Íslensku hjálparsveitirnar einstakar í heiminum - TAKK FYRIR!

Íslenskar hjálparsveitir eru fjármagnaðar aðallega af frjálsum framlögum almennings og fyrirtækja, auk sérstakra söfnunarátaka svo sem sala neyðarkallsins (neyðarkonunar í ár) og flugeldasala. Eftir því sem ég best veit er hvergi annarstaðar í heiminum sambærilegt kerfi. Neyðarhjálp er yfirleitt sinnt af her (hermönnum) viðkomandi lands, sem einskonar 'aukaverkefni' manna á fullum launum við þjálfun með allan búnað borgaðan af viðkomandi ríki.

Á Íslandi er ekki her sem slíkur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Björns Bjarnasonar, fyrir utan 15-20 manna hóp sem sinnir friðargæslustörfum, en það er efni í annað blogg ... 

Við stöndum frammi fyrir hrikalegri og hættulegri náttúru landsins, mikið af óbyggðum og erfitt veðurfar á vetrum, já og sumrum stundum líka. Ferðaþjónustan er sívaxandi og ferðamenn, oftar erlendir en einnig íslenskir oft vanbúnir til útivistar og óvanir fjöllum og jöklum. 

Við stöndum frammi fyrir óveðrum sem rífa af þakplötur og feykja óvörðum trambolínum út um allar trissur. 

En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Fjöldi sjálfboðaliða er reiðubúinn með augnabliks fyrirvara að yfirgefa heimili og vinnustaði til að ganga á fjöll og firnindi til leitar eða aðstoðar. Ekki nóg með það, heldur sjá flestir sjálfboðaliðar alfarið um að kaupa og viðhalda eigin búnaði og fatnaði auk þess að sinna fjáröflun fyrir starf sveitanna. Í hverju útkalli eru sjálfboðaliðar að hætta lífi og limum fyrir okkur hin sem sitjum heima við tölvuna og vildum gjarna finna leið til að sýna þakklæti.

Höfum þetta í huga þegar við kaupum flugeldana í ár!


mbl.is Leit á jöklinum haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband