Þorgerður Katrín fékk 1.900 milljónir afskrifaðar - óflekkað mannorð?

Þorgerður Kartrín ásamt manni sínum fær yfir 2% af öllum afskriftum heimilanna í landinu eða 1,9 milljarða af þeim 172,6 sem sem afskrifaðir hafa verið frá efnahagshruninu.

Nú er öllum lýðnum ljóst að það sem þingmaðurinn okkar gerði, stenst lög. Það fellur undir flokk sem allt of margir þingmenn eru í þessa dagana, löglegt en siðlaust.

Í 34. grein stjórnarskrárinnar segir að kjörgengir til Alþingis séu þeir sem hafa óflekkað mannorð.

En hvað er ÓFLEKKAÐ MANNORÐ? Hingað til hefur sú skilgreining verið höfð um alla þá menn sem ekki er búið að sakfella fyrir glæpi i dómstólum landsins eða fengið uppreisn æru þrátt fyrir slíkt athæfi. En sú skilgreining hefur skilað okkur Árna Johnsen á þing auk annarra sem ég get ekki annað en flokkað sem illa siðspillta einstaklinga.

Það er kominn tími til að endurskilgreina ÓFLEKKAÐ MANNORÐ!

ALLAR TILLÖGUR VEL ÞEGNAR!  


mbl.is Lánaniðurfærslan 172,6 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: BJÖRK

Reyndar eru þetta um 5,6% af afskriftum sem Þorgerður og hennar ektamaður fengu ef stuðst er við hreinar afskriftir en ekki lögbundnar lagfæringar... sjá hér

BJÖRK , 10.11.2011 kl. 15:24

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Sjallarinir sjá um sína.

hilmar jónsson, 10.11.2011 kl. 15:25

3 identicon

Komið þið sæl; Björk - og aðrir gestir, þínir !

Hilmar; bara,, einu sinni enn !

...... og þitt fólk (vinstra ruslið); sér um þinn söfnuð.

Merkilegur Andskoti; hvað þú hangir aftan í þessu liði, Hilmar minn.

Hinsvegar; er hlutur miðju- moðsins (''Sjálfstæðis'' og ''Framsóknar''  viðbjóðsins) ekki minnstur, þar; um slóðir.

Fylgdu mínum fornu ráðum Hilmar; - og segðu þig frá fylgispekt þinni, við íslenzk stjórnmála úrhrök. Mannorð þitt; sem almennt heilsufar, yrði snöggtum betra - á eftir, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; af utanverðu Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 16:03

4 Smámynd: BJÖRK

Hilmar og Óskar Helgi: Fjórflokkurinn sér svo sannarlega um sína, sem er eitt af grunndvallar göllum íslensks þjóðfélags ... náða vini síða og gefa þeim góðar stöður...

BJÖRK , 10.11.2011 kl. 16:17

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þessi siðlausa kona á ekki að vera á þingi Íslendinga- en þingmenn á 'Islandi hafa aldrei sagt af ser- enda siðblindir með öllu ! Engin pressa á þeim heldur- þeir eru eins og gröfukallarnir- fá nyja kennitölu !

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.11.2011 kl. 16:18

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er ekki hugtakið "Óflekkað mannorð" sem við þurfum að endurskilgreina, heldur hvað fellur undir það.

Það er svo komið að margur maðurinn kærir sig varla um þetta óflekkaða mannorð ef það skilar honum í flokk með þessu fólki, sem ásamt endalaust mörgum öðrum er vægast sagt með ljóta flekki á mannorðinu.

Spillingin er orðin svo rosaleg að það þyrfti að skilgreina þessi "óflekkuðu" dæmi samfélagsins sem mannorðssjúskaða , mannorðsfatlaða,  eða eitthvað í þá áttina.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.11.2011 kl. 16:29

7 Smámynd: BJÖRK

Erla Magnea: Hvetjum fólk til virkni! Nú er nóg komið af spillingunni á þingi!

BJÖRK , 10.11.2011 kl. 16:34

8 Smámynd: BJÖRK

Bergljót: Mér er í raun sama hvernig þetta er orðað, siðlausir einstaklingar eiga ekki að sitja á þingi!!!

BJÖRK , 10.11.2011 kl. 16:35

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sammála sæíðasta ræðumanni, af heilum hug!

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.11.2011 kl. 17:03

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér fannst þetta samt pínu pons snubbótt svar, þar sem óskað var eftir tllögum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.11.2011 kl. 17:05

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Það, að við skulum enn vera í þannig stöðu eftir hrunið og alla umræðuna sem fram hefur farið, að þessi hjón skuli smjúga framhjá réttvísinni með 1,9 miljarð, á sama tíma og heimili og fjölskyldur leysast upp vegna bágrar peninga stöðu, hreinlega fyllir mann sorg..

hilmar jónsson, 10.11.2011 kl. 18:23

12 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Þau fá ótrúlega stórt hlutfall af heildar niðurfellingunum, þetta er í það minnsta siðlaust. Ég hef alltaf litið þannig á að hún hafi búið yfir innherjaupplýsingum þegar þau færðu skuldirnar yfir í 7 hægri ehf.

Varðandi spurninguna um óflekkað mannorð, þá hlýtur að vera mikilvægast að kjósendur hafni svona frambjóðendum. En tryggðin við Sjálfstæðisflokkinn er slík að það er alveg sama hvaða fólk er í framboði fyrir þau skuggalegu samtök.

Ég held reyndar að töluvert stór hluti atkvæða Sjálfstæðisflokksins sé fenginn með svindli. Ég var stundum í því að taka á móti kjósendum í kjördeild og byðja um skilríki og merkja við. Maður tók eftir því að menn í kosningavél flokksins hreinlega smöluðu öldruðum og fötluðum á kjörstaðinn og oft hreinlega merktu þeir við á kjörseðilinn fyrir fólkið.

Sveinn R. Pálsson, 10.11.2011 kl. 18:27

13 Smámynd: BJÖRK

Bergljót: Hvað fannst þér snubbótt?

Hilmar: Réttvísin þarna eru vinnureglur bankanna sem höfðu önnur lög yfir almenning og smáfyrirtæki en ákveðnar fjölskyldur og alþingismenn þeirra ...  manni sannarlega verkjar í hjartað þegar títt nefndur almenningur á svo að borga brúsann!

Sveinn: Það voru ansi margir sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum en hafa ekki (að mér vitandi) verið kallaðir á teppið. Enda er trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins nánast enginn í dag!

Ég velti því fyrir mér hvort rétt væri að banna það að fólk fari með öldruðum og/eða fötluðum í kjörklefa nema að sannarlega sé um umönnunaraðila eða nánustu fjölskyldu að ræða ... ?

BJÖRK , 10.11.2011 kl. 20:00

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Svar þitt við máttlausri tilraun minni til að senda inn tillögur um nýja skilgreiningu á óflekkuðu mannorði, þ.e. sem þú baðst um.

Mér er líka sama hvernig þetta er orðað, en svaraði af því beini um slíkt lá fyrir.

Ég er ekkert móðguð, fjarri því og vil að þetta siðlausa lið komist undir manna hendur, þó svo að einhver bið virðist ætla að verða á því. Við þurfum að koma því þannig fyrir að ekkert geti verið siðlaust en löglegt. Hvorki þegar almenningur eða þeir sem hafa valdið  eiga  í hlut. Þetta er svo ógeðslegt að það liggur við að maður urri sig í svefn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.11.2011 kl. 20:45

15 Smámynd: BJÖRK

Bergljót: Gott að við erum ekki að eyða tíma í að verða móðgaðar

'Mannorðssjúskaður' eða 'mannorðsfatlaður' eru auðvitað dásamleg orð ... sem segja mér og þér heilmikið. Það sem ég er kannski að velta fyrir mér hvort hægt sé að þrengja hringinn með mun meira konkret hlutum eins og að segja að flekkað mannorð sé þegar:

1. afskriftir á eigin kennitölu eða hlutafélaga fara yfir 20 milljónir ...

2. hefur hlotið dóm fyrir lögbrot á Íslandi (ekkert uppreisn æru kjaftæði)

3. X% kosningabærra manna segja að þú sért óhæfur til setu á Alþingi

4. ....

Hvað heldurðu að mætti bæta við upptalninguna??

BJÖRK , 10.11.2011 kl. 21:28

16 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hverju má bæta við?

  þegar þú ert fyrilitinn af þorra manna fyrir svindl og svíarí, og leyfir þér að horfa framan í kjósendura með hrokasvip þess sem hefur valdið.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.11.2011 kl. 22:16

17 Smámynd: BJÖRK

Bergljót: eitthvað á þá leið :)

BJÖRK , 10.11.2011 kl. 22:35

18 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég held að margur þingmaðurinn sé samviskulaus og er á þingi í eigin þágu,það er higlað að þeim úr ímsum skúmaskotum og þeir hafa aðgang að því sem við  utan þings höfum ekki.það situr á þingi dæmdur maður sem ráðstafaði Sattfé í eigin þágu og nú er hann að ráðstafa fé frá Ríkinu viða byggja torfbæ upp í Skálholti..Mín spurning er sú hver andskotinn er að ske hjá þeim sem kosnir voru á þing??

Vilhjálmur Stefánsson, 10.11.2011 kl. 23:43

19 Smámynd: BJÖRK

Góð spurning Vilhjálmur!

Ég hef velt því fyrir mér hvort ekki verði að setja lög um hvenær ráðherrar og þingmenn VERÐA að segja af sér ... eða hvað þarf til að kröfu þjóðarinnar um afsögn verði að hlýta ...

BJÖRK , 10.11.2011 kl. 23:55

20 Smámynd: Dexter Morgan

Þetta er nú ágætis umræða og þörf. Einmitt núna, í dag, sagði Norski dómsmálaráðherrann af sér embætti, vegna mistaka undirmanna sinna í starfi varðandi hryðjuverkinn í Osló og Útey í sumar. Þar létu 77 mann lífið. Norðmenn telja það feikinóg sem gjald fyrir einn ráðherrastól. Á Íslandi hafa öruglega jafnmargir, ef ekki fleiri, látið lífið, eða tekið sitt eigið líf, sem beinlínis má rekja til hrunsins. Margir hafa séð sína sæng útbreidda, ekki átt í nein hús að vernda og endað lífið í skömm og lítilsvirðingu.

Nú er bara spurninginn, hver ber ábyrgð á íslandi. Hver/hverjir bera ábyrgð á íslandi.

Mér þykir leitt að þurfa að segja það, en það er ENGINN, NÚLL, ZERO. Þannig er það nú bara á íslandi og hefur alltaf verið.

Héraðsdómar eru líka búnir að opna "fyrningar-ruslatunnuna" sína og þangað fara öll þessi mál héðan af. Líka mál þingkonunar Þorgerðar Katrínar.

Dexter Morgan, 11.11.2011 kl. 18:12

21 identicon

Erla-eru allir grofukarlar med nyja kennitolu?

Bloggsi (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 19:01

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta sýnir vel hversu illa margir fóru á þessum erlendu kúlulánum. Kristján tekur tæpar 900 millur að láni og er rukkaður um tæpar 2000. Hann stendur eftir með verðlaus hlutabréf. - Auvitað hefði hann átt að fara að eins og t.d. Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, sem var einn af þeim bankastarfsmönnum sem innleysti mikinn kúlulánsgróða á dögum íslenska góðærisins. Hún hætti í bankanum í árslok 2006 eftir að hafa selt hlutabréfin sín í bankanum sumarið 2005. Kristín er annar af tveimur fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings sem stofnuðu fjármálafyrirtæki fyrir kúlulánsgróðann sinn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.11.2011 kl. 01:22

23 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

En varðandi skilgreiningu á óflekkuðu mannorði, verður varla hægt að segja alla þá sem hafa farið á hausinn, átt í fyrirtæki sem hafa farið á hausinn eða verið giftir þeim sem farið hafa á hausinn, með flekkað mannorð og ættu því að missa kjörgengi sitt til Alþingis. Það mundi enda með því að sjálfkjörið yrði til þings, ef þá svo margir óflekkaðir yfirleitt fyndust.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.11.2011 kl. 01:31

24 Smámynd: BJÖRK

Svanur: Ég trúi því að hægt sé að finna leið til að skilgreina þetta þannig að óþokkarnir séu sorteraðir frá öðrum ... a.m.k. þessir al-verstu ...

Einnig tel ég mikilvægt að mögulegt sé að henda mönnum út af þingi með undirskriftarlistum, t.d. 10% kosningabærra manna ... eins og ákveðinn þingmann úr ákveðnu kjördæmi sunnan megin á landinu ...

BJÖRK , 12.11.2011 kl. 12:53

25 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Lausnin er að taka upp persónukjör og banna sjórnmlaflokkum að bjóða fram.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.11.2011 kl. 13:01

26 Smámynd: hilmar  jónsson

Þá er spurningin, hvenær verða persónur að stjórnmálaflokki ?

hilmar jónsson, 12.11.2011 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband