Grasrótarmiðstöðin tekur til starfa

Stofnun Grasrótarmiðstöðvarinnar hefur gefið grasrótarstarfi landans byr undir báða vængi. Hingað til hafa Íslendingar upp til hópa tuðað heima við eldhúsborðið, án þess að vera með virka þáttöku í því grasrótarstarfi sem á sér stað hjá hinum ýmsu hagsmuna og þrýstihópum, um bætta hagsmuni almennings. Þeir eru samt sem áður að sjá í síauknu mæli að breytingar gerast þegar fleiri standa saman. Að hvert og eitt okkar skiptir miklu máli í baráttunni fyrir mannsæmandi framtíð í þessu litla landi.

Það er mikið og stórt skref að forsetinn hvetur fólk til þátttöku grasrótarstarfi. það er samt í raun mjög eðlilegt að forseti lýðræðisþjóðar hvetji þjóð sína til að vinna í virku lýðræði.

Ég frétti að tveir fjölmiðlar hefðu verið viðstaddir, Svipan og grískir kvikmyndagerðarmenn að vinna heimildarmynd. Ég fagna því að sjá umfjöllun á þessu hér á vef morgunblaðsins, sem má líklega þakka forsetanum frekar en áhuga miðilsins á grasrótinni.

Ég velti því fyrir mér hvort einhverjir og þá hvaða þingmenn mættu á fundinn ... eða er þeim skítsama hvað grasrótin er að gera?

 

 


mbl.is Forsetahjónin hjá grasrótinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það mætti enginn þingmaður á fundinn í gærkvöldi, en Hreyfingin kemur að Grasrótarmiðstöðinni ásamt mörgum öðrum.

Það voru grískir heimildamyndargerðarmenn á fundinum með kvikmyndatökugræjur.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.11.2011 kl. 09:28

2 Smámynd: BJÖRK

Þakka Axel Þór, og leiðrétti þetta með erlenda miðilinn. Ég er frekar hissa að þingmenn Hreyfingarinnar hafi ekki látið sjá sig, maður bjóst ekki við öðru hjá öðrum þingmönnum ...

BJÖRK , 10.11.2011 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband