9.11.2011 | 08:58
Glatað efnahagskerfi
Það er alveg ljóst að það efnahagskerfi sem við búum við í dag er gersamlega glatað! Heimurinn mun ekki ná jafnvægi fyrr en núverandi kerfi er lagt af og nýtt tekið upp. AGS berst nú með kjafti og klóm til að viðhalda gömlu ónýtu kerfi með sérstökum stuðningi Íslenskra stjórnvalda. Það eina sem mun ávinnast með þessari baráttu er framlenging á dauðastund núverandi kerfis.
AGS er í stöðu til að móta nýtt kerfi og koma því á koppinn, en mun líklega halda áfram að neyða lönd á sömu braut þar til heimurinn er allur kominn í stöðu þriðja heims ríkja, sem gæti gerst innan örfárra áratuga ef áfram heldur sem á horfist.
Lagarde óttast glataðan áratug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.