Blogg áđur birt á Bloggheimum í apríl 2011. Ţá fannst engu sveitarfélagi, ÖBÍ eđa ASÍ ástćđa til ađ svara ţví en ég sendi ţađ sem erindi á síđari tvö auk Hagsmunasamtaka heimilanna sem hafa veriđ í samvinnu viđ mig síđan til ađ vinna málinu farveg.
Undanfarna mánuđi hef ég ásamt góđum hópi af fólki lagt mitt af mörkum fyrir Fjölskylduhjálp Íslands á Akureyri. Í gegnum ţađ starf hef ég fengiđ góđa innsýn í átakanlega fátćkt sumra ţeirra einstaklinga sem ţegiđ hafa mat hjá okkur. Ótrúlega margir segja sögur af ţví hvernig bćjarfélagiđ neitađi ţeim um ađstođ ţar sem ţeir hafi haft innkomu yfir viđmiđunarmörkum / framfćrslugrunni bćjarfélagsins.
Til upplýsingar má hér sjá framfćrslugrunn á mánuđi fyrir einstakling í nokkrum stćrri sveitarfélögum umhverfis landiđ:
Akureyrarbćr, 131.617 kr.
Ísafjarđarbćr, 129.791 kr.
Fljótsdalshérađ, 131.811 kr.
Árborg, 125.021 kr.
Reykjavíkurborg býđur 125.525 kr. fyrir ţá sem ekki eru í eigin húsnćđi, en 149.000 kr. fyrir ţá sem sýnt geta fram á húsnćđiskostnađ s.s. leigusamning.
Íslendingar eiga stjórnarskrárvarinn rétt til ţess ađ vera forđađ frá örbirgđ:
Stjórnarskrá lýđveldisins Íslands, 1944 nr. 33 17. júní, 76. gr.
Öllum, sem ţess ţurfa, skal tryggđur í lögum réttur til ađstođar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgđar og sambćrilegra atvika.
Ţetta er nánar útfćrt hér í reglum félagsmálaráđs Akureyrar um fjárhagsađstođ, 1. kafli, 1. gr. og ţar vísađ í lög um félagsţjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991:
Hverjum manni er skylt ađ framfćra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára.
Sveitarfélag skal tryggja ađ íbúar geti ţetta, enda sé ţađ ekki í verkahring annarra ađila svo sem almannatrygginga, atvinnuleysistrygginga, lífeyrissjóđa eđa sjúkrasjóđa stéttarfélaga. Skylt er ađ veita fjárhagsađstođ til framfćrslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séđ sér og sínum farborđa án ađstođar, sbr. IV. og VI. kafla laga um félagsţjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, međ síđari breytingum.
Nú ćtla ég ekki ađ tíunda einstaka útgjaldaliđi, en samkvćmt neysluviđmiđum velferđarráđuneytisins á skuldlaus einstaklingur í leiguíbúđ ađ geta komist af til skamms tíma á 211.753 kr. á mánuđi.
Ţarna sést ađ munurinn er um 80-85 ţúsund krónur á mánuđi eđa 61-68% undir ţví lágmarki sem ţarf til ađ einstaklingur geti lifađ af til skamms tíma. Reykjavíkurborg sker sig ţarna úr međ mun upp á einungis 62.753 kr. eđa 41% fyrir fólk í leiguhúsnćđi.
Ţađ er nokkuđ ljóst ađ bćjarfélög á Íslandi eru ekki ađ uppfylla stjórnarskrárvarinn rétt íbúa til nauđsynlegrar ađstođar og virđast ekki sýna mikla tilburđi í ţá átt. Tekiđ skal sérstaklega fram ađ ég er ađ tala um bćjarfélögin sem lögađila en ekki einstaka starfsmenn ţeirra enda er hér um ađ rćđa ákvarđanir kjörinna fulltrúa í bćjarstjórnum.
Ţegar stjórnarskrá er brotin ţá ber ađ leiđrétta ţađ!
Ég hvet einhvern ţeirra fjölmörgu sem fengiđ hafa neitun frá sínu sveitarfélagi um fjárhagsađstođ, ţrátt fyrir ađ vera undir og jafnvel langt undir skammtíma neysluviđmiđum, til ţess ađ stíga fram međ prófmál og krefjast stjórnarskrárvarins réttar síns.
Ennfremur skora ég á ASÍ, Hagsmunasamtök heimilanna og Öryrkjabandalag Íslands til ţess ađ standa ađ baki slíkri lögsókn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ţađ er löngu tímabćrt ađ íslensk stjórnvöld skilgreini fátćkt, Ísland er eitt af fáum löndum ţar sem ekki er til skilgreining á fátćkt.... Ţakka góđa og upplýsandi grein..
Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 26.10.2011 kl. 01:42
Takk fyrir ađ lesa.
Fátćkt virđist vera stóra 'tabú' máliđ ţessa dagana, eđa fíllinn í herberginu eins og einhverjir myndu orđa ţađ. Fólk er mjög upptekiđ viđ ađ tala ekki um og hreinlega reyna ađ telja sér trú um ađ hún sé ekki til og ađ ţessir einstaklingar sem standi í biđröđum eftir mat séu bara ađ eyđa peningunum sínum í vitleysu og sé (og ţetta er uppáhaldiđ mitt) ađ svindla út mat, eins og venjulegt fólk, međ nćga fjármuni milli handanna, sé umvörpum ađ plotta til ađ svíkja út mat frá fátćklingum!
BJÖRK , 26.10.2011 kl. 08:08
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.