28.10.2011 | 10:22
Heimilum fórnað fyrir bankana - takk ríkisstjórn!
þá er tölfræðin komin: Rétt um 80% heimila einstæðra foreldra eiga erfitt með að ná endum saman og MEIRA EN HELMINGUR ALLRA HEIMILA Í LANDINU!
Ég vil gjarna heyra viðbrögð forystumanna Samfylkingar og Vinstri Grænna, sem hafa verið upptekin við að segja okkur að allt sé í fína lagi. Það var einmitt mjög áberandi á nýafstöðnum Landsfundi Samfylkingar að allir voru sammála um frábæran árangur forsætisráðherra! (Hvað ætli hefði þurft til að grasrót Samfylkingar væri óánægð?)
Vinstri Grænir halda sinn landsfund nú í lok mánaðar ... ég hef ekki trú á að sú grasrót verði eins sátt. Ennfremur vona ég svo sannarlega að Steingrímur J. verði settur af sem formaður fyrir að bregðast þjóðinni.
Manni verkjar í hjartað ...
Mörg heimili í vandræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Merkilegt að sjá hvað niðurstaða Hagstofunnar er, mér liggur við að segja upp á punkt og prik, eins og það sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa haldið fram. Tilteknir hópar í þjóðfélaginu hafa það svo gott að þeir ná að hýfa meðaltölin upp meðan aðrir hafa það svo skítt að furðu sætir að þeir séu ennþá á lífi.
Ég tek lika heilshugar undir með Gunnari Kristni, sem líkar bloggar um þessa frétt, að ekki er nóg að horfa til þess foreldris sem er með börnin hjá sér. Líka verður að líta á stöðu hins sem ekki er með börnin að jafnaði. Þó margir vilji ekki líta á málin þeim augum, þá má segja að þessir tveir hlutar parsins reki saman eina fjölskyldu með tvö heimili. Skoða þarf því stöðu þeirra í samhengi hver svo sem kostnaðarskipting þeirra er.
Marinó G. Njálsson, 28.10.2011 kl. 11:21
Af hverju er þetta lið ekki fyrir landsdómi
Magnús Ágústsson, 28.10.2011 kl. 11:34
Sammála þér Marínó, við erum búin að hafa nokkuð góða hugmynd um stöðuna lengi. Þó vissulega hefði verið gott að hafa þessar formlegu, opinberu niðurstöður fyrir fundinn í gær.
Einnig tek ég undir með þér varðandi meðlagsgreiðendur, þeir eru afskiptir og verða oft fyrir gríðarlega ósanngjarnri meðferð. það er ekki hagur barna að svona sé ástatt hjá fjarverandi foreldri!
BJÖRK , 28.10.2011 kl. 11:42
Magnús: Hvar er pólitísk ábyrgð!
BJÖRK , 28.10.2011 kl. 11:43
Björk. Ég er sammála að Steingrímur skuldar kjósendum, flokksfélögum og þjóðinni skýringu á sviknum loforðum.
Marino. Þetta skammarlega ástand hjá meðlagsgreiðendum, er hreinlega mannréttindabrot, og ekki síst er brotið á börnunum með þessari ósanngirni, að gera peningalitla feður (börn eru í flestum tilfellum hjá móður) að þrælum sem ekki hafa efni á að umgangast börnin sín eftir skilnað. Börn eiga rétt á að umgangast báða foreldra sína, í öllum tilfellum sem ekki eru sannanlega stórhættuleg barninu.
Hver er meiningin með svo ósanngjarnri meðlagsgreiðslu, að þeir sem ekki eru stóreigna eða hálaunamenn, hafa hreinlega ekki efni á nauðsynlegri samveru með börnunum? Hvað á láglauna-meðlagsgriðandi eftir, þegar hann hefur greitt meðlag með 4 börnum t.d.
Það eru oft veikindi og fátækt sem hrjá skilnaðarfeður, eins og annað fólk, en það á ekki að bitna á börnunum, með samveru-sviptingum vegna fátæktar. Þetta hlýtur að vera orðið ófremdarástand hjá mörgum, og enn verra eftir hrun. Og börnin líða eins og alltaf, þegar kerfið er að rugla með málin. Er ekki til eitthvað í þessu flókna kerfi, sem heitir umboðsmaður barna?
Það er hættulegt kerfi að stjórna samveru við börnin með peningum. Börn þurfa foreldra sína umfram allt annað til að nærast andlega, svo mikið veit ég.
Með þessu meðlags-rugli eru réttindi barna og jafnréttislög brotin í mörgum tilfellum. Jafnrétti á að virka jafnt fyrir alla, eða það hélt ég. Orðið jafnrétti þýðir jafn réttur allra, og börnin eiga að standa framar fullornum í réttindum, en ekki öfugt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.10.2011 kl. 12:35
Ég bjó í nokkur á í Bandaríkjunum þar sem meðlag og greiðsla þess er alfarið milli foreldra barns. Stóð ég í þeirri trú að kerfið 'heima' á Íslandi væri mun betra þar sem ríkið tryggir greiðslur til barna og því hefðu vangoldnar meðlagsgreiðslur ekki neikvæð áhrif á samskipti foreldra og þar með umtalsverð jákvæð áhrif á barnið sem væri þarna tryggð framfærsla frá meðlagsgreiðanda OG eðlileg samskipti við báða foreldra.
Hinn nöturlegi sannleikur virðist aftur á móti vera sá að ef meðlagsgreiðandi lendir í erfiðleikum með að standa við sínar skuldbindingar, hver svo sem ástæðan er, er honum nánast ómögulegt að standa aftur upp úr öskunni og því geta viðkomandi til að sinna sínu verulega skert.
Ég er svo hjartanlega sammála þér Anna, það er kominn tími til að endurskoða þetta út frá hagsmunum barnanna!
BJÖRK , 28.10.2011 kl. 14:20
Ég vek athygli að þessar tölur eru svona háar þrátt fyrir að mjög stór hluti heimilanna sé enn með lánin sín í frystingu eða greiðsluskjóli.
Anna Margrét Bjarnadóttir, 28.10.2011 kl. 15:29
Spurningin er auðvitað hvort heimili í einhverskonar skjóli séu flokkuð með 'vanskila hópnum' eða ekki?
BJÖRK , 28.10.2011 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.