12.11.2011 | 12:45
"Geggjað krípí" níðingur verndaður af biskupi
Loksins hefur Karl Sigurbjörnsson gefist upp á að bíða eftir að þetta ljóta mál sem hann klúðraði myndi blása hjá. Eins og íslenskir þingmenn hefur hann trúað því hingað til að gamla góða þöggunin myndi virka og á endanum myndi fólk gleyma þessu og hann gæti farið á spjöld sögunnar sem hver annar 'saklaus' biskup.
Með hylmingunni hefur þú Karl, gert þig samsekan Ólafi Skúlasyni í hans ofbeldi og vanvirðingu gagnvart konum og börnum.
Ólafur Skúlason fermdi mig og flest mín bekkjarsystkini í Bústaðarkirkju nítjánhundruð áttatíu og eitthvað. Þeir sem stóðu sig sérstaklega vel í fermingarfræðslunni fengu þann vafasama heiður að vera boðnir heim til Ólafs í pulsupartý (sem er frekar kaldhæðnislegt í dag). Í fyrsta sinn á æfinni hafði ég enga löngun til að standa mig og mætti bara rétt nægilega mikið til að fá að fermast. Ekki vildi maður ýfa neinar fjaðrir á þessum árum með því að sleppa fermingunni. Okkur vinkonunum fannst Ólafur vera "geggjað krípí" og vildum helst ekki vera nálægt honum. Það kom mér sannarlega ekki á óvart þegar ásakanir á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi fóru að berast, en viðbrögð Karls og annarra forsvarsmanna kirkjunnar hafa líklega sett smiðshöggið á það vantraust og andúð sem ég hef gagnvart trúfélögum í dag.
Sögulega má sjá að trúfélög snúast um að berja niður og kúga lýðinn á sama tíma og viðkomandi trúfélag sölsar undir sig veraldlegan auð og völd. Breyskir menn innan kirkjunnar hafa misnotað trú hinna veikburða til að komast yfir það sem þeim henntaði, gagnrýnislaust, því þetta voru jú fulltrúar gamla Guðsins með hvíta skeggið sem sat á skýinu. Hver neitar Guði?
Obeldið er því algert í krafti Guðs almáttugs!
AMEN
Karl lætur af embætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Presturinn sem skírði mig stóð síðar í áratugalöngum heimskulegum deilum og málaferlum við þingmanninn nágranna sinn.
Prestinum sem fermdi mig var síðar stungið í steininn fyrir fjárdrátt.
Presturinn sem gifti mig var nokkuð örugglega búinn að fá sér aðeins í tánna þegar hann framkæmdi atöfnina (það skal þó tekið fram að hann framkvæmdi athöfnina með miklum sóma).
Tek það fram að ég er fyrir löngu genginn úr þessum vandæðasöfnuði enda átti ég aldrei neitt erindi þangað.
Einar Steinsson, 12.11.2011 kl. 14:31
Þú ert augljóslega óheillakráka fyrir presta Einar
BJÖRK , 12.11.2011 kl. 15:52
Takk fyrir þetta Björk! Fékk ógeðishroll þegar ég las varnarpistil frænkunnar á vísi núna áðan. Ekki vegna þess að hún sé ekki að skrifa í bestu meiningu og bestu trú, heldur vegna þess að þarna kristallast eðli þessarra brota, og eðli þessarra manna. Þeir eru og verða - allavega flestir - sjarmatröll og sýna ótrúlega dásamlegar hliðar á sér þegar þeim hentar. Ég þekki þetta allt of vel því miður. Sorglegast þykir mér að sjá orrahríðina sem stendur á vinkonu minni Guðrúnu Ebbu. Og ég er líka gengin úr þessum söfnuði fyrir allnokkru síðan, og vegna þess að ég vil ekki að sóknargjöldin mín renni í einhvern vasa, skráði ég mig í annað trúfélag. Og því neita ég Guði, þó ég eigi MINN guð.... sem er nota bene ekki með stórum staf, ekki í óléttukjól á gylltu hásæti, með sítt hvítt skegg o.s.frv. Þarf ekki að útskýra minn guð fyrir nokkrum manni. Og ég fer ekki ofan af þeirri skoðun minni að trúarbrögð eru af hinu illa. Þau eru líka fyrir fólk sem er hrætt við helvíti, meðan TRÚ er fyrir fólk sem hefur verið í helvíti.
Berglind Nanna Ólínudóttir, 12.11.2011 kl. 16:18
Takk fyrir innlitið Berglind Nanna.
Ég er alveg sammála þér, menn hafa gert margt ill í nafni trúar og trúfélaga. Ég skráði mig utan trúfélaga fyrir nokkru síðan og hef mína trú fyrir mig á mínum fosendum!
BJÖRK , 12.11.2011 kl. 17:00
Takk Björk að segja reynslu þína af Ólafi, þú ert ekki ein um þetta. Það var alkunna í bústaðasókn að fermingastúlkur héldu sig eins langt frá Ólafi og hægt var. Vinkona mín neitaði að láta Ólaf ferma sig af þvi hún gat ekki einu sinni hugsað sér að taka í hendina á honum, þetta var löngu fyrir tíma allra ásakanna á hendur Ólafi. Ætli minningar fermingastúlkna úr bústaðasókn séu falskar minningar?
Þess utan er næstum nóg að skoða myndir af kallinum til að sjá að hvaða mann hann hafði að geyma.
Sólbjörg, 13.11.2011 kl. 13:03
Takk fyrir innlitið Sólbjörg. Ég var einmitt að rifja upp í framhaldi af þessu pistli hvernig mér varð um þegar Ólafur var settur vígslubiskup. Trúverðugleiki kirkjunnar (ef einhver var) gufaði hratt upp. Þá varð enn og aftur opinbert að kirkjan var á þessum tíma klassískur 'old boys' klúbbur því ég get ekki ímyndað mér að hópur kvenna hefði valið þennan mann til trúnaðarstarfa.
Kirkjan er eftir því sem ég get best séð enn fyrst og fremst kallaklúbbur. Ein og ein kona koma þarna fram og virðast vera þaggaðar í hel strax í upphafi.
BJÖRK , 13.11.2011 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.