10.11.2011 | 20:29
Smá von fyrir lýðræðið meðan kjörnir fulltrúar meiga enn tjá sig
Manni blöskrar þessi Ameríski fílingur að allir séu að kæra hvorn annan út og suður. Blaðamenn eru kærðir fyrir, að manni finnst, fullkomlega eðlilega gangrýni á spillingu og svik. Ekki er nóg með kærurnar heldur er það blaðamaðurinn sjálfur sem ber kostnaðinn en ekki ritstjóri eða fjölmiðillinn sjálfur.
Vissulega þurfum við að koma fram við hvort annað af virðingu EN fyrr má nú aldeilis fyrr vera, að hafa af bláfátækum blaðamönnum aleiguna fyrir ummæli um forríka bankaræningja.
Ef kjörnir fulltrúar geta ekki tjáð sig er alveg ljóst að þeir geta ekki sinnt sínu starfi, þessi dómur gefur því smá von um vott af lýðræði!
Kjörnum fulltrúum ber að tjá sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.