Steingrímur J. svarar fyrir gjörðir sínar

Mikið vildi ég vera fluga á vegg þar sem Steingrímur J. tafsar við að útskýra af hverju helmingur þjóðarinnar er að berjast í bökkum á hans vakt. Læt samt flugnahaminn liggja og bíð kvöldfréttanna.

Mikið vona ég að grasrótin hafi bein í nefinu og láti kallinn róa!

 


mbl.is Tvö í framboð gegn Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð vertu Steingrímu á ekki nokkrum vandræðum með að spinna fyrir náhirðina í VG, þau trúa þessu öllu eins og nýju neti.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 12:14

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Björk, þetta er stuttur og hnitmiðaður pistill hjá þér og hafðu þökk fyrir. Ég verð því miður að vera sammála nafna mínum. Steingrímur verður endurkjörinn, sorrí !

Kristján P. Gudmundsson, 29.10.2011 kl. 12:28

3 Smámynd: BJÖRK

Maður er alltaf svolítið hræddur við rétttrúnaðinn og hjarðhegðunina. En að kyngja því að 80% einstæðra foreldra eru að berjast við að ná endum saman á þeirra vakt ... ef þeir gleypa við því er þeim ekki viðbjargandi frekar en D og S ...

BJÖRK , 29.10.2011 kl. 12:30

4 Smámynd: BJÖRK

Kristján P. : Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að Steingrímur vinni samkvæmt bestu sannfæringu ... en það dugar vist ekki til þegar ástandið er svona.

BJÖRK , 29.10.2011 kl. 12:36

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Hvorki Steingrímur eða aðrir stjórnmálamenn gætu gert það kraftaverk að koma þjóðinni upp úr hruninu án verulegra skerðinga á lífskjörum.  Mér finnst eins og margir haldi að allt gæti bara verið eins og áður þrátt fyrir það að íslenska þjóðfélagið var gert nánast gjaldþrota.  Það tekur tima að ná sér upp úr því.

Þórir Kjartansson, 29.10.2011 kl. 13:14

6 Smámynd: BJÖRK

það sem hefur verið gert hér á landi er að millistéttin var þurrkuð út, það sem eftir lifir af henni er um það bil að verða búið með sparnaðinn og fer þá í fylkingu með hinum helmingi landsmanna. Hinir ríku standa uppi með pálmann í höndunum, flestir halda öllum eignum á sama tíma og allar skuldir eru afskrifaðar.

Bankarnir sem ríkið bjargaði í boði S og VG sýna milljarða í hagnað á meðan tugir prósenta íslensks almennings búa undir fátækramörkum!

Þórir: það má sannarlega gera MUN betur án þess að gera kraftaverk!

BJÖRK , 29.10.2011 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband