4.11.2011 | 01:23
Sveitarfélög skera þjónustu - en ríkisstjórnin horfir sakleysislega í hina áttina og vill færa fleiri verkefni til sveitarfélaga
Upphafið að niðurskurði er á sviði tómstunda ... en vandi margra sveitarfélaga er slíkur að þar verður ekki staðar numið.
Eftir hrun hefur kostnaður vegna velferðarmála aukist um 62% þrátt fyrir mikið aðhald. Fjöldi atvinnulausra dettur nú af atvinnuleysisbótum í hverjum mánuði sem eykur neyð sveitarfélaga.
Forsætisráðherra hefur biðlað til sveitarfélaga að taka að sér frekari og viðameiri verkefni, og talað um að tryggja verði fjármagn. Maður veltir því fyrir sér hvort það verði eitthvað í takt við skjaldborgina um heimilin ...
Ekki til peningur til að opna skíðasvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað á ríkisstjórnin að gera í málinu? Á hún einhverja peninga ? ,,annars hélt maður að það mundi drjúpa gull af hverju strái fyrir austan eftir að álverið kom. Er það eitthvað að klikka?
Óskar, 4.11.2011 kl. 01:45
Óskar: Það sem ríkið þarf að gera er að taka risastóra, mjög hugaða, ákvörðun um að krefjast afskrifta af skuldum, ríkis, sveitarfélaga og heimila. Veðsetning yfir 50-70% af þjóðarframleiðslu er algerlega útí hött! Í dag erum við að borga um 20% af ríkisútgjöldum BARA Í VEXTI!
Álverið er síðan alveg önnur umræða. Um leið og ég hef fullan skilning á þörf og kröfu heimamanna um stóran kjölfestu vinnustað, er alveg ljóst að einn plástur, sama hversu stór hann er, bjargar ekki manni með opið beinbrot ...
BJÖRK , 4.11.2011 kl. 08:19
BJÖRK, er ekki allt í lagi með þig? Eða ertu með raunhæfar tillögur um hver á að borga þessar afskriftir???
Endilega láttu það koma ef þú lumar á einhverjum sem eru til í slíkan díl.
Landfari, 4.11.2011 kl. 09:36
jájá Björk - þú kannski gerir þér enga grein fyrir því AÐ ÞAÐ ER EINHVER SEM Á ÞESSI LÁN OG ef einhver skuldaði þér pening, hann væri hálfblankur, mundir þú þá bara vera aumingjagóð og gefa eftir skuldina??
Íslendingar haga sér enn eins og ofdekraðir krakkar, því miður- maður hélt að hrunið hefði kennt fólki eitthvað. Neinei, bara heimta allt áfram, aðrir eiga að borga, ekki borga lánin, aðrir eiga bara að gefa eftir sínar skuldir. Rikiskassinn er tómur en það virðist vera voðalega erfitt að skilja það.
Óskar, 4.11.2011 kl. 10:09
Sæl Björk; sem og aðrir gestir, þínir !
Nafni minn; (Haraldsson), og Landfari !
Báðir; farið þið villur vegar, í vandræðalegum andsvörum ykkar, til Bjarkar.
Tæplega 300 Þúsunda manna samfélagi; dugir 10% FLÖT skattheimta - sem jú, myndi þýða fækkun 85 - 95%, óþarfra Háskólagenginna afætna, ágætu drengir.
Montútgerð; svo fárra íbúa 103 Þús. ferkílómetra stórrar eyju, stenst engin rök.
Kæmi ekkert að sök; þó svo stjórnsýsla - sem almennir lifnaðarhættir Íslend inga, færðust, aftur til ársins 1970; eða, þar um bil.
Náttúrugæðin; til lands og sjávar, gera það að verkum, að engin þyrfti að líða hér skort, yrði valdastétt ESB nýlendu velda sinna, brotin á bak aftur - í eitt skipti, fyrir öll - og landsmenn næðu eðlilegu jarðsambandi, á ný, þar með.
Reynið; að skoða málin, í víðasta samhengi, piltar !
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi utanverðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 12:40
Þegar heimili stendur ekki lengur undir sínum skuldbyndingum án þess að steypa heimilismeðlimum í mikla örðbyrgð og hungur, hvort sem það er vegna óráðsíu eða stökkbreyttra lána, er fjárhagslega ábyrgt að fara í heildar endurskoðun og líklega gjaldþrot.
Það sama gildir um fyrirtæki.
Það er kominn tími til að gera sér grein fyrir að núverandi hagkerfi er einungis að fúnkera til að gera ríka ríkari og fátæka fátækari. Við verðum að hugsa þetta uppá nýtt!
Nú þegar er hafist handa við að afskrifa skuldir þjóða, einungis er rætt hversu mikið.
BJÖRK , 4.11.2011 kl. 13:27
Björk þú svarar ekki spurningunni. Ef þú lánar einhverjum milljón, viltu ekki fá það til baka? Eða ertu sátt við að fá bara helminginn til baka? Geturðu lánað mér milljón, ég skal svo sjá til eftir efnum og aðstæðum hvort ég borgi þér 3 eða 5 hundruð þúsund af milljóninni til baka! Hvernig heldur þú að fari fyrir lánstrausti aðila sem haga sér svona?
Nafni eru háskólagengnir nú orðnir afætur? Það er margsannað að eftir þvi sem menntunarstig þjóðar er hærra því betri er efnahagur þjóðarinnar. Menntun er auðlynd. Menntunarstig er almennt mjög lágt í Afríku. Það er sennilega mesta böl þjóðanna þar. Nafni vill greinilega koma okkur á stall með þeim þjóðum.
Óskar, 4.11.2011 kl. 14:01
Óskra, það drýpur vissulega "smjör" af hverju strá hér eystra, en hrunið er samt þungbært hér sem annars staðar.
Fjárfesta þurfti í stærra grunnskólahúsnæði, lóða og gatnagerð og ýmsu í innviðum samfélagsins til að taka á móti fjölguninni sem varð í kjölfar álversins. Þetta var gert rétt fyrir hrun og erlend lán tekin fyrir því.
Að opna ekki Oddsskarð er skynsöm ákvörðun á þessum "hrun-tímum". Nýtingin á skíðasvæðum landsins á undanförnum árum, fyrir áramót, hefur víðast hvar verið mjög döpur vegna snjóleysis.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2011 kl. 14:08
Eru ekki öll lán á Íslandi verðtryggð og með okurvöxtum. Það er ástæðan fyrir því að fólk og fyrirtæki geta ekki þrifist. Hvor tveggja, verðtryggingin og okurvextirnir eru óþekkt fyrirbryggði erlendis, enda tekur engin heilvita maður, hvorki persónulega eða sem fyrirtæki lán með þessum skilmálum. Það eru einvörðungu heilaþvegnir heimskingjar á Íslandi sem gera slík, enda er árangurinn eftir því.
Afskriftir geta t.d. verið lækkaðir vextir um 2/3 og verðtryggingin skorin niður allstaðar. Er ekki hugmynd ríkisstjórnarinnar að ganga í ESB. Er þá ekki allt í lagi að byrja að hugsa um að fá útlendinga til að hugsa fyrir okkur og leysa málið, því ekki getur landinn það fyrir heimsku sakir.Því miður.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 16:20
Komið þið sæl; að nýju !
Nafni minn; (Haraldsson) !
Já; þorri Háskólagenginna, eru uppáþrengjandi afætur - sem helzt teljast nothæfar til, að færa þessa möppuna til - í hina hilluna, ónothæfir flestir; til framleiðslu- og þjóustu starfa, ágæti drengur.
Vertu svo ekkert; að snúa út úr orðum mínum, drengur - ég átti við, hið kyrrláta samfélag, sem hógværa, sem hér ríkti, framundir 1970 - þú gast alveg sparað þér Afríku viðmiðunina, með fullri virðingu, fyrir þeim heiðurs þjóðum, að sjálfsögðu.
Svo; verður bókvitið ekki, í Aska fæddra tossa látið, nafni minn - þó svo, reynt sé að skreyta marga þeirra, með einhvejum Helvítis sýndar gráðum.
Aðrar breiddargráður - annað loftslag; þar um slóðir, hvað Afríku snertir, svo fram komi, einnig. Gleymdu því ekki heldur; nafni minn.
Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 16:28
Já, það væri betra ef við lokuðum háskólanum, konur færu bara aftur af vinnumarkaðnum inn á heimilin, við hættum að eltast við nýjungar t.d. í læknisfræði og lifðum bara af landsins gæðum.
Það er auðvel að sitja heima við tölvuna sína og kalla háskólagengið fólk afætur en ef þú verður veikur, viltu ekki að læknirinn sé háskólamenntaður? ef þú yrðir dreginn fyrir dóm, viltu lögfræðing til að verja þig eða viltu bara gera það sjálfur? hvað með lyfjafræðinga, hjúkrunarfræðinga, kennara, ljósmæður? eru þau afætur líka?
Katrín (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 23:06
Óskar: Núverandi kerfi hefur leitt það af sér að 1% fólks í heiminum á 99% af öllum verðmætum, það er alveg kominn tími til að endurskipuleggja það.
Þeir sem leggja í fjárfestingar vita að þeir eru alltaf að taka áhættu með von um gróða, hingað til hafa þessir sömu 1% verið að hagnast á kostnað hinna ... það að þeir taki á sig afskriftir er fullkomlega eðlilegt!
BJÖRK , 4.11.2011 kl. 23:23
Komið þið sæl; á ný !
Katrín (hverrar; föður eða ættarnafn skortir) !
Hvar; ég er forlagatrúar, skiptir mig litlu - hvort þessi læknirinn, eða þá hinn, séu tiltækir. Ég fell niður dauður; þegar þar að kemur, ágæta Katrín.
Ég verði mig sjálfur; viðurkenndi ég lögmæti viðkomandi dómstóls, yfirleitt.
Já; kennarar, eru að uppistöðu afætur einnig, eins og sjá má, í hríðversnandi tungutaki, hinna yngri kynslóða - sem hrörnandi vísdómi, jafnframt.
Björk !
Það; er kjarni málsins, uppstokkun algjör - frá A - Ö, er meginverkefnið.
Með; sömu kveðjum - sem seinast /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 23:31
Óskar Helgi Helgason: Ég heyri að við erum sammála um að umbylta þurfi núverandi kerfi, enda alveg kristal tært að það er ekki að virka!
Aftur á móti held ég að vandamálið við skóla og fræðsluumhverfið sé kerfið sjálft og það að metnaðarfullir kennarar eru barðir niður af skólastórnendum ...
BJÖRK , 5.11.2011 kl. 11:36
Sæl; sem fyrr, gott fólk !
Björk !
Jú; þakka þér fyrir, ágæta eindrægni, þína.
En; brjóta þyrfti upp, hið trénaða mennta bákn - og koma á, alvöru skikki, í þeim málum, öllum.
Katrín þarf; að átta sig á, að ekki gangi upp, að eitthvert mennta snobb lið, fái að valsa með fjármuni skattgreiðenda, að eigin vild - sem geðþótta, og lítið vitrænt, liggi eftir það.
Svo; er nú skóli lífsins, einn sá bezti, sem kunnugt er !
Sömu kveðjur - sem seinustu, að sjálfsögðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 17:21
skóli lífsins er alltaf sá sem kennir okkur mest og best!
Bestu kveðjur í Árnesþingið utanvert frá Akureyri :)
BJÖRK , 9.11.2011 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.