég mæli með vopnaðri byltingu með samt engum alvarlegri vopnum enn bareflum og stórum kylfum. Tryggja þarf fyrirfram ókeypis plástra og bráðaþjónustu undir aðgerðinni.
Það þarf að setja rimla fyrir gluggana á Alþingishúsinu, klippa allar símalínur og leyfa þingmönnum að rífast þar hver við annan meðan fólk kemur þjóðfélaginu í lag. Ekki má hleypa neinum út meðan á þessu stendur.
Erlendur forstjóri með engar tengingar í landið verði ráðin til að taka við stjórninni, á virkilega góðum launum. Passa þarf að engin komist að honum sem hefur hagsmuna að gæta í einu eða neinu á Íslandi. Sérstaklega ekki bankastjórar, lífeyrissjóðsforstjórar og annar rumpulýður sem er alla að drepa...
þetta með mótmæli á íslandi er algjörlega út í bláinn. Það þarf miklu meira og sterkari framgöngu enn það.
Ég mæli með að Stjórnarskrá Íslands verði notuð sem stjórntæki, henni fylgt út í ystu æsar og þá mun þetta virka alltsaman. Og allir handteknir sem reyna að breyta henni. Eða barðir, sem er miklu ódýrara...
Óskar Arnórsson, 14.11.2011 kl. 02:55
Óskar Arnórsson tad vaeri gaman ef allir hugsudu eins og tu
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 06:04
Ég er ekkert að hugsa neitt sérstakt eiginlega. Enda mannskemmandi að eyða miklum hugsunum í svona rugl eins og er á Íslandi. Alþingi landsins líkist mest slæmri geðdeild þar sem er ekkert starfsfólk til að passa sjúklinganna...alveg hroðalegt að vita af þessu!
Óskar Arnórsson, 14.11.2011 kl. 06:20
Það verður svo lengi sem almenningur spyr bara: Hversu lengi... blah
Það verður þangað til elmenningur tekur sig saman í andlitinu og nær í elítu og vanhæfa/spillta stjórnmálamenn og rassskellir þá á austurvelli.
Það verður allt þar til almenningur hættir að telja mótmæli ókurteysi..
Sem sagt, svona verður allt, elitan og stjórnmálamenn munu rotta sig saman allt þar til almenningur hættir að vera sauðir.
Meee meee
DoctorE (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 09:23
... drottinn blessi þig DoktorE....amen.
Óskar Arnórsson, 14.11.2011 kl. 09:28
Fight the New World Order with Global Non Compliance
http://thecrowhouse.com/ftnwo.html
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 09:35
Þið eruð flott!
Aðalsteinn Agnarsson, 14.11.2011 kl. 12:33
Sæll Óskar og allt gott fólk hérna
"..Það þarf að setja rimla fyrir gluggana á Alþingishúsinu, klippa allar símalínur og leyfa þingmönnum að rífast þar hver við annan.."
Já, já og kannski bara skrifa utan á Alþingishúsið Sædýrasafn og/eða Dýragarður , lokað alls staðar nema þar sem fólk getur fyllt þingpalla, aðgangseyri um 500-1000 kr.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 13:05
Flottur pistill Björk, eins og alltaf. Sjöllunum er ekkert heilagt. Nú eru þeir farnir að slétta úr klaufunum í minningargreinum. Þær ættu að skammast sín. Í hverri viku, ef ekki oftar, er fólki sagt upp starfi. Flestir taka slíkt nærri sér, ekki síst ef viðkomandi hefur ekki getað safnað í digra sjóði. Atvinnuleysið, nauðungaruppboð og aðrar hörmungar á Íslandi í dag er fyrst og fremst aula-fjálshyggju-bulli Dabba og náhirðarinnar um að kenna. Þeir ættu því að fara varlega með alla hræsni og þá óbilgirni að tengja andlát manns við pólitíska umræðu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 13:07
Haukur: Getur þú bent á hvað það er sem þú átt við með að sletta úr klaufum með minningargreinum? Link?
BJÖRK , 14.11.2011 kl. 13:32
Kærar þakkir fyrir innlitið allir saman og að taka þátt í umræðunni!
Sagt er að þeir sem eiga mestan hluta fjármagnsins margfaldi sjóði sína við byltingar. Af þeim sökum (og líklega vegna meðfæddrar bjartsýni) er ég ekki tilbúin til að gefast upp á því að nota friðsöm mótmæli og vinna á kerfinu innan frá. Henda út fjórflokknum í kosningum, endurskipuleggja efnahagskerfið og afskrifa skuldir, allt með mikilli vinnu, með von um bjartari framtíð, fyrir ALLA!
Á sama tíma virðast fjölmiðlar og stjórnvöld ÖSKRA eftir ofbeldi, svo hægt sé að afskrifa kröfur almennings um leiðréttingar sem bull í einhverjum 'klikkhausum' sem 'eru ekki þjóðin'!
BJÖRK , 14.11.2011 kl. 13:42
Björk: Hér slóðin í góðan pistil, þar sem fjallað er um þessi minningargreina-skrif.
http://svennip.blog.is/blog/svennip/entry/1204544/
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 14:04
Takk fyrir þetta Haukur. Það kemur manni sífellt á óvart hvað fólk getur lagst lágt!
BJÖRK , 14.11.2011 kl. 14:52
Ástandið verður óbreytt fyrir almenning meðan bankar og fjármálakúgarar springa út af auðæfaspiki svo lengi sem þessi þvokuhausar sitja í ríkisstjórn. Þeir halda því stöðugt fram obinberlega í viðtölum eða skrifum að hér sé allt í himna lagi og nóg af vinnu og peningum og fólk hafi það allmennt bara gott. einnig er því haldið fram að þeir séu búnir að gera helling til að hjálpa fólkinu og eru bara stolt af því. þessi ríkisstjórn er gjörsamlega, algerlega blind á hvernig staðan er í atvinnumálum og hvernig kaupmáttur fólks er. En í leiðinni hafa þeir matað banka og slitastjórnir fjármálastofnana og gefið þeim leyfi til að taka til sín allan þann pening sem þeir mögulega geta með hvaða leiðum sem hennta til. Það er ömurlegt og ógeðslegt og fáránlegt að horfa uppá þessa ríkisstjórn klúðra öllu öllu öllu sem hún hefur ætlað að gera eða því sem hún hefði átt að gera, hvort sem er í atvinnuuppbyggingu, skjaldborg heimilana, möguleikum á tekjuöflun ríkissjóðs og bara öllu sem hún gerir Eitt stórt klúður. Ég hef það á tilfinningunni að ráðherrar telji almenning vera svo vitlausan og svo mikla vesalinga að það þurfi bara að segja aumingjunum svona öðru hvoru að það sé allt í góðu lagi og allir hafi það bara mjög gott og hrósa sér svo fyrir hvað þeir eru búnir að standa sig vel, þá sitja vitleysingarnir bara hissa og hugsi já sjálfsagt hef ég það bara fínnt og þessi ríkisstjórn er nú aldeilis búinn að standa sig vel og þeir sem halda öðru fram eru nú eitthvað verri.
Þetta mun halda áfram svona og almenningur verður pyntaður með öllum mögulegum ráðum og leiðum til að borga, hús og fyrirtæki og hvað sem er verður tekið og fólkinu bara kennt um fáránlegt ábyrgðarleysi í fjármálum og það fær bara það sem það á skilið. framleiðsla á aumyngjum er eina framleiðsla sem þessi ríkisstjórn mun gera almennilega og vel, með stöðugum niðurskurði og skattheimtu og lömuðu atvinnulífi mun fjöldi fólks sem verður atvinnulaust og með félagsleg og fjárhagsleg vandamál stóraukast ef ekki margfaldast, heilu kynslóðirnar verða hangandi á sveitarfélögum og það er það eina sem þessi ríkisstjórn getur verið stolt af að hafa gert vel. Allir sem menntun hafa og getu flytja burt og eftir verða aldraðir og atvinnulausir og öryrkjar. Það er öruggt með þessa mykjuhausa í ríkisstjórn. Jú bíddu þeir eru allavega betri en sjáfstæðis- og framsóknarflofkkurinn það er ljóst eða hvað. Jú jú það er öruggt því þeir settu landið á hausinn sko og gáfu bankana og allt. Eða hvað ja hvernig fór með bankana eftir hrun umm, eeee hvernig var atvinnuástandið eða kaupmáttur. nei nei þá er þessi samansaumaðafylkingvinstriullarsokkaoggrænmetishausafélagsvandamálahyggjuumhverfisslysasinnandi flokkar mikklu betri kostur. þ.e. ef við viljum óbreytt ástand.
Nei alls ekki burt með ríkisstjórnina núna og upp með byltinguna
Ég styð mótmæli og byltingu
Hilmir (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 21:05
Takk fyrir þetta Hilmir: Það er alveg ljóst að það skiptir okkur engu máli hver af Fjórflokknum er við völd ... almenningur er alltaf í sama skítnum. Peningar leita í sýauknu mæli í sömu hendur og engar grundvallarbreytingar eru gerðar, bara settir smá plástrar og svo lofað aftur uppí ermarnar fyrir næstu kosningar!
Það verður að fara útí raunverulegar afskriftir skulda hjá heimilum, sveitarfélögum og ríki, auk þess að endurskipuleggja efnahagskerfið ... FRÁ GRUNNI!
BJÖRK , 15.11.2011 kl. 22:22
Þegar firringinn er orðin svona yfirgengileg í stjórn landsins og málum fólks sem er hreint í klessu á öllum sviðum, þarf eitthvað annað enn málfundi, loforð og væntingar. Það er ekki einu sinn nægilegt að skilja ástandið. það þarf að gera eitthvað líka.
Fólk getur algjörlega gleymt því að málin leysi sig sjálf. Og því síður að stjórnvöld muni leysa þetta fyrir fólk. Ef folk er að nota sömu aðferð aftur og aftur, verður það líka að sætta sig við sömu niðurstöðu aftur og aftur. Semsagt enga úrlausn mála.
Fólk er misnotað með hefðbundnum aðferðum. Það er þjálfað og tamið að vera kurteist. Það er vitað að það getur slegið saman pottum og pönnum og gert hávaða. Síðan er vitna í lög landsins á sama hátt og afdankaðir prestar arabaríkja drottna yfir fólki með tilvitnun í kóran.
Allir skilja hvernig ástandið er. Allir vita af óréttlætinu. Allir vita að ræningjakvörnin malar fóljk niður í rólegheitunum, "með fullri kurteisi og virðingu". Þetta er risavaxið leikrit sem fólk er pínt í að taka þátt í, í nafni kurteisi, friðar og mannkærleika.
Friðsöm mómæli eru út í bláinn. Þau hafa verið reynd, það er gert ráð fyrir þeim. Stefnan er að þreyta fólkið þannig að það hætti að geta mótmælt. Rauði Krossin hgetur síðan séð um að henda matarbitum í þenna skríl sem ekki á mat og aðrar nauðsynjar.
Fórnarskák bankanna með Ríkisstjórninna við völd er engin fórnarskák. Hún byrjaði með að Steingrímur skrifaði innistæðulausa ávísun til að fjármagna bankanna. Til þess að það væri síðan til fyrir tékkanum á gjalddaga, þurfti að fá bankanna til að slíta heimilinn af fólki svo hægt væri að gera ávísuninna gjaldgenga. Og það er takast.
Það vantar að framkvæma 100 eignaupptökur svo svi Steingrímur fái ekki skömm í hattin fyrir að falsa peninga fyrir bankanna í byrjun. Pétur Blöndal kann öll þessi trix. Þetta er uppskriftinn hans sem hann notaði á sínum tíma þegar Kaupþing var stofnað. Hann lánaði aldrei þeim sem hann vissi að gátu borgað til baka. bara þeim sem hann vissi fyrirfram að áttu ekki sjens að greiða. Og hann situr á þingi sem sérfræðingur.
Allt Alþingi er orðið eitrað af bitlingum, mútum, kaupum og sölum á atkvæðum frumvarpa, kvótakerfa og verðtryggingarbulls. Ísland er skrípaland í augum útlendinga og hefur alltaf verið. Klondike verðbréfa og þvottamiðstöð fyrir svarta euturlyfjapeninga úr austantjaldslöndunum.
Ef einhver trúir því að Ríkisstjórn Íslands í dag, eða einhver í framtíðinni muni laga eitt eða neitt, þá er hinn sami ekki með á nótunum. Ríkisstjórn Ísland er ekki með þau völd sem fólk heldur. Og jafnvel þó peningamafír landsins sæi aumur á þeim og leyfði þeim að stjórna einhvern tíma, myndi Ríkisstjórni þurfa að snúa sér til nákvæmlega sama fólk til að vita hvað ætti að gera.
Og þar með er málið komið í enn einn hringinn.
Óskar Arnórsson, 16.11.2011 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.