31.10.2011 | 14:29
Vandi stjórnvalda gagnvart friðsömum mótmælum
Mótmæli eru að verða daglegt brauð á Íslandi, enda ástæður nægar til að safnast saman.
- Fátækt
- Rán bankanna á eigum almennings
- Vanhæfi þeirra sem sitja á Alþingi
- Sjávarútvegsstefna sem búið er að dæma sem mannréttindabrot
- Auðlindastefna sem rírir eign þjóðarinnar
- Og margt, margt fleira ...
það sem vekur hvað mesta athygli mína er að mótmælendur eru (nánast) alltaf friðsamir, mótmælin fara vel fram, enginn meiðist og ekkert er skemmt.
Fjölmiðlar sína þessu ákaflega lítinn áhuga enda enginn hasar til að auka lestur. Ef til vill er það eingöngu vegna þess að flokksgögnin vilja láta sem allir séu glaðir og allir hafi það fínt!
Stjórnvöld hafa að mestu látið sem þau sjái ekki mótmælin, með því að bregðast finnst þeim ef til vill sem þau væru að viðurkenna málstað mótmælenda með einhverjum hætti. En líklega bíða stjórnvöld þess þolinmóð að örfáir aðilar missi þolinmæðina og beiti ofbeldi svo afskrifa megi allar þessar þúsundir sem hafa mætt og mótmælt sem ofbeldismenn og ribbalda sem óþarfi er að taka mark á!
Tjaldbúar á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Varðandi ástæðuna sem þú tilnefnir sem: "Sjávarútvegsstefna sem búið er að dæma sem mannréttindabrot"
Minnir að strandeiðarnar hefðu átt að vera m.a. svörum við áliti Mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna (sem ekki er lagalega bindandi fyrir þjóðríki), á meintun mannréttindabrotum fiskveiðistjórnunar kerfisins. Eftir að strandveiðarnar voru innleiddar af núverandi rískistjórn hefur sjávarútvegsráðuneytið einnig úthlutað ákveðnum hluta af heildarafla, þá bæði í skötusel og makríl til útgerða óháð fyrri eign í kvóta. Getur verið að í dag með þessum aðgerðum ríkistjórnarinnar séum við búinn að uppfylla ákúrur/kröfur Mannréttindadómstólsins ?
Stefán Jónasson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 17:34
Stefán Jónasson þetta er mikill misskilningur hjá þér.
Sjómennirnir sem sóttu rétt sinn til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, þeir Erlingur Sveinn Haraldsson og Örn Snævar Sveinsson og fengu það skuldbindandi álit að íslensk stjórnvöld hefðu brotið á þeim jafnræðisreglu og svipt þá atvinnuréttindum, voru ekki á handfærum og þess vegna er þetta mjög ósvífinn en jafnframt ódýr útúrsnúningur hjá Vg og Samfylkingunni að halda því fram að mjög takmarkaðar og í raun ófrjálsar handfæraveiðar, bæti fyrir óréttmæta mismunun íslenskra stjórnvalda.
Fáum heiðvirðum lögfræðingum dettur í hug að halda því fram að álit Mannréttindanefndar sé ekki skuldbindandi nema þá þeim sem eru á jötunni hjá LÍÚ s.s. Helgi Áss Grétarsson. Eitt er þó víst að æðstu yfirmenn dómsmála og fiskveiða þ.e. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Ögmundur Jónasson eru sannfærðir um að álitið sé bindandi fyrir íslensk stjórnvöld. Þeir fluttu þegar þeir voru í stjórnarandstöðu sérstaka þingsályktunartillögu þar sem það kom skýrt og greinilega fram sjá: http://www.althingi.is/altext/135/s/0575.html
Athafnir eða athafnaleysi þeirra Jóns Bjarnasonar og Ögmundar Jónassonar í að bæta þeim Erni og Haraldi og sömuleiðis öðrum borgurum þessa lands verður þeim félögunum Ögmundi og Jóni og sömuleiðis ríkisstjórn Vg og Samfylkingar til ævarandi skammar. Þeir hafa kosið að hingað til að halda áfram að brjóta mannréttindi og látið eins og að álitið sem þeir áður veifuðu væri ekki til. Hér að neðan er fullyrðing þeirra Ögmundar og Jóns Bjarna um það atriði hvort að álitið sé bindandi eður ei. Leyfum vörðum mannréttinda að hafa orðið sem síðar breyttust í mannréttindabrjóta:
Sigurjón Þórðarson, 1.11.2011 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.