Aukið atvinnuleysi í blessuðum bullandi hagvextinum!

Atvinnuleysi er að aukast. Í raun má halda því fram að raunverulegt atvinnuleysi hafi aldrei minnkað, heldur hafi verið falið fram að þessu.

Hið opinbera, a.m.k. hér á Akureyri hefur gert sitt besta til að passa að atvinnuleysistölur sýni ekki niðurskurð bæjarfélagsins með því að segja fólki ekki upp heldur 'minnka starfshlutfall'. Það er nefnilega þannig að tveir í 50% vinnu eru ekki samtals einn atvinnulaus. Nei, sá sem er í hlutastarfi, þrátt fyrir að vilja og þurfa fulla vinnu, er skráður vinnandi.

Áhugavert væri að skoða hlutfall hlutastarfa hjá hinu opinbera og þróun frá hruni ...

Stóra spurningin er auðvitað, er hagvöxturinn blessaður þá ALLUR að skila sér beint í ríkissjóð?!


mbl.is 7,3% atvinnuleysi í desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Heilög Jóhanna og Gunnarsstaða Móri misskildu þetta eitthvað með nýju störfin.  Það átti að skaffa ný störf Á Íslandi EKKI í Norge.  Þessi "hagvöxtur" er þannig til kominn aað hann er ALLUR vegna aukinnar einkaneyslu sem er afleiðing þess að fólk er búið að gefast upp í stórum stíl, það er hætt að greiða af lánunum sínum og það fer bara í aukna neyslu, aðrir hafa tekið út "séreignasparnaðinn" sinn og setja hann í aukna neyslu.  Allt leiðir þetta að sama brunni ÞAÐ ER ENGINN RAUNVERULEGUR HAGVÖXTUR HELDUR ER HANN TEKINN AÐ LÁNI (Var það ekki rót efnahagshrunsins?????)....

Jóhann Elíasson, 13.1.2012 kl. 13:14

2 Smámynd: BJÖRK

Takk fyrir þetta Jóhann, það má vissulega leggja áherslu á séreignasparnaðinn, fjölmargir eru að verða búnir með sinn...

Einnig geri ég ALVARLEGAR athugasemdir við útreikning hagvaxtar og yfirleitt að hann sé notaður sem einhver forsenda fyrir efnahagsbata! 

Hvenær á að takast á við ónýtt bankakerfi! ??

BJÖRK , 13.1.2012 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband