Auglýsi eftir fagmennsku í skipulagningu vegaframkvæmda

það er vissulega að bera í bakkafullan lækinn að fara að tjá sig um gerð Vaðlaheiðargangna og fjármögnun þeirra, en umræðan er á svo miklum villigötum að ég ætla að falla í þá gryfju að koma mínu sjónarmiði á framfæri.

1. Í fyrsta lagi er ekki verið að tala um að fjármagnið sitji nú ónotað í ríkissjóði og nú eigi að sóa því í eitthvað annað en grunnþjónustu. Um er að ræða lántöku sem greiða á með veggjaldi, áhrifin á ríkissjóð eru því enginn í raun, ef útreikningar standast.

2. Forsendur útreikninga er sjálfsagt að fara vel yfir og er ég ákaflega hissa á ráðherra að leggja þetta mál fram að órannsökuðu/óstaðfestu máli. Aftur á móti verður að gagnrýna málfluttning sumra þingmanna sem grípa tölur ýmist úr lausu lofti eða vísa í tölur frá FÍB sem þegar hafa verið hraktar með sannarlegum hætti auk þess sem samfélagsleg hagkvæmni og aukin atvinna við framkvæmdir koma í raun þarna ofaná.

3. Forgangsröðun vegaframkvæmda er alltaf álitamál og hverjum finnst sinn fugl fagur í þeim málum. Við sem búum á landsbyggðinni og vitum hvað samgöngur geta verið varhugaverðar, með háum fjallvegum og ófærð á vetrum finnst það liggja í hlutarins eðli að hér verði að gera göng sem allra fyrst. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðunu vita að flest umferðaslys verða þar sem byggðin er þéttust og telja þvi eðlilegt að mun meira verði lagt í vegaframkvæmdir þar. Ég tek algerlega undir með Þóroddi Bjarnasyni sem kallar á fagmennsku í skipulagningu framkvæmda með öll sjónarmið að jöfnu án hagsmunapots. 

4. Pólitík og kjördæmapot á engan samastað með framkvæmdum sem snúast um öryggi og fagmennsku með eins mikilli hagkvæmni og völ er á. Vegagerðin ætti að geta unnið óháð pólitík að því að gera íslenska vegakerfið gott fyrir alla notendur þess.


mbl.is Endurskoði forsendur ganganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband