Dýrkeyptir átthagafjötrar koma í veg fyrir fjárfestingu í heimabyggð

Á Ísafirði getur þú fundið sæta litla íbúð á um 6 milljónir. Þessi íbúð myndi væntanlega kosta um 20 milljónir í RVK. Þessi, og margar aðrar íbúðir á Vestfjörðum hafa verið að mestu í sölu undanfarin 5-10 ár, á milli þess sem hún er í útleigu.

Ástandið var mjög sambærilegt á Austurlandi fyrir álver, en nú, eftir álver er áfram álíka erfitt að selja þar og á Ísafirði, nema að virði eignarinnar er töluvert hærra þar sem bankar og íbúðalánasjóður halda verðinu uppi með óeðlilegum hætti. Þeir berjast við að ná inn fyrir kröfum þó svo slíkt sé í raun fráleitt. Hærra skrásett verð gerir lítið annað en að hækka skatta hjá fólki ... þannig að Austfirðingar eru ekki í betri málum hvað þetta varðar.

Um aldamótin þar-síðustu var vistarbandið við líði sem var að margra mati einskona lögleiðing þrælahalds, ætlað til að þvinga/tryggja búsetu jafnt yfir landið. 

Í dag eru það fjárfestingar í húsnæði sem binda fólk í 'heimabyggð' og þó fjölmargir velji vissulega búsetu á landsbyggðinni með þeim kostum og göllum sem henni fylgja, fer þeim fækkandi. Aðrir þora ekki að fjárfesta af ótta við bindingu þrátt fyrir einlæga ósk um að búa á landsbyggðinni.

Byggðarstefna á að hafa það hlutverk að jafna lífsgæði þeirra sem búa lengra frá grunnþjónustu við lífsgæði borgarbúa, í krafti hagræðinga hefur þróunin verið í hina áttina svo langt sem ég man, með sífeldri skerðingu á þjónustu í heimabyggð og auknum kostnaði lansbyggðarfólks við að sækja þjónustu lengra. 

Sem landbyggðarmanneskja vona ég svo sannarlega að við hættum að skipta okkur í tvær fylkingar, og tökum höndum saman um að halda öllu landinu í blómlegri byggð.


mbl.is Skortur á húsnæði vandamál á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband